Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 57
ÓLÍKAR RADDIR
eyddi miklum tíma í samskiptum á spjallrásum við Pólverja bæði í Pól-
landi, Astralíu, Kanada og víðar. Erfitt var fyrir hana eins og aðra sem
ekki tengdust Islendingum að fá aðgang að samfélaginu því hún, eins og
margir aðrir útlendingar, vann nánast eimmgis með öðrum útlendingum.
Sökum þessa voru næstum engir möguleikar á að æfa sig í að tala íslensk-
una sem þeir höfðu þó haft fyrir að læra.
Teresa er menntuð á sviði viðskipta og vann við bókhald í sínu heima-
landi áður en hún kom til Islands ásamt níu öðrum Pólverjum, til að
vinna í fiski í litlu sjávarþorpi. Eiginmaður hennar og dóttir komu svo ári
síðar og þegar viðtalið fór fram höfðu þau keypt sér hús í þorpinu og
sögðust hvergi annars staðar vilja búa á Islandi. I þorpinu hafði aðeins
einu sinni verið boðið upp á íslenskunámskeið síðan hún flutti þangað.
Teresa fór á námskeiðið en lærði síðan málið sjálf með því að horfa á
sjónvarp og lesa textann, með því að lesa barnabækur og dagblöð. Hún
vonaðist til að fá starf með Islendingum í verslun eða á leikskóla, þar sem
hún gæti æft sig í málinu en sagði að slík störf væru eftirsótt í heimabæ
hennar á íslandi og því væru þau einungis í höndum íslenskra kvenna.
Hún lagði sig fika fram við að tala við nágranna og foreldra skólasyst-
kina dóttur hennar. Eiginmaðurinn hafði ekki tekið þetta skref. Hann fór
á ísienskunámskeið en hafði ekki treyst sér til að æfa sig að tala við fólk
og mest af því sem hann lærði hafði því gleymst. A heimilinu var töluð
pólska en dóttirin talaði íslensku. Teresa sagðist vera eini Pólverjinn á
vinnustaðnum sem talaði íslensku og því hefði hún oft verið fengin til að
túlka á milli samstarfsmanna og íslenskra starfsmanna og yfirmanna.
Henni þótti oft erfitt að útskýra fyrir Islendingum af hverju fólk sem ætl-
ar aðeins að vera hér í stuttan tíma hafi takmarkaðan áhuga á að læra
málið. Jafnframt hneykslaðist hún sjálf í sama viðtali á að samstarfsfólk
hennar væri ekki nægilega duglegt að læra máfið. Hún sagði:
En svo er fólk sem vill vera hér og það vill frekar læra ensku en
íslensku. Kannski bara... þetta er erfitt tungumál og ég get sagt
það, þetta er ógeðslega erfitt. ... Þeir eru ekki búnir að prófa.
Þeir reyna ekki og þeir segja bara alltaf: Eg ætla að læra og ég
verð að læra og eitthvað svoleiðis en byrja ekki, bara gera ekki
neitt.
55