Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 32
VILHJALMUR ARNASON
jafnvel um efni alls ósk}dd fræðas'sdði þeirra, enda hafa fjölmiðlar oft meiri
áhnga á skoðunum en fræðilegum rökum eða greiningum. Það er líka
alltaf ákveðin hætta á þth að framlag háskólamanna sé sett í þröngt pólit-
ískt samhengi sem dregur úr vægi fræðilegra röksemda þeirra. I ljósi þessa
nefni ég tvennt sem skiptdr máh varðandi trúverðuga þátttöku háskóla-
manna í samfélagsumræðu. Fyrra atriðið er að þeir geri grein fyrir hugs-
anlegum hagsmunatengslum sínum varðandi efhi sem þeir tjá sig um á
opinberum vettvangi og kunna að hafa áhrif á framsetningu þeirra og trú-
verðugleika. Ef lyfjafræðingur við Háskóla Islands tjáir sig í dagblaði um
lyfjarannsóknir Actavis, svo ímyndað dæmi sé tekið, er mikilvægt að les-
endur viti hvort hann sé á launum Hð ráðgjöf hjá fyrirtækinu eða sam-
keppnisaðila þess. Annað sem vísindamenn geta gert til að treysta trúverð-
ugleika sinn er að gera greinarmun á því annars vegar hvenær þeir setja
hugmyndir sínar ffam sem fræðimenn, þ.e. byggja mál sitt á niðurstöðum
rannsókna sinna og fræðilegri ígrundun, og hins vegar þegar þeir reifa
skoðanir sínar, hversu vel rökstuddar sem þær kunna að vera.1Q
4
Ég hef í máli mínu aðallega velt því fyrir mér hvort háskólamenn eigi að
taka þátt í samfélagsumræðu og fært rök fyrir því að það beri þeim að gera,
bæði sem ffæðimönnum sem vernda skilyrði háskólastarfs og sem borg-
urum í lýðræðisríki. Þá er spurningin hveniig þeir geti best gert það og
hvað þeir kunni að hafa fram að færa umfram aðra. Eg álít að gera verði þá
kröfu til allra háskólamanna að framlag þeirra til samfélagsumræðu sé
vandað. Fræðimenn eiga að setja fordæmi með því að temja sér inálefha-
lega framsetningu og rökræðusiði og leggja þannig sitt af mörkum við
mótun réttnefndrar lýðræðismenningar sem er enn heldur veikburða hér á
landi. I málefhalegri umræðu er leitast við að lýsa upp málefhið sem til
umræðu er og lúta þeim rökum sem því hæfa, í stað þess að koma að því
með fyrirframskoðanir sem reynt er að verja til að tryggja völd eða áhrif. I
hernaðarlist kappræðunnar telst það einber veikleiki að taka mark á rökum
„andstæðingsins“ og endurmeta skoðun sína í ljósi betri málefnalegra
19 Hér má minna á greinarmun Immanuels Kant á notkun skynseminnar á opin-
berum vettvangi annars vegar og á einkavettvangi hins vegar, sbr. grein hans „Svar
við spurningunni: Hvað er upplýsing?", Anna Þorsteinsdóttir og Elna Katrín
Jónsdóttir þýddu, Skímir 167 (haust), 1993, bls. 379-386, einkum bls. 381.
3°