Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Qupperneq 67
SAMFELAG MALNOTENDA
móðurmálsins (málskipti). í kaflanum sem fjallar um íslensku sem ann-
að mál í Aðalnámskrá gnmnskóla frá 1999 má finna tilvísun til tvítyngis.
Þar segir að stefria skuli að virku tvítyngi bama, þ.e. með „kennslu í ís-
lensku sem öðm tungumáli er stefiit að því að nemendur verði hæfir til
að taka fullan þátt í íslensku samfélagi sem tvítyngdir einstaklingar með
rætur og innsæi í tvo eða fleiri menningarheima og auðgi með því ís-
lenskt mannlíf1.2
iVlikilvægt er að hafa í huga að tungumálið er ekki eingöngu tæki til
samskipta. Tungumáhð skiptir líka lykilmáh í þroska barna, sérstaklega
þeim vitsmunaþroska sem er undirstaða læsis og óhlutbundinnar hugs-
unar, svo sem skilnings á tengslum og skilgreiningu hugtaka. Það sama
á við ef bam lærir tvö eða fleiri tungumál samtímis.3 Rarmsóknir í
Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð og fleiri löndum hafa sýnt að málvið-
bót, eða virkt tvítyngi, hefur jákvæð áhrif á námsframvindu og vitsmuna-
þroska en málskipti, þegar móðurmáhð víkur fyrir nýja málinu, hefur
neik\ræð áhrif.4
Rarmsóknir Cummins og fleiri benda til þess að fylgni sé meiri milli
þroska í móðurmáh og lestrargetu í seinna máh en kunnáttu í seinna
máh og lestrargetu í seinna máh.5 Böm á yngri stigum grunnskóla, eða
u.þ.b. 6-9 ára gömul böm, sem flytjast tál nýs lands, eiga erfitt með að
ná lestrarfæmi á nýja máhnu nema þau séu vel læs á móðurmálinu og þau
haldi síðan kunnáttunni við. Tæknin að kunna að lesa flyst milli tungu-
mála svo fremi sem ákveðinni leikni hafi verið náð og nýja tungumálið
sé ritað með sama ritkerfi. Þessi færni virðist raskast við málskipti þegar
bamið þarf að byrja nýtt máltökuferli. Til að koma í veg fyrir þessa rösk-
un á þróun lestrar er því mikilvægt að lestrarkennsla haldi áfram á því
máh sem hún hófst á.
2 Aðalnámskrá grannskóla. íslenska, Menntamálaráðuneyti, 1999, bls. 84.
3 Jim Cummins, „Language proficiency, bilingualism and academic achievement“,
Bilmgualism and Special Education: Issnes in Assessment and Pedagogy, ritstj. Jim Cum-
mins, Clevedon: Multilingual Matters, 1984; C. Snow, H. Cancino, J. De Temple
og S. Schley, „Giving formal definitions: A linguistic or metalinguistics skills“,
Language Processingin Bilingual Children, ritstj. E. Bialystok, Cambridge: Cambridge
University Press, 1991; Ellen Bialystok, Langitage Processing in Bilingaal Children,
Cambridge: Cambridge University Press, 1991.
4 W.P. Thomas og V. Collier, School Effectiveness for Language Minority Students, NCBE
Report, Washington, D.C.: National Clearing House for Bilingual Educarion, 1997.
5 Jim Cummins, Bilingualism and Special Education: Issues in Assessment and Pedagogy,
bls. 144.
65