Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 94
RANNVEIG SVERRISDÓTTIR
nokkurri nákvæmni.28 Þannig gætum við spáð fyrir um hegðun kennara,
sem við vissum að hefði neikvæð viðhorf til táknmálsins, gagnvart
heyrnarlausum nemanda.
Viðhorf til tungumála beinast að tungumálinu sjálfu og er mörgum
rannsóknum einungis ætlað að kanna þetta,29 t.d. hvort máhð teljist
„ríkt“ eða „fátækt", „fallegt11 eða o.s.fnt Oftar beinast þessar
rannsóknir þó einnig að því hver viðhorfin til málhafanna eða málsam-
félagsins eru og jafhvel að málstefhu eða málstjómun.30 Erfitt er að
rannsaka viðhorf til tungumála og geta spurningarnar haft áhrif á svör
þátttakenda. Erfitt er að beita mælistiku á viðhorf og verða niðurstöður
því oft túlkunaratriði. Eitthvað hefur verið um rannsóknir á viðhorfum
til tungumála almennt31 en mjög lítið er um rannsóknir á tdðhorfum til
táknmála. Það sem gerir rannsóknir á viðhorfum til táknmála enn erfið-
ari en rannsóknir á viðhorfum til raddmála er að ekki er hægt að „hlusta"
á táknmál nema sjá hver talar það. Romaine32 segir frá þekktri rannsókn
á viðhorfum, rannsókn Lamberts, svokallaðri „matched guise“ aðferð
þar sem könnuð vom viðhorf fólks til ffönsku og ensku í Kanada. Rann-
sóknin fólst í því að láta tvítyngdar manneskjur lesa bæði á ensku og
frönsku og þátttakendur, sem hlustuðu á lesturinn, áttu að segja til um
hvemig persónur þetta væm. Þátttakendur í rannsókninni vissu ekki að
um sama fólkværi að ræða. Niðurstaðan sýndi að bæði enskumælandi og
ffönskumælandi Kanadamenn gáfu enskumælandi fólkinu betri einkunn
og sýndu þar með að viðhorf til ensku væm jákvæðari en til frönsku.
Fleiri rannsóknir hafa verið gerðar á viðhorfum með sömu aðferð. Sam-
bærilegar rannsóknir er ekki hægt að ffamkvæma þegar táknmál eiga í
hlut. Ekki er hægt að láta þátttakendur einungis hlusta á rödd táknmáls-
málhafans heldur sést málhafinn alltaf og það hefur áhrif á þátttakanda.
Táknmálssamfélög em einnig alltaf mjög lítil málsamfélög og því þekkj-
ast málhafarnir oft auðveldlega og erfitt er að gera „nafnlausa“ könnun.
Staðreyndin er hins vegar sú að það er eitt hvað fólk segist gera og
annað hvað það svo gerir eða er tilbúið til að gera þegar á reynir og þetta
28 Ralph Fasold, The Sociolingiiistics ofSociety, bls. 148.
29 Sama rit, bls. 148.
30 T.d. hvaða tungumál á að nota í kennslu viðkomandi hóps.
31 Sjá t.d. hjá Ralph Fasold, The Sociolingnistics ofSociety, bls. 148 og áfram.
32 Suzanne Romaine, Bilingualism, bls. 289. Sjá einnig Ralph Fasold, The Sociólinguis-
tics of Society, bls. 149-150.
92