Helgafell - 01.10.1946, Page 146

Helgafell - 01.10.1946, Page 146
328 HELGAFELL fyrir sjónum manns á altaristöflunefndar- fundinum í fyrsta þætti, teiknaður með öfga- lausu, góðlátlegu háði. Tvær persónur leikritsins verða mönnum sérstaklega minnisstæðar, Jóhanna og Herdís læknisfrú. Nordal leggur þeim í munn skap- heitustu setningar leikritsins, þar er funaglóð í hverju tilsvari, sem stingur mjög f stúf við þróttleysi séra Helga. Prestlingurinn með skáldórana er svo haldlaus, að ekki er furða, þótt þessar tvær konur, sem reyna þó að brýna hann — langar til að gera hann að manni — eins og Herdís segir, aumki hann og fyrirlíti. I rauninni finnst mér Nordal gera séra Helga of slyttislegan úr garði til þess, að hægt sé að skarpa harmleik úr per- sónu hans. Harmleikur prestsins er sá, að hann bregzt köllun þeirri, sem hann hefur dreymt um frá æsku, svíkur hana fyrir eina baunaskál smáborgaralegrar tilveru, enda þótt hann reyni að gera sér réttinn gómsætari með því að taka frú Herdísi í frönskutíma! En maður trúir því aldrei, að hann muni fylgja köllun sinni, átökin í sál hans eru svo linkuleg, að maður missir allan áhuga á baráttu hans við sjálfan sig, hann rís aldrei hátt í þrjózku sinni, og því verður fall hans í rauninni svo lítið. Þótt séra Helgi laumist í síðasta þætti upp á Arnarfell, þá skortir hann allt flug, þegar hann hrapar niður á Eyrina aftur. Fyrir þessar sakir verður síðasti þáttur leikritsins — þótt hann sé óneitanlega bæði frumlegur og skemmtilegur — svo gáskafullur, að harmleikur séra Helga nálgast farce. Vera má, að þctta hafi verið ætlun Nordals, að hann hafi viljað tæta hetj- una í sundur með þau orð í huga, að du sublime au ridicule il n'y a quun pas — frá hinu háleita til hins hlægilega er ekki nema eitt fótmál! En þrátt fyrir þetta þarf enginn að kvíða því, að hann lesi þetta leikrit sér ti! leiðinda. Það sindrar af mannviti og lífsreynslu, og það mun vera allra ósk, að Sigurður Nordal vísi ekki skáldgyðjunni á brott, þegar hún drepur næst á dyr hans. Sverrir Kristjánsson. Ævisaga síra Jóns Steingrímssonar ÆVISAGA SÍRA JÓNS STEIN- GRÍMSSONAR eftir sjálfan hann. 2. útgáfa. Skaftfellingafélagið gaf út. Guðbrandur Jónsson sá um útgáfuna. — Reykjavík 1945. 400 bls. Verð: Kr. 50,00 og 110,00. Skaftfellingafélagið hefur nú bætzt í hóp þeirra héraðssamtaka, sem vinna að útgáfu sýslu- og héraðssögu, og verður ekki annað sagt, en að vel og smekklega sé af stað far- ið. Rit Skaftfellinga hefst á sjálfsævisögu Jóns Steingrímssonar, hins gáfaða og merka prófasts á Prestbakka á Síðu. Ævisaga hans hefur raunar áður verið gefin út af Sögu- félaginu, en sú útgafa mun nú illa fáanleg, en hefur náð mikilli almenningshylli, svo sem verðugt er. Þessi útgáfa er hin prýði- legasta að öllum frágangi. Einar Ól. Sveins- son prófessor skrifar nokkur inngangsorð, en Guðbrandur Jónsson bókavörður ritar hressi- legan formála og hefur séð um útgáfuna. Virðist það verk allt ágætlega af hendi leyst. I rauninni má telja það sjálfsagða ræktar- semi, að Skaftfellingar hafa fellt ævisögu Jóns Steingrímssonar inn í ritsafn sitt. Sjald- an mun íslenzkur embættismaður hafa gegnt köllun sinni með meiri kostgæfni og skyldu- rækni en þessi norðlenzki klerkur gerði, er við sjálft lá, að byggðin eyddist í eldsum- brotum. Frásaga Jóns Steingrímssonar um hin erfiðu ár Skaftáreldanna er hin átakanleg- asta. Menn og málleysingjar hrundu niður, margir flýðu byggðina, en Jón Steingríms- son rann ekki af hólmi. Þegar eldflóðið stefn- ir á kirkjuna og klaustrið, messar hann ó- skelfdur, þótt kirkjan leiki á reiðiskjálfi, en flóðið stöðvast og prestur og söfnuður héldu lífi. Á Síðunni eru allir hestar dauðir nema einn, hestur klerksins, sem notaður er til þess eins að flytja lík til kirkju. „Á útmánuðum 1784 voru dagstæðar 6 vikur, sem ég stóð ei við né fór úr fötunum, nærfellst að segja nótt og dag, til að þjónusta fólkið, bæði það sem burtkallaðist, og hitt, sem af hjarði, er ei komst til kirkjunnar", segir prófasturinn. Þótt ævisaga Jóns Steingrímssonar ræði mest um sjálfan hann og hagi hans, mótlæti og andstreymi í embættá, þá er saga hans mjög merkileg heimild um aldarfar og þjóð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.