Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Qupperneq 44
TORFI H. TULINIUS
anum. Menn reyna að toga í hann, en hann haggast ekki fyrr en hann
rertnur mönnum úr greipum með ógnarhraða og hverfur ofan í staflann.
Sóttin herjar nú aftur á menn og sex í viðbót látast.
Kjartan fer nú til Helgafells að leita ráða hjá Snorra goða, móðurbróð-
ur sínum. Það vill svo til að Gissur hvíti hafði nýlega sent prest að Helga-
felli. Snorri lætur prestinn fara að Fróðá í fylgd með Þórði kausa, syni
Snorra, og Kjartani og segir þeirn nákvæmlega fyrir verkum. Brenna skal
ársal Þórgunnu. Prestur á að halda guðsþjónustu, vígja vatn og skrifta
mönnurn. Þórður og Kjartan skulu sækja mál gegn afturgöngunum í
„dyradómi“, en svo nefnist málsókn sem háð er á heimili en ekki á þingi
og úti fyrir dyrum bæjarins.3 Farið er í einu og öllu að þTÍrmæluin
Snorra og þar með lýkur Fróðárundrum.
Frásögnin er athyglisverð og margt fróðlegt hefur verið um hana rit-
að. Itarlegasta umfjöllunin, og jafnframt sú gagnlegasta, er bók Kjartans
G. Ottóssonar Fróðárundur íEyrbyggju ffá 1983. Þar leitast höfundur við
að greina flókna söguna niður í frumþætti sína og grafast eins og hægt er
fyrir um líklegan uppruna þeirra. Niðurstaða hans er sú að sumt í sög-
unni eigi sér djúpar rætur í þjóðtrú og heiðni, en annað megi rekja til
minninga um raunverulega atburði sem hafi umbreyst í munnlegri
geymd. Loks eru kristin áhrif veruleg, bæði í einstökum atriðum og í við-
horfum höfundarins til atburðanna og þeirri merkingu sein hann virðist
leggja í þá.4
Olafur Halldórsson hefur bætt nokkru við lestur Kjartans á undrunum
með því að vekja athygli á uppruna Þórgunnu og vitneskju um einhvers
konar sjávarvætti í þjóðtrú Suðureyja. Hann getur sér til að á bak við frá-
sögn af Fróðárundrum leynist gömul sögn urn konu á flótta frá fornum
sjávarguði, e.t.v. með eitthvað sem hún hafi stolið af honum. Margt í
hegðun Þórgunnu skýrist með hliðsjón af þessari tilgátu, t.d. það að hún
skuli fara daglega til kirkju og að hún vilji hvíla fjarri sjónum og í skjóli
kirkjunnar.5
Fróðárundrin hafa einnig vakið athygli erlendra ffæðimanna. Þannig
hefur Claude Lecouteux fjallað um þau í samhengi við aðrar frásagnir af
3 Hér eins og í mörgu öðru er Eyrbyggja saga ein til frásagnar, en í sögunni er sagt frá
öðrum dyradómi sem háður er í Mávahlíð (18. kafla).
4 Kjartan G. Ottósson, Fróðárundur í Eyrbyggja sögu, Studia islandica 42, Reykjavík
1983, sjá samantekt hans á bls. 114—117.
5 Ólafur Halldórsson, „Gægst á ársalinn Þórgunnu“, Davíðsdiktur: sendur Davíð Er-
lingssynifimmtugum, 23. ágúst 1986, Reykjavík 1986, bls. 39-43.
42