Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Side 187
NYJAR VIDDIR I TUNGUMALARANNSOKNUM
sem mynda sagnliði á swahili, þolmynd á japönsku og svo framvegis. Því
ætti að líta á kunnuglegar málfræðireglur sem hluta af manngerðu flokk-
tmarkerfi, sem nota má sem óformlega lýsingu án þess að hafa nokkra
ffæðilega þýðingu. Þær hafa ef til vill sömu stöðu og orðin „landdýr“ eða
„gæludýr". Reglurnar stmdurliðast í undirstöðuþætti máleiginleikans,
sem vinna saman og gefa af sér eiginleika tjáningar.
Það má hugsa sér grunnstig máleiginleikans sem fast netkerfi sem
tengist rafmagnstöflu; netkerfið samanstendur af undirstöðuatriðum
tungumála, en rofar í töflunni eru möguleikar sem ráðast af reynslu.
Þegar rofarnir eru stdlltdr á einn hátt fáum við swahili og á annan hátt
japönsku. Hvert mögulegt tungumál einkennist af ákveðinni samsetn-
ingu rofanna - uppröðun færibreyta, á fræðimáli. Ef rannsóknir af þessu
tagi reynast árangursríkar ætti beinlínis að vera hægt að rekja swahili til
einnar ákveðinnar stdllingar rofanna, japönsku til annarrar og það sama
gildir fýrir öll tungumál manna. Með empírískum skilyrðum um mál-
töku er þess krafist þess að rofana megi stdlla á grunni þeirrar afar tak-
mörkuðu vitneskju sem börn geta haft. Takið eftir að smávægilegar
breytingar í rofastiUingum geta leitt til mikilla sýnilegra breytinga í út-
komu, þar sem áhrifin stigmagnast í gegnum allt kerfið. Það eru þessir
almennu eiginleikar tungumála sem hver söim kenning verður einhvern
veginn að ná utanum.
Þetta er auðvitað verkefhi og er langt frá því að vera fullkláruð hug-
mynd. Þessar bráðabirgðaályktanir munu líklega ekki standa í núverandi
mynd, og það segir sig því sjálft að ómögulegt er að segja til um hvort
þessi nálgun sé á réttri braut. A hinn bóginn hefur þessi nálgun sem
rannsóknarverkefni skilað miklum árangri. Hún hefur leitt til spreng-
ingar í empírískum rannsóknum á tungumálum á mjög breiðu sviði
formgerðarflokkunar. Hún hefur leitt til nýrra spurninga sem hefðu aldrei
armars verið settar fram og til margra áhugaverðra svara. Spurningar um
máltöku, vinnsluferli, talmeinafræði og fleira tóku á sig nýja mynd sem
einnig hefur skilað árangri. Hver sem örlög verkefhisins verða gefur það
von um að leysa megi úr spennu milli skilyrða um lýsandi og útskýrandi
kenningu. Nálgunin leggur að minnsta kosti, í fýrsta skipti, grunn að
raunverulegri kenningu um tungumál.
I þessu rannsóknarverkefhi er aðalviðfangsefnið að finna og skýra
undirstöðuatriði og færibreytur og hvernig þessi atriði verka saman, sem
og að víkka rammann svo hann nái yfir aðrar hliðar tungumálsins og
185