Sagnir - 01.06.2001, Síða 127

Sagnir - 01.06.2001, Síða 127
„Forsíðan er vel hönnuð í falleg- um sterkum rauðum lit og prýdd haganlega gerðum bekkjum með klippimyndum. Sama útliti er haldið út í gegnum ritið, stíl- hreinu og látlausu." Fyrst þessara greina um menningarsögulegt efni er eftir Hlyn Ómar Björnsson og fjallar hún um starfsemi Félags íslendinga í Þýskalandi á tímum nasista. Segir höfundur skilmerkilega frá hlutskipti þeirra sem urðu innlyksa í seinni heimsstyrjöldinni. Hann beinir að vísu sjónum mest að daglegu bjástri og erjum milli félagsmanna en fróðlegast fannst mér að lesa um afstöðu íslendinganna til nasismans. Greinin hefði orðið enn fróðlegri ef höfundur hefði skoðað hvaða augum menn á íslandi litu þennan félagsskap. Grein Guðrúnar Laufeyjar Guðmundsdóttur um tónlistararf íslendinga á 16., 17. og 18. öld kemur skemmtilega á óvart og opnar manni sýn inn á svið sem lítið hefur verið rannsakað. Hér er á ferðinni vönduð rannsókn en höfundi er mikið í mun að kippa fótunum undan þeirri viðteknu skoðun að tónlist hafi á þessum tíma verið bæði lítil og „hörmuleg" á að hlusta. Rök hennar sýnast mér sannfærandi, þar á meðal þau að tritonus- og fimmundarsöngur sem sérkennandi var fyrir íslenskan söng hafi hljómað óþægilega og jafnvel falskt í eyrum útlendinga sem mótuðu mjög álit manna á íslenskri tónlist. Viðar Pálsson sýnir traust efnistök og liðugan stíl í ritgerð um lífsviðhorf og hugmyndir Björns Halldórssonar í Sauðlauks- dal á ofanverðri 18. öld eins og þau birtast í ritunum Atli og Arnbjörg. Höfundurinn varpar ljósi á umhverfi og baksvið þessara hugmynda en viðfangsefnið getur þó vart talist nýmeti því margt hefur áður verið um það skrifað. Loks er skemmtileg grein Jósefs Gunnars Sigþórsonar um „viðtökur kristnitökusögunnar“, sem er öðrum þræði rannsókn á heimildum um kristnitökuna, en ekki síður á misjafnlega langsóttum útleggingum fræðimanna á þessum stóratburði. Jósef Gunnari lætur vel að kryfja hugmyndir og sögutúlkanir, málfarið yfirleitt hnitmiðað en ég hnaut um þýðingu hugtaka (s.s. „formgerðarleg afstaða", „menningarformgerð") og merk- ingu sumra þeirra (,,staðreyndadómar“). í anda póst- módernískrar sagnfræði er Jósef Gunnar upptekinn af afstæði sögulegrar þekkingar, hve túlkun fræðimanna er háð huglægu mati og hvernig atburðir öðlast ólíka merkingu í meðförum sagnfræðinga. Niðurstaðan er ögrandi afstæðishyggja. Við getum í besta falli talað um „meinta“ atburði kristnitökunnar og merking þeirra byggist á breytilegu gildismati frá einum tíma til annars. Auk greinar Jósefs Gunnars eru þrjár aðrar greinar um mið- aldasögu og skipar hún því stóran sess í Sögnum að þessu sinni. Þessar þrjár greinar eiga það sammerkt að fjalla um völd og valdsmenn. Tryggvi Már Ingvarsson fjallar um þjóðleiðir á Vesturlandi á Sturlungaöld með útgangspunkt í þeirri kenningu lærimeistara síns, Helga Þorlákssonar, að með aukinni valda- samþjöppun hafi höfðingjar valið sér höfuðból í þjóðbraut. Vel ígrunduð grein Magnúsar Jónssonar fjallar um valdasókn Sturl- unga og Sigfús Ingi Sigfússon rýnir í samtímaheimildir (annála) um Grundarbardaga 1362 og pólitískt baksvið hans. Þetta eru frambærilegar ritgerðir og