Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 59
OLIKAR RADDIR
sem fór beint í grunnskólann og eftir það kviknaði áhugi hennar á að læra
íslensku. Hún sagði að sér hefði fundist íslenskan erfið og að biðja um
hjálp hefði reynst mjög erfitt. Fyrstu árin voru töluð þrjú tungumál á
heimilinu, enska sem var samskiptamál hjónanna, pólska milli móður og
dóttur og íslenska milli dóttur og stjúpföður. Þetta fannst henni allt of
flókið og ákvað því að hafa einungis tvö heimatungumál, íslensku og
pólsku.
Menntun þeirra einstaklinga sem tóku þátt í rannsókninni breytti
miklu um viðhorf þeirra til íslenskunnar. Þeir sem höfðu hlotið litla
formlega menntun áður en þeir komu til Islands áttu erfiðara uppdrátt-
ar á íslenskunámskeiðum og gáfust ffekar upp á þeim aðferðum sem þar
voru notaðar. Því fóru þeir oft aðrar óformlegri leiðir við að læra málið.
Það virtist hins vegar reynast fólki með mikla menntun, svo sem háskóla-
próf, mun auðveldara að læra íslensku og taka þátt í samfélaginu. Þetta
virtist vera óháð því hvers vegna það hafði komið eða við hvað það vann
hér á landi. Þeir viðmælenda sem voru með háskólapróf höfðu margir
farið í formlegt íslenskunám og sóst eftir störfum með það að markmiði
að geta lært íslensku á vinnustaðnum, til dæmis af íbúum á dvalarheimil-
um aldraðra eða börnum í leikskólum.1, I sumum tilfellum höfðu vinnu-
staðir tekið vel á móti þeim og gert þeim kleift að læra málið og vera í
meiri samskiptum við íslenska samstarfsmenn.
Þetta var reynsla þeirra þriggja hjúkrunarffæðinga sem tóku þátt í
rannsókninni. Það var áberandi hve miklu meiri sveigjanleika mátti finna
gagnvart íslenskunámi þeirra en annarra þátttakenda. Maria, sem er
hjúkrunarffæðingur frá Filippseyjum, hafði þannig tækifæri til að læra
málið fljótt. A vinnustað hennar var tekið tillit til íslenskunáms hennar í
Háskóla íslands og mikil áhersla lögð á að gera henni kleift að læra mál-
ið. Hún fékk markvissan stuðning og leiðbeiningu ffá Landspítala-há-
skólasjúkrahúsi til að fá nám sitt ffá heimalandinu metið. Samstarfsfólk
hennar var viljugt að hjálpa henni og tala við hana svo hún gæti æft sig í
málinu. Það var þó gífurlegt álag að bæta íslenskunáminu við fulla vinnu
á deild þar sem mikið álag var fyrir.
Hún sagði:
17 Sjá eiimig umfjöllun í Unnur Dís Skaptadóttir og Sóley Gréta Sveinsdóttir, „Val-
kyrjur samtímans. Veröld kvenna ffá Asíu á Islandi", Rannsóknir ífélagsvísindum VH,
ritstj. Ulfar Hauksson, Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Islands, 2006, bls.
489-498.
57