Sagnir - 01.06.2001, Síða 122

Sagnir - 01.06.2001, Síða 122
fl ! > Hdgi Ingólfsson er sagnfræðingur og rithöfundur. I Hann hefur verið kennari i sögu við Menntaskólann í tn Jr ■■ Reykjavík frá árinu 1984. Satt og logið - Sagan og bókmenntirnar Endur fyrir löngu hnoðaði ég saman greinarstúf um tengsl sagnfræði og skáldskapar. Svo langt er um liðið að mér er með öilu fyrirmunað að rifja upp í hvaða tímariti ritkornið atarna birtist, né man ég gjörla hvaða ár. Hitt rámar mig í, að ég notaði tvær af menntagyðjunum sem tákngervinga, hina sann- mæltu Klíó fyrir sagnfræðina og hina rómþýðu Kallíópe fyrir skáldskapinn. Og fyrir víst man ég að niðurstaða greinarinnar var sú að þær systur gætu vel lifað í samlyndi og ættu auðvelt með að rugla saman reytum án þess að skyggja hvor á hina. Því meira sem ég les af sögulegum skáldskap, því meira efast ég um réttmæti þeirrar niðurstöðu. Sagn- fræðin leitast við að teljast sannfræði og reynir að komast að fróðleik um fortíðina sem allir menn mega hafa fyrir satt. Fátt svíður sagnfræðing meira en þegar haldið er fram að hann halli réttu máli eða fari rangt með staðreyndir. Skáldskapurinn er hins vegar eðli sínu samkvæmt lygi - eða í besta falli afstæður og huglægur sannleikur, sem sumir geta sammælst um, en ekki allir. En sagnfræðin er ekki hrein sannfræði frekar en að skáldskapurinn sé brein lygi. Þar kviknar vanda- málið. ímyndum okkur kvarða sem liggur milli tveggja andstæðna, hins algjöra sannleika og hinnar helberu lygi, með ótal afbrigðum hálfsannleika og hvítrar lygi þar í millum. Öllum þenkjandi sagnfræð- ingum er ljóst að þeir geta í besta falli nálgast það ætlunarverk sitt, að hafa það sem réttast reynist úr fortíðinni. Efniviður sá, sem þeir vinna með, eru staðreyndir hins liðna, en ekki eru allar staðreyndir þekktar og sú sagnfræði væri lítils virði sem eingöngu fælist í þrotlausri upptalningu varðveittra sögulegra heimilda. Auk þess kunna ritheimildir um liðna tíma að segja ósatt ti! um þann veruleika sem þær lýsa, en að hvaða marki ber okkur að taka þær trúanlegar ef þær eru eina heimildin um tiltekið sögulegt atriði? Segir Svetóníus t.d. rétt frá um þau efni sem hann er einn til frásagnar um, þar sem annað efni hans stangast á við ýmislegt sem aðrar heimildir greina einnig frá? Fortíðarmyndin er óhjákvæmilega brotakennd og fyrir vikið hneigjast margir sagnfræðingar til að draga heildstæðar ályktanir og alhæfa í einhverjum mæli - m.ö.o. skálda þeir í eyðurnar. Endursköpun fortíðar er nákvæmlega það sem orðið segir til um: Endur- sköpun. Margvísleg, mishlutlæg og á köflum umdeilanleg túlkun hinna sögulegu staðreynda færir sagnfræðina enn fremur til á ásnum í átt frá hinni hreinu sannfræði. Flestir sagnfræð- ingar eru meðvitaðir um sögulegt afstæði sitt. Val á viðfangsefni mótast af hugðarefnum, þeir eru litaðir af eigin uppruna, lífssýn eða straumum síns tíma. Söguskoðun breytist með margvíslegu endurmati nýrra tíma. Og svo framvegis og svo framvegis. Þráttfyrir vissar grundvallarkennisetningar er sagnfræðin ekki jafn óbreytanleg og ætla mætti. Hún er síbreytileg sem kvikasilf- ur. Bókmenntirnar koma frá hinum enda kvarðans, lyginni. En engar bókmenntir eru hrein lygi - þótt ekki væri fyrir annað en þá staðreynd að þær notast við orð sem öllum mönnum (í þeim málheimi) eru sameiginleg og ná með því einu lítilmótlegustu tátyllu í veruleika sem menn hafa sammælst um að hafa fyrir satt. Bókmenntirnar njóta þeirrar sérstöðu að ekki er gert ráð fyrir því fyrirfram að þær séu í raun sannindi - þær hafa leyfi til að ljúga, en þurfa ekki endilega að gera það. Auk þess eiga þær að færa okkur nær einhvers konar huglægum eða tilvistarlegum sannindum, ólíkt hlutlægniskröfu sagnfræðinnar. „Listin er lygi sem færir okkur nær sannleikanum“, er haft eftir Picasso. Sagnfræði og bókmenntir mætast á tveimur stöðvum ássins: í skáldlegri sagnfræði og í sögulegum skáldskap. Skáldleg sagn- fræði getur talist þegar farið er mátulega nákvæmt með stað- reyndir en öðrum þáttum er leyft að njóta sín, oftast í ákveðn- um tilgangi, t.d. ti! að skapa sterkari tilfinningu fyrir andrúmi fortíðar. Slíkum ritum kann að vera áfátt um sitthvað frá sjón- arhóli ströngustu fræða, en ef vel tekst til töfra þau lesandann með sér inn í horfna heima. Sem dæmi um slíkt mætti taka The Story of Civilization eftir Will Durant og aldamótabækur Þorsteins Thorarensen. Sögulegar skáldsögur fela í sér skáldskap sem teygir sig lengst í átt til sannfræði á ásnum okkar. Þær eru ólíkar skáld- legri sagnfræði að því leyti að tilgangurinn er bókmenntalegur en sagnfræðin útvegar efniviðinn. Til eru mörg dæmi um góðan sögulegan skáldskap, bæði innlendan og útlendan, og slík skáld- verk geta lokið upp fyrir lesendum luktum heimum og fyllt þá áhuga á að fræðast frekar um fortíðina. íslandsklukkan hefur sennilega átt ríkari þátt í að móta hugmynd þjóðarinnar um hvers konar lífi Jón Hreggviðsson lifði heldur en hillulengdir strangvísindalegra fræðirita um 17. og 18. öld. Gróska hefur verið í ritun sögulegra skáldsagna hérlendis (sem erlendis) und- anfarinn áratug og má nefna bækur eftir Björn Th. Björnsson (Falsarinn, Hraunfólkið) og Þórarin Eldjárn (Brotahöfuð) sem 120
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.