laglega gerðar. í raun er ein ritgerð í viðbót í miðaldasögu, grein Adams Wagners, dansks skiptmema, um sjálfsmynd Dana á ármiðöldum. Það heyrir til tíðinda að birt sé ritgerð á erlendu máli í Sögnum en Adam Wagner skrifar á móðurmáli sínu. Hann tekur til skipulegrar athugunar spurninguna um hvort til hafi verið dönsk þjóð og þjóðvitund á miðöldum. Aðeins tvær ritgerðir falla innan tímabilsins 1500-1800 en það eru fyrrnefndar greinar Guðrúnar Laufeyjar Guðmundsdóttur og Viðars Pálssonar. Fjórar ritgerðir tilheyra sögu síðustu tveggja alda, þ.m.t. fyrrnefnd grein Hlyns Ómars Björnssonar. Atli Viðar Thorstensen skrifar efnismikla grein um hafta- stefnuna í kreppunni miklu á fjórða áratugnum og stjórnmálaþátttöku Björns Ólafssonar á þeim tíma. Hann átti m.a. sæti í innflutnings- og gjaldeyrisnefnd sem hafði það óvinsæla verkefni með höndum að útfæra og framkvæma haftastefnuna. Greinin er m.a. merkileg fyrir það að Björn Ólafsson er í aðalhlut- verki en um þennan dula en áhrifamikla mann í versl- unararmi Sjálfstæðisflokksins hefur lítið sem ekkert verið skrifað. Margrét Gunnarsdóttir skrifar grein um ung- barnaeldi á árunum 1890-1930. Hún fylgir þeirri skýringahefð sem ráðandi hefur verið í fólksfjölda- sögu að breyttir barnaeldishættir, einkum aukin brjóstagjöf, hafi verið aðalorsök fyrir minni ung- barnadauða á ofanverðri 19. öld. Einnig telur höf- undur, eins og fleiri, að starf ljósmæðra hafi skipt miklu máli. Margrét gefur góða yfirsýn yfir heimildir um eldishætti og ræðir af næmi um gildi þeirra, einkum lækna- og ljósmæðraskýrslna. Sigfús Ólafsson kannar þjófnaðarmál í Suður- Þingeyjarsýslu 1808 og meðferð þess fyrir dóm- stólum. Þetta er fróðleg atvikskönnun sem bregður birtu á ekki aðeins réttarfar heldur einnig lífskjör fólks á þessum erfiðu árum. Það hefði ekki spillt rit- gerðinni ef höfundur hefði sett þetta sakamál í stærra samhengi, t.d. svarað þeirri spurningu sem hann varpar sjálfur fram í lokin, hvort Suður-Þingeyingar hafi verið þjófóttari en aðrir landsmenn um þetta leyti. Fyrir augað Ég enda spjall mitt á því að nefna það sem ég tók fyrst eftir þegar ég fékk ritið í hendur: Útlit og hönnun. Sem gömlum ritstjórnarjálki velti ég því fyrir mér hvers konar prentgripur Sagnir eru. Fljótt sagt er afar fagmannalega að verki staðið við útgáfu Sagna að þessu sinni hvað snertir ytri búnað, útlit, umbrot, frágang og prentun. Eiga ritstjórarnir Benedikt Eyþórsson, Sif Sigmarsdóttir og Karólína Stefánsdóttir heiður að því. Forsíðan er vel hönnuð í fallegum sterkum rauðum lit og prýdd haganlega gerðum bekkjum með klippimyndum. Sama útliti er haldið út í gegnum ritið, stílhreinu og látlausu. Þó er sumt sem má betur fara. Letur er helst til smátt, sér- staklega í myndatextum og tilvísanaskrám. Milli- fyrirsagnir þyrftu að vera meira áberandi og færast nær kaflanum sem þær eiga við. Gott jafnvægi er hins vegar á milli mynda og texta og þeim er jafnan haganlega fyrir komið. Það er tímafrekt starf að finna myndir sem hæfa sagnfræðitexta og það hefur víða tekist vel (sjá þó myndir á bls. 32, 34, 86 og 102). Ég óska aðstandendum til hamingju með ritið. 125
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.