Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 96
RANNVEIG SVERRISDÓTTIR
horf eins og rætt verður hér síðar. Nemendur í táknmálsffæði hafa
nokkrum sinnum unnið litlar viðhorfskannanir úti í samfélaginu og þótt
niðurstöður þeirra séu á engan hátt marktækar er engu að síður gaman
að velta þeim fyrir sér. Kannanimar eiga það sameiginlegt að sýna frek-
ar jákvæð en neikvæð viðhorf til heymarlausra og táknmáls (kannanirn-
ar ná allar til rnjög takmarkaðs hóps). Það er vissulega ánægjulegt að við--
horfin virðist jákvæð en hafa verður í huga að erfitt er að mæla viðhorf.
Það er hugsanlegt að svör þátttakenda mótist af því að þeir sem lögðu
kannanirnar fyrir vom nemendur í táknmálsfræði og oft var um að ræða
beinar spurningar. Hér gæti líka átt við það sem Romaine nefhir, að
skoðanir fólks séu ekki endilega í samræmi við gjörðir þess. Þannig get-
ur fólk haft jákvæð viðhorf til íslenska táknmálsins og heyrnarlausra en
ekki verið tilbúið að leggja neitt af mörkum til þess að staða þeirra batni,
sérstaklega ekki ef það getur bimað á því sjálfu. Þetta getur líka átt við
um stjórnkerfið. Þannig hefur frumvarp um íslenska táknmálið sem
fyrsta mál heyrnarlausra ekki náð fram að ganga. Fmmvarpið hefur ver-
ið lagt fram þrisvar sinnum, síðast á síðasta löggjafarþingi. Frumvarpið
hlaut ekki afgreiðslu þrátt fyrir að samstaða væri um málið og skilning-
ur á því að frumvarpið bætti stöðu heyrnarlausra. Astæðan er sú að frum-
varpið útheimtir fjárúdát sem stjórnvöld vom ekki tilbúin að sam-
þykkja.36 Viðhorf fólks virðast hér jákvæð en þau endurspeglast ekki í
athöfhum þess.
Romaine dregur einnig ffam hversu tilbúið fólk er að tjá sig um hluti
sem það svo segist vita lítið um.37 Þetta tel ég að sé oft raunin þegar
táknmál eiga í hlut. Nokkrar karmana táknmálsfræðinemenda sýna að
því meira sem fólk veit um táknmál eða heyrnarlausa þeim mun jákvæð-
ara viðhorf hefur það, þó ber að geta þess að niðurstaðan var ekki alltaf
á þessa leið og ekki alltaf hægt að sjá mun á svöram þeirra sem þekkja til
og hirma sem ekkert vita um táknmál.
Sá lærdómur sem draga má af þessu er fyrst og frernst sá að fræðsla
leiðir til jákvæðari viðhorfa og að útbreiðsla táknmálskennslu og fræðsla
um menningu heyrnarlausra sömuleiðis. Það skal undirstrikað að niður-
stöðum kannana nemendaima verður að taka með fyrirvara, en þær geta
þó hugsanlega gefið vísbendingu um að margir vilji a.m.k. hafa jákvæð
36 Umræða í Speglinum á Rás 1 20. mars 2007, sjá einnig á heimasíðu Félags heym-
arlausra, http://www.deaf.is/felag-heyrnalausra/frertasafh/2007/nr/229.
37 Suzanne Romaine, Bilingualism., bls. 317.
94