Sagnir - 01.06.2001, Page 112

Sagnir - 01.06.2001, Page 112
Jólakort Áritun: „Gleðileg Jól Til Sigga. Frá sistir hans Steinunni.“ Handgert af Jóhannesi S. Kjarval, ómerkt. Einkaeign Fegurðardísarkort Art Nouveau-stíll. Konumynd fellur inn í skrautflúraða mynd. Nafn viðtakanda og heimilisfang á bakhlið. Texti á framhlið: „Wien 26. April 1902. Elsku nonni minn. Hjerna koma loksins fall- egar meyjar, og þær mjög fallegar, eingu síður en í Höfn. Mjer líður vel. Heilsaðu öllum hinum frá mjer. Þinn E. Jónsson“ [myndhöggvari?] Borgarskjalasafn eða punktar komi við sögu. Skriftin er iðulega illlæsi- leg og oft vantar dagsetningu. Á korti til Carls Finsens póstkortaforleggjara frá Ólafi Johnson kollega hans frá árdögum hérlendrar póstkortaút- gáfu 1903 segir: „Eg kem cyclandi suður í Fjörð í kveld.“ Annað kort segir: „Eg óska til lukku! þinn Ól. Johnson." Þegar umrætt kort, sem sýnir Gullfoss, Geysi og Almannagjá, er nánar skoðað, kemur í ljós að búið er að strika yfir heitin vegna þess að erlendir prentarar hafa haft hausavíxl á tveimur þeirra. Undir mynd af beljandi vatnsflaumi Dynjandifoss í Arnar- firði stendur með hendi Ólafs Johnson: „Haffi biður þig að vera með upp á einn „Small“ kl. 9 í kveld“. Annað kort til Carls hljóðar svo: „Glasgow brann til kaldra kola í nótt, aðeins á tveim tímumV Óbærileg fjarvist frá ástvinum er sígilt þema, en enginn að- skilnaður var eins sársaukafullur og sá sem styrjald- irnar tvær orsökuðu. Einkum hlýtur að hafa verið tregafullt að lesa kveðjur hermanns í skotgröfum ein- hvers staðar í Frakklandi sem ekki á afturkvæmt, þó slík kort berist að vísu ekki hingað til lands. Burtséð frá algengum þemum kemur yfirgrip textans smám saman í ljós. Síbreytilegar svipmyndir, óhindruð útsýn yfir mannlegar athafnir og tilfinn- ingar, allt frá týndum vettlingi sem sárt er saknað til þess að kjarnorkusprengjan springur. Þegar líða tekur á öldina breytist málfar og orðanotkun, en skila- boðin síður þrátt fyrir að tæknin hafi dregið úr fjölda sendra póstkorta. Þau eru samt enn um langt skeið langvinsælasti tjáningarmiðillinn. Þegar tilbreyting- arsnauður textinn er að komast í þrot, eru svipir for- tíðar vaktir upp í líki skálda og rithöfunda, og á elstu kortunum heyrum við enduróma uppskrúfaðar og tilgerðarlegar raddir, en þær breytast smám saman með auknu málfarsfrelsi og þegar nær dregur miðri öld er allt látið flakka. Lýsingarorð og orð sem sýna ákafa eða eldmóð breytast fremur reglulega. Eldri orð hverfa og koma ekki aftur, svo sem fjarskalega fallegt, ósköp fín stúlka, dæmalaust indælt, og ávörp eins og Yngismær, Hjartkæra systir, Elskulega vina, Konan Guðríður Jónsdóttir, og nafnlausar kveðjur frá Yngispilti vekja bros. Sveitarfélag Reykvíkinga var einfaldlega „Hér“. Heimilisfang er sjaldan skrifað, svo gerkunnugt er öllum fámennt sam- félagið. Mannanöfn breytast og ávörp, ástarheiti og blíðuhót úr penna sæta breytingum sem annað. Tjáning hlýhugar og kærleiksþels, jafnvel þakklætis, er iðulega einlæg og skýr, og kærleikurinn til almætt- isins augljós. Tjáning þrár og girndar er oftlega skammstöfuð eða skrifuð á leyndardómsfullan veg, þannig að geta verður sér til um merkinguna. Sömuleiðis má aftur og aft- ur sjá þá gömlu aðferð að rita skilaboðin öfugt við nafn og heimilisfang. Það var gert til að forðast hnýsni allra nema kannski forvitnasta bréfbera. Póstkort á íslandi Póstkort virðast hafa verið einkar vinsæl í fásinninu sem ríkti hér á landi við upphaf síðustu aldar. Þau voru allajafna varðveitt og tekin fram á góðum stundum, sýnd eða skoðuð. Ekki var ótítt að menn skiptust á kortum. Sumir geymdu kortin sín í fallegum albúmum, en önnur urðu velkt og óhrein við ítrekaða handfjötlun. Póstkort voru í rauninni eini tengiliður almennra borgara við sjónmenntir. Mörg voru þau einungis send til að minna á sendanda og kannski gleðja viðtakanda. I þeim tilvikum fylgdi enginn texti, einungis nafn sendanda á bak- hlið. Áður en síminn varð almenningseign voru bréfspjöld einatt notuð í Reykjavík til að flytja skilaboð manna á milli. í önd- verðu voru þau oftast af erlendum uppruna, dönsk eða þýsk, en eftir 1900 var farið að gefa út innlend póstkort, bæði af póst- Ljósmyndakort 1. Hekla að gjósa. Bréfspjald með mynd. Blár bekkur á bakhlið. „Til Hr H. embættismanns C. Finsen Reykjavík ísland, frá G.J.“ Texti á framhlið: „Kveðja frá Heklu: Af ..tindi Heklu hám“ geturðu horft yfir allar landsins meyjar og valið úr!!!“ Útg.: [Póst- málstjórnin]. Prentað frímerki. Póststimpill: 1. 5. 1900. Með fyrstu kortum íslenskum með mynd sem varðveist hefur. Benediktssafn 2. Geysir að gjósa. Bréfspjald með mynd. Blár bekkur á bakhlið. „Til Hr Carl Finsen, Reykjavík Is- land, frá Gunnþórunni Jónsdóttur“. Texti á framhlið: „Lukkósk i tilefni af 6. Maj 1900. Kveðja frá Geysi.“ Útg.: [Póstmálastjórnin]. Prentað frímerki. Póststimpill: 1. 5. 1900. Eitt elsta íslenska kortið með mynd sem varðveist hefur. Benediktssafn 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.