Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Qupperneq 62
ARNFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR OG HJALTI HUGASON
nnar, Johannes Metz (f. 1928), sem er rómversk-kaþólskur, og mótmæl-
andinn Júrgen Moltmann (f. 1926), vildu vekja guðfræðinga og kirkjur
sínar til meðvitundar um ábyrgð þeirra við að reisa mannsæmandi framtíð
úr rústum síðari heimsstyrjaldarinnar og í skugga yfirvofandi kjarnorku-
ógnar.4
Ur jarðvegi pólitísku guðfræðinnar spruttu síðan aðrar stefnur sem
lögðu áherslu á möguleika guðfræðinnar til að verða umbreytingarafl í
þágu réttlætis. Þetta voru meðal annars frelsunarguðffæðin í Suður-
Ameríku, svarta guðfræðin í Bandaríkjrmum og Suður-Afríku sem og
femínísk guðfræði. Ahrifa síðasmefndu stefhunnar gætti fyrst á Vestur-
löndum en þau áttu síðar efdr að breiðast út til annarra heimsálfa. Það sem
allar þessar guðfræðistefnur eiga sameiginlegt er gagnrýni á misnotkun
guðfræðinnar af hálfu valdhafa sem hafa tekið guðfi-æðina í gíslingu í þeirri
viðleitni að tryggja völd sín. Málsvarar pólitísku guðfræðinnar gagnrýna
með öðrum orðum að guðfræðin hafi oft orðið tæki í höndurn valdhafa til
að viðhalda óbreyttu ástandi.
I Suður-Ameríku beindist gagnrýnin fyrst og fremst gegn kaþólsku
kirkjunni sem ffelsunarguðfræðingar sökuðu um að hafa brugðist fagn-
aðarerindinu með því að taka sér stöðu með hinum ríka minnihluta í stað
þess að styðja fátækan fjöldann í baráttu hans gegn ranglæti og kúgun af
hálfu hinna ríku.51 svartri guðffæði, sem á rætur í réttindabaráttu íbúa af
affískum uppruna í Bandaríkjunum upp úr 1960, voru hvítir guðffæðingar
og kirkjur hvítra sökuð um að hafa svikið fagnaðarerindið með því að taka
beinan eða óbeinan þátt í að tryggja forréttindi hvíta kynstofhsins.6 Síðar
kvað mikið að sams konar gagnrýni guðffæðinga í Suður-Affíku, þar sem
yfirvöld ffamfylgdu aðskilnaðarstefhu sinni af mikilli hörku. Arið 1985
komu leiðandi guðffæðingar svarta meirihlutans saman og sömdu svokall-
að Kairos-sk)2\ þar sem lögð var áhersla á að upp væri runnin ögurstund í
samfélaginu sem guðffæðingum bæri skylda til að bregðast við.' I skjalinu
gagnrýna höfundarnir guðffæði ríkisvaldsins og þeirra kirkna sem fylgdu
því að málum og miðaði að því að halda í horfinu eða í besta falli koma á
4 Sjá m.a. Jiirgen Moltmann, Tbeology of Hope: On the Ground and the Implications ofa
Christian Eschatology, Minneapolis: Fortress Press, 1993; og Johannes Metz,
Poverty ofSpirit, New York: Newman Press, 1968.
5 Gustavo Gutiérrez, A Theology ofLiheration, Maryknoll: Orbis Books, 1973.
6 James Cone, God of the Oppressed, San Francisco: Harper, 1975.
7 Kairos er sótt til grísku og merkir tími. Oíugt við kronos sem notað er um hinn
mælanlega tíma er kairos notað um tíma sem „stendur í stað“, náðartímann eða
ögurstundina, tíma krísunnar.
6o