Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 10
HELGI ÞORLAKSSON
ekki sem pólitíska þjóð eða rfldsþjóð enda hafa slíkar hugmyndir vart
þekkst á 13. öld.
Hugmyndirfrá 18. og 19. öld um þjóðfrelsi ogþjóðrfldvorufærðaryd&r
á þjóðveldið á tímum sjálfstæðisbaráttunnar og virðist enn vera rflrjandi
skoðun í samfélaginu að þetta sé réttmætt. I samræmi við það teljast enda-
lok þjóðveldis almennt slæmur atburður og Gamh sáttmáli mistök. Illugi
Jökulsson bloggaði 18. apríl 2009 um það að hann hefði lært í skóla að
Gamli sáttmáh hefði verið skelfilegt stórslys, með honum hefðu Islendingar
glatað sjálfstæði, erlend kúgun lagst yfir landið og íslensk alþýða stunið og
þjáðst. Illugi fæddist 1960 og þetta hafa líklega verið ríkjandi Hðhorf í
skólum rnn 1975. Illugi vísaði líka til vamaðarorða Einars Más Guð-
mundssonar rithöfundar um það að innganga í EtTrópusambandið jafitgilti
nýjum Gamla sáttmála.4 5 * Þessum hugmyndum um Gamla sáttmála og
endalok þjóðveldis hefur kannski verið haldið að nemendum í skólum þar
til um 1990.
Framhald sögunnar er svo sagt vera það að Islendingar hafi glatað frelsi
1262, þar með hafi byrjað sex til sjö alda einangrun og stöðnun og varað
þar til þjóðin vaknaði að nýju og fór að huga að sjálfstæðinu.-"’ Þessi sögu-
skoðun er arfur frá tímum sjálfstæðisbaráttunnar og má líta á hana sem
„sameiginlega minningu" þjóðarinnar. Rækileg skrif sagnfræðinga um það
að þessar aldir hafi kannski ekki verið svo myrkar, a.m.k. ekki lengi vel, og
ekki einkennst af einangrun, hafa ekki hlotið almennar undirtektir og þar
með ekki heldur sú skoðun að oft sé vafasamt að nota orð eins og „stöðn-
un“ eða „hnignun11 í tengslum við þær.
I grein sem birtist 2002 segir Asgeir Jónsson hagffæðingur að Gamli
sáttmáli hafi ekki verið óeðlilegur fyrir sinn tíma, hann hafi í raun verið
svar skynseminnar við aðstæðum á 13. öld, hérlendis hafi m.a. skort yfir-
vald sem skjóta mætti ágreiningsefhum til og Noregskonungur verið
lausnin. Illugi Jökulsson heldur ffarn svipaðri skoðun, samningurinn hafi
verið eðlilegur í ljósi ófriðar á Islandi og hafi í raun ekki breytt miklu um
stöðu landsmanna. Viðhorf Silju Báru Omarsdóttur stjómmálaffæðings
em af svipuðum toga og öll segja þau hið sama, að konungsvald hafi ekki
farið að vaxa fyrr en á 16. og 17. öld og það sé annað konungsvald en
4 Sjá bloggfærsluna „Hinn voðalegi Gamli sáttmáli“, http://wrww.dv.is/blogg/tre-
smidja/2009/4/18/hvad-var-svona-hraedilegt-\rid-gamla-sattmala/. Fram kemur
að Einar Már hafi látið ummælin falla í úwarpstíðtali.
5 Sjá t.d. Guðni Agústsson, „Gissur jarl í Steingrímshöfði". Enn ffeniur Þonaldur
Gylfason, „Ljós heimsins", Fréttablaðið 17. desember 2009, bls. 36.
8