Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 154
JÓN ÓLAFSSON
tekin uppgötvun eða kenning sé eða haii verið. Markmið Andra virðist
mér yfirleitt frekar vera að leiða lesandann í gegmrrn vandamál stórra
breytinga á heimsmynd eða veraldarskilningi. Þetta á að sjálfsögðu sér-
staklega við þá heimsmyndarbreytingu sem við kennum við vísindabylt-
inguna, þegar trúarleg heimsmynd vék íyrir veraldlegri. Það er erfitt að
offneta þau átök sem voru undanfari og hluti vísindabyltingarinnar og
alltof oft er gengið út ffá andstöðu hins staðnaða kennivalds við skapandi,
skarpa og sjálfstæða hugsun. Andri fellur ekki í þá gryfju og þó að bók
hans sé ekki svo viðamikil að hann geri þjóðfélagslegum og trúarlegum
átökum nein skil að heitið geti, þá einfaldar hann myndina ekki heldur.
Heimsmyndir breytast á löngum tíma. Vísindabyltingar, eins og aðrar
byltingar, breyta ekki í einu vetfangi hugsun manna um sjálfa sig, samfé-
lagið eða heiminn. Byltingar sá frjókomum nýrrar hugsunar, en svo get-
ur tekið áratugi fyrir slíkar breytingar að verða að vemleika. Almennt
tekst Andra að finna ágætt jafhvægi í almennri ffásögn og tilraun til grein-
ingar á einstökum atriðum. Hann gleymir sér aldrei í löngum lýsingum á
æviatriðum einstakra manna sem koma við sögu (þó að hann sleppi þeim
ekki heldur) og hann gefur sér tíma til að fjalla um hvorttveggja, kenning-
amar og afstöðuna til kenninganna eða skilninginn á kenningunmn.
I heild má segja um bókina að hún sé faglega skrifuð og notadrjúg hvort
heldur sem er til kennslu eða almenns lestrar. Það væri raunar óskandi að
við hefðum svipaðar bækur á fleiri sviðum, vel skrifaðar yfirlitsbækur sem
hægt er að nota til kennslu í ffamhaldsskólum og háskólum og sem hægt
er að lesa sér til ánægju líka. Þannig má segja að seinni bækumar tvær sem
ég hef fjallað um hér skilji sig ffá þeim fyrri tveimur að því leyti að þær era
báðar iíklegar til að hafa áhrif á hvemig lesandinn hugsar um vísindi, eða
að minnsta kosti ýta lesandanum í átt að gagnrýrmi skilningi á vísindum.
Það má vissulega segja sem svo að þetta sé fýllilega eðlilegur greinarmun-
ur þar sem annars vegar sé fýrst og ffemst um að ræða aðgengileg ffæðandi
rit fyrir almenning en hins vegar bækur sem era skrifaðar öðrum þræði að
minnsta kosti sem kennslubækur. En það er leitt ef sú staðreynd að að-
gengilegar bækur um vísindi era góð söluvara (sama gildir um tímarit og
sjónvarpsþætti) leiðir ekki til þess að auka skilning og gagnrýnin viðhorf,
heldur verður fýrst og ffemst til þess að viðhalda úreltri mynd af vísindum
sem hlutlausri eða gildislausri leit að saxmleikanum. Þá er dregin upp mynd
af vísindamönnum sem vöskum köppum sem berjast gegn myrkum og
fomum hugsunarhætti og þurfa stöðugt að blása burtu þoku fordómanna
H2