Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 29

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 29
ÁRVEKNI EÐA AUÐSVEIPNI Almenningur veltir því nú skiljanlega fyrir sér hvernig standi á því að margir helstu leikendur á sviðinu í aðdraganda bankahrunsins hafi verið langskólagengið fólk. Meðal þess sem til að mynda viðskiptafræðingar, lögfræðingar og endurskoðendur þurfa að taka til gagnrýninnar skoðunar er hvort meðlimir þessara fagstétta hafi gengið gagnrýnislítið erinda pen- ingamanna á undanförnum árum í stað þess gæta sjálfstæðra, faglegra hagsmuna: „Farið var út á yztu mörk þess sem var löglegt og leyfilegt og her lögfræðinga hafður í því að láta ofurflókna viðskiptagjörninga passa í ramma laga og reglna. I einhverjum tilvikum leikur grunur á að farið hafi verið út fyrir þann ramma.“n Styrkja þarf þá hugsun í menntun fagstétta að réttnefhd fagmennska feh í sér að hafa hagsmuni samfélagsins að leið- arljósi. Er ef tdl vill þversögn í því fólgin að segja að hámenntað fólk sýni af sér skeytingarleysi gagnvart eigin samfélagi? Síðari viðbrögð mín við því að hið þolinmóða ræktunarstarf sé frum- skylda háskólamanna varðar einmitt það sem gerst hefur í íslensku samfé- lagi. Askorun Emsts Bloch um árvekni vísindamanna hefur ef til aldrei fallið í eins frjóan jarðveg og nú því að sú hugsun er áleitin að við höfum flotið sofandi að feigðarósi. Það er brýnt að háskólasamfélagið líti í eigin barm. Um þessar mundir er réttilega spurt hvort fjölmiðlar hafi vanrækt skyldur sínar í aðdraganda bankahrunsins. Því má halda fram að gagnrýni á fjölmiðlana megi spyrða við gagnrýni á fræðasamfélagið, og brýnt er fyrir okkur að hugleiða hvort hugvísindamenn hafi bragðist hlutverki sínu í samfélagsumræðu. Árni Dam'el Júlíusson sagnffæðingur hefur fært rök fyrir því að íslenskir menntamenn beri umtalsverða ábyrgð á núverandi ástandi vegna þess að skort hafi á gagnrýni úr garði akademíunnar á sam- félagsþróunina.12 Hann álítur að hugvísindin hafi misst sjónar á samfélags- heildinni og þróunaröflunum og í staðinn horft á hið einstaka, einblínt á orðræðuna en ekki þau valdatengsl sem liggja henni að baki.13 Arni Daníel áhtur raunar að póstmóderrúsminn, sem hugvísindin hafi í auknum mæli ánetjast, eigi það sammerkt með frjálshyggjunni að álíta greiningu á heild- inni fræðilega ómarktæka. Við þessa athugasemd Arna mætti prjóna því að í uppgjöri sínu við 11 „Iðrun og fyrirgefhing“, Morgiinblaðið, leiðari, 17. ágúst 2009, bls. 14. 12 Ami Daníel Júlíusson, ,Andóf í akademíunni", erindi í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Islands Hvað er andóf? 3. febrúar 2009. 13 Dæmi um aðvörun hugvísindamanns við auknum áhrifum auðvaldsins á Islandi er „Gyltuöldin. Brot úr fyrirlestri Stefáns Snævarrs", MIR 1, 2006, bls. 7. Einnig má nefna grein Páls Skúlasonar, Menning og markaðshyggja“, Skímir 182 (vor), 2008, bls. 5-40.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.