Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 183
NÝJAR VÍDDIR í TUNGUMÁLARANNSÓKNUM
sýnilega er hvert tungumál afleiðing tveggja þátta: grunnstdgs tungu-
málslíflFærisins og reynsluheims þess sem líffærið tilheyrir. Það má líta á
grunnstigið sem „máltökubúnað“ sem fær reynslu sem „inntak“ og skilar
tungumáli sem „útkomu“, og sú útkoma kemur fram innan í huganum/
heilanum. Inntakið og útkomuna er bæði hægt að rannsaka; það er hægt
að skoða umhverfisáhrif og eiginleika tungumálsins sem aflað er. Það
sem kemur út úr þeim rannsóknum gemr svo sagt okkur heilmargt um
þetta grunnstig máleiginleikans sem samþættár þetta tvennt.
Þar að auki er rík ástæða til að ætla að grunnstigið sé sameiginlegt
tegundinni: Ef börnin mín hefðu alist upp í Tókíó, myndu þau tala jap-
önsku líkt og önnur börn þar. Þetta þýðir að vitneskja um japönsku hefur
beina þýðingu fyrir það sem tahð er víst um grunnstdgið í ensku. Þannig
er hægt að setja fram endanleg empírísk skilyrði sem kenningar um
grunnstigið þurfa að uppfylla. Þetta dregur einnig ffam ýmis vandamál
varðandi líffræðilega þætti tungumálsins: Hvernig ákvarða genin
grunnstdgið og hvaða ferli í heilanum koma við sögu í grunnstdginu og á
seinni stdgum? Þessum spurningum er erfitt að svara, jafhvel varðandi
einfaldari kerfi þar sem beinar rannsóknir eru mögulegar, en lausnir á
sumum af þessum vandamálum eru innan seilingar.
Með þessari nálgun sem ég hef verið að lýsa í grófum dráttum er lögð
áhersla á máleiginleikann: gnmnstdgið og seinni stdg. Segjum sem dæmi
að tungumálslíffæri Péturs sé á L-stdgi. Þannig má hugsa að L sé „innra
tungumál“ Péturs, þegar ég tala hér um tungumál á ég við það. Þannig
er ein hefðbundin skilgreining á tungumáli „það sem gerir okkur kleift
að tala og skilja“.10
Við köllum kenninguna um tungumál Péturs „málfræði“n tungumáls
hans, svo notað sé gamalt hugtak í nýjum skilningi. Tungumál Péturs
afmarkar óendanlega möguleika tjáninga, sem hver hefur sitt hljóð og
sína merkingu. A fræðimáh þá „myndar“ tungumál Péturs tjáninguna í
því tungumáli sem hann talar. Kenningin um tungumál hans er því
kölluð málmyndiinarfræði (e. generative grammar) Hver tjáning saman-
hins vegar til kynna að búið sé að skipta bffærinu niður, en verður þó að duga þar
sem víst er að „líffærið“ tekur breytingum og má hugsa sér að það gerist í stigum.]
10 [Hér er gerður greinamunur á því tungumáh sem Pétur kann og tungumálum
almennt.]
11 [Hér er talað um málfrœði í nýjum skilningi og er þá átt við generatífa málfrtebi, en
þar sem íslenska þýðingin á generative grammar er „málmyndunarffæði” gæti það
orð valdið misskilningi.]
181