Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 53
KREPPUR OG KAPÍTALISMI
Á næstu áratugum tókust á tvær meginkenningar innan sósíalistahreyf-
ingarinnar um ástæður þess að kapítalisminn endaði óhjákvæmilega í
kreppu. Onnur var kenning Rudolfs Hilferding og félaga hans um að
ójafhvægi og skipulagsleysi markaðarins væru höfuðorsakir kreppu-
ástands.36 Hin kenningin, og sú sem varð ofan á bæði í Sovétríkjunum og í
vestrænum marxisma, var kenningin um ónóga eftírspurn. Rosa Luxemburg
útfærði hana ítarlega í bók sinni Upphleðsla auðmagnsins (1913), þar sem
hún lýsir því hvemig ör gróðamyndun knýi kapítahsta til að leita til svæða
og sviða utan hins kapítalíska ffamleiðslukerfis í þ\d skyni að festa fé í
arðbærum rekstri og halda uppi gróðahlutfallinu. Á 19. öldinni fundu t.d.
enskir baðmullarfraxrdeiðendur markaði fyrir vörur sínar hjá bændum á
Indlandi, í Ameríku og Afríku og þýski efnaiðnaðurinn seldi litarefni til
frumstæðra landa í Afríku og Asíu. Kapítalisminn leggur sífellt undir sig
ný svæði, ekki aðeins með verslun heldur landvinningum og jafnvel ránum,
og verða þannig mörg lönd nýlenduveldunum að bráð.37 Harðnandi sam-
keppni í verslun milli kapítalískra ríkja og landa utan kapítalíska kerfisins
leiðir til heimsvaldastefnu. Markaðir taka að þverra eftir því sem kapítal-
isminn breiðist út um heimsbyggðina og er óhjákvæmileg afleiðing þess
kreppa, stríð og bylting á heimsvísu. Rússneski byltingarmaðurinn VI.
Lenín hélt svipuðum hugmyndum fram í bæklingnum Heimsvaldastefnan,
hæsta stig auðvaldsins (1916), þar sem hann telur kapítahsmann í þróuðum
iðnríkjum vera kominn á stig heimsvaldastefhu, sem hann skilgreinir sem
„deyjandi auðvaldsskipulag“. Á því stigi festir „drottinvald einokunar og
fjármálaauðvalds“ sig í sessi og samfélagsþróunin einkennist af vaxandi
átökum milli auðmagns og verkalýðs en einnig milli heimsvaldaríkja og
nýlendna, einokunarhringa og auðvaldsríkjanna sjálfra.38
Kenningar af þessum toga voru alls ekki bundnar við marxista, þær má
finna hjá hagfræðingum af skóla nýklassískrar hagffæði og urðu vinsælar á
hátindi heimsvaldastefnunnar um og eftir aldamótin 1900. Enski hagfræð-
ingurinn J.A. Hobson var einn áhrifamesti talsmaður þessarar kenningar,
en kjami hennar er sá að kapítalisminn geti ekki viðhaldið sér af eigin
36 Sbr. Rudolf Hilferding, Finance Capital. A Study of the Latest Phase of Capitalist
Development, London: Routledge & Kegan Paul, 1985. Bóldn kom fyrst út árið
1910 undir titlinum Das Finanzkapital: Eine Studie iiber die jiingste Entwicklung des
Kapitalismus.
37 Rosa Luxemburg, The Accumidation of Capital, London: Routledge and Kegan
Paul Ltd., 1951, kafli xxvi.
38 VI. Lenín, Heimsvaldastefnan. Hæsta stig auðvaldsins, Reykjavík: Heimskringla,
1961, sjá einkum 7. og 10. kafla.
51