Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 198
PREBEN MEULENGRACHT S0RENSEN
sem áður. Hinn örláti höfðingi lætur fólkið aítur sitja glatt í
hofum goðanna.)
Miðaldasagnfræðingarnir gengu skrefinu lengra í túlkun sinni á trúar-
legu hluttærki konungsins. Agiip, Fagurskinna og Heimskringla segja öll
frá því að bændumir krefjist þess af konungi að hann sætti sig ekki bara
við að blótið sé haldið heldur taki einnig þátt í því. Gerd Wolfgang Web-
er hefur í þessu séð túlkun á þ\rí hvað gerist þegar kristinn konungur
berst ekki gegn skurðgoðum: hann er sjálfur neyddur til að gefast upp
fyrir djöflunum.30
Konungurinn, bændumir og goðin
Andstæðan milli konungsins og bændanna í þessum frásögnum er þó
ekki endilega af kristnum rótum runrún. Þannig er sú mynd af valdi og
trúarbrögðum sem er dregin upp í samræmi við það sem við viturn um
íslenska goðavaldið og jafhvel einnig það að goðar eru nefndir á þremur
rúnasteinum á Fjóni - í Glavendrup, Flemlöse og á Helnæs. Almennt er
tahð að skyldleikann milli orðanna goði/kuþi og goð megi tengja því að
goðamir, sem vom höfðingjar á svæðinu, hafi einnig haft trúarlegu hlut-
verki að gegna. Af íslenska dæminu má ráða að goðavaldið hafi tilhe\Tt
samfélagsgerð sem var öðmvísi og eldri en sú sem þekktist í kristnum
konungdæmum. Islenska goðaveldið samrýmdist ekki sterku miðstjórn-
arvaldi og það er dæmigert að einn liður í stefhu Hákonar Hákonarson-
ar varðandi Island hafi verið að hvetja goðana til að afhenda konmtgin-
um formlegt vald sitt, goðorðin. Islensku goðarnir höfðu bæði löggjafar-
og framkvæmdavald, ásamt óbeinu dómsvaldi og það er nærtækt að draga
þá ályktun að í heiðni hafi þeir einnig haft trúarlega fon-'stu. Krismita-
kan þýddi hins vegar að hið veraldlega vald var sldlið frá hinu trúarlega
og eftir það verður Island dæmi um áhugavert millistig á milli samfélags
þar sem stjórnvaldið er dreift og þeirrar nýju samfélagsgerðar stigveldis
miðstýringar sem var að þróast. I veraldlegu tilliti var þjóðveldið ennþá
eftir gömlum skikk en trúarbrögðin voru komin í hendur hinnar
miðstýrðu kirkju. Skekkjan í þessu fyrirkomulagi kemur fram í því að
biskuparnir fengu sæti í Lögréttu, löggjafarsamkundunni, og stóðu jafh-
fætis goðunum. Onnur kristin samfélög urðu til á þarm hátt að hið gainla
30 Sbr. Gerd Wolfgang Weber, Siðaskipti, bls. 327-28.
196