Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Side 72
ARNFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR OG HJALTI HUGASON
þeixrar skoðunar að við erfðum syndina, eða tilhneiginguna til að breyta
rangt. Pelagíus óttaðist að hugmynd Ágústínusar uin meðfædda tilhneig-
ingu okkar til syndar léti fóLkti í té ódýra afsökun fyrir því að leggja sig ekki
ffam þar sem við værum hvort sem er dæmdir syndarar frá upphafi og því
vanhæf til að vinna að okkar eigin hjálpræði. Ágústínus taldi aftur á móti
hættu fólgna í því að treysta á mátt sinn og megin. Þess í stað vildi hann
beina augum okkar til Guðs, þaðan sem hjálpræði kæmi vegna óverðskuld-
aðrar velvildar, en í guðfræðinni kallast það náð.
Rúmum þúsund árum eftir deilur Ágústínusar og Pelagíusar tókust
siðaskiptafrömuðurinn Marteinn Lúther (1483-1546) og kaþólski húm-
anistinn Erasmus frá Rotterdam (1469-1536) á um þessar sömu spuming-
ar. I bók sinni Um hinn fijálsa vilja (De Lihero Arbitrio, 1524) sakaði
Erasmus Lúther um „að afneita frelsi mannsins á öllum sttiðum."2 '’ Lúther
svaraði í bók sinni Um ánauð viljam (De Servo Arbitrio, 1525)24 og gerði þar
skýran greinarmun annars vegar á þtti frelsi sem við höfum í jarðneskum
málum og hins vegar frelsi í samskiptum okkar ttið Guð. Þegar kemur að
spumingunni um hjálpræði er Lúther alfarið sammála Ágústínusi um að
það sé aðeins Guðs að veita það. I Ágsborgarjátningunni, sem Fifippus
Melanchthon (1497-1560), samverkamaður Lúthers, samdi og lögð var
fyrir Karl V (15 00-1558) Þýskalandskeisara á ríkisþinginu í Ágsborg 1530,
em skilgreind meginatriði kristinnar trúar út frá guðfræði Lúthers og
fylgismanna hans. Þar segir meðal annars um ffelsi viljans:
Vilji manna hefur nokkurt ffelsi til að framkvæma borgaralegt
réttlæti og til að velja það sem sett er undir vald skjnseminnar.
Hann hefur hins vegar ekki afl til þess að ffamkvæma réttlæti
Guðs eða andlegt réttlæti án heilags anda, því að náttúrlegur
maður tekur ekki á móti því sem Guðs anda er (lKor 2.14),
heldur verður það í hjörtunum, þegar heilögum anda er veitt
móttaka fyrir orðið. Þetta segir Ágústtinus berum orðum í m.
bók Hypognosticon: „Vér viðurkennum, að allir menn hafi frjáls-
an vilja, er hafi skynsamlega dómgreind, þótt hann sé ekki fær
um það án Guðs að byrja eða fullvinna neitt varðandi það sem
Guði heyrir til, heldur einungis varðandi verk, sem heyra til
þessu lífi, bæði góð og vond. Með góðum á ég við það sem stafar
23 Einar Sigurbjörnsson, Kirkjan játar, bls. 215.
24 Uni ánauð viljans kom út í ritröðinni Lærdómsrit Bókmenntafélagsins árið 2003 í
þýðingu Jóns Ama Jónssonar og Gottskálks Þórs Jenssonar.
7°