Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 64

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 64
194 HELGAFELL stórbrotnu aðalskonu, lady Floru, sem er al- gjör guðleysingi og í einu og öllu sjálfri sér nóg. Hún lifir í einangrun og hefur rótgróna fyrirlitningu á öðru fólki, í stuttu máli, bland- ar ekki geði við nokkurn mann. A ferð hennar um Italíu reynir katólskur prestur að snúa henni til trúarlegs samfélags, en mistekst al- gjörlega. Þegar aumingja presturinn telur vini sínum kardínálanum harmatölur, er svar hans á þessa leið: Hér í Róm og um allan heim er urmull af vesalmennum, sem barma sér yfir eigin volæði og eymd tilverunnar rétt eins og tannpínu. Þeir æpa á hjálpræði eins og sefandi bakstur eða tanndrátt, svo að maður undrast í sann- leika sagt langlundargeð skaparans. En sú manneskja, sem af þvílíkri alvöru ögrar — ekki sjálfum skaparanum, því hann lætur ekki að sér hæða, — heldur eðli sínu og innra manni, — hana lætur drottinn ekki afskipta- lausa. Hinn almáttugi mun svara henni á þann hátt, að hennar eigin eðli rís gegn henn.“ Það stendur ekki á svarinu. Hið eina sem hrífur hana í Róm, er stórkostleg mynda- stytta af Pétri postula í Péturskirkjunni. Hún er tákn hins sama sálarstyrks og hún finnur hjá sjálfri sér. Dag einn kyssir hún fót hans og auðmýkir sig á þann hátt. En sá, sem næst áður hafði kysst fótinn, var ungur maður með sárasótt. Iíún smitast og á þennan sérstæða hátt berzt þessi sérvitra kona inn í mannlegt samfélag •—- fyrirtilverknað þjáningarinnar og hennar eigin eðlis. Þetta er þó ekki eina við- fangsefni sögunnar. Presturinn leitast við að fá hana til að skilja eðli hins trúarlega sam- félags, þar sem við öll, og hún líka, erum jöfn fyrir guði. Við erum öll öll guðs börn og það ber oss að skilja svo, að vér föllumst einnig á samtelag trúarinnar, því að Jesús dó fyrir oss öll. Þessu svarar lady Flora hiklaust á þennan liátt: „Ekki fyrir mig. Má ég liafa mig afsakaða. Ég hef aldrei á ævinni beðið nokkra mann- eskju, því síður nokkurn guð að deyja fvrir mig. Ég krefst þess eindregið, að mínum per- sónulegu reikningsskilum sé ekki blandað sam- an við þetta uppgjör. — Það er ekkert smá- ræði af glingri, sem prangað hefur verið inn á mig um dagana — einkum þó hér á Ítalíu og ég hef greitt það með góðri og gildri enskri mynt. Þess vegna vil ég alls ekki taka við því, sem ég hef hvorki beðið né borgað fyrir.“ Þetta er svarið við kristilegu samfélagi vegna friðþægingar Jesú, sem presturinn býð- ur henni. Það er augljóst hvað Blixen á við. Hér er enn lögð áherzla á sjónarmið unitara. Jesús dó ekki fyrir okkur sem guðdómur, heldur er hann dæmi um, hvernig okkur ber að lifa lífinu og af því sprettur svo hið mann- lega samfélag. Hér hafa verið raktar að nokkru veiga- mestu og torskildustu sögur Blixen og við höfum þar rekizt á sömu grundvallarskoðanir skáldkonunnar og fram koma í fyrri verkum hennar. Skal nú lauslega drepið á hin ævintýrin. í „Sidste fortœllinger“ er ný saga um söng- konuna, sem missti röddina — það er sagan „Ekko“. Svo er að sjá sem þessi saga fjalli líka um það að vera listamaður, en hugsunin er ekki eins skýr og áður. Söngkonan segir á einum stað: „Ég er sjálf einskonar boðberi, mér er falið að reika um meðal mannfólksins og kunngera því, að enn lifi von í heiminum.“ Síðar í sögunni skýrir hún svo frá lífs- reynslu sinni. „Við getum gert okkur dælt við skaparann á ýmsan hátt, þótt við getum það ekki við náungann. Við getum leyft okkur margt gagn- vart guði, sem við gætum aldrei gagnvart mönnunum. Og einmitt vegna þess, að hann er guð, heiðrum við hann með því að breyta þannig.“ Frá því segir í sögunni, að stutta stund gleymir söngkonan draumum sínum og glöt- uðu lífi við að helga sig kennslu drengs, sem hefur unaðslega rödd, er Hkist mjög söngrödd hennar sjálfrar eins og hún var. Drengurinn er þó alltof borgaralegur, það er euginn djöfulsskapur í honum, sem nauðsynlegur er til þess að hann geti orðið listamaður. Sú hug- mynd er einnig lokaþátturinn í fyrstu sögu kardínálans. Hann heldur því fram, að lista- maðurinn (og presturinn) viti ekki hvort hann þjónar guði eða djöflinum. Áhrif unitara á Karen Blixen koma hér skýrt fram. Hún af- neitar hinni kristnu tvíhyggju. Eins og guð er einn og óskiptur, í einu guð og djöfull, þannig á listamaðurinn einnig að vera það. Drengurinn er veginn og léttvægur fund-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.