Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 100
OLAFUR PALL JONSSON
tvo árstjórðunga dragist saman. Hvers vegna sHldi fólk sem býr við alls-
nægtir annars vera hrætt við kreppu í þessum sldlningi? Kannski vegna þess
að kreppa felur í sér að fyrirtæki skila minni arði og þótt heimilin þoh vel að
draga saman neyslu - fólki finnst það kannski bara gott - þá eiga fyrirtæki á
markaði að skila arði, og helst meiri arði í dag en í gær. Frá sjónarhóh mark-
aðshagkerfisins er þessi afstaða sjálfgefin. Hún virðist reyndar Hka vera
sjálfgefin hjá verkalýðshreyfingnnni sem alltaf leggur upp með kröfu um
meiri kaupmátt í samningum, ffekar en t.d. kröfu mn meiri lífegæði.
Til að glöggva sig betur á kreppu í þessum hagfræðilega skilningi er
ekki úr vegi að líta á einfalda mynd af hagkerfinu. I grófum dráttum má
lýsa hagkerfinu á þá leið að fyrirtæki sjái um að framleiða vöru og veita
þjónustu auk þess að borga laun, en heimilin þurfi á launum að halda og
sækist efrir vörum og þjónustu. A meðan þessi hringrás gengur vel er
engin kreppa. Heimilin hafa nóg af peningum vegna þess að fólkið hefru'
laun fyrir vinnu sína og getur fyrir vikið keypt vörur og þjónusm af fyr-
irtækjunum. F)TÍrtækin sækjast aftur efrir peningum heimilanna og á
meðan nóg er af þeim geta þau Hka svarað efrirspurninni efrir vörum og
þjónustu.
Þessi hringrás framboðs og efrirspurnar á sér stað imian hagkerfis.
Hagkerfið nærist á auðlindum - hráefni og orku - sem koma utan frá og
eftir að hafa nýtt þær til eigin viðhalds og vaxtar losar hagkerfið sig \ið það
sem út af stendur sem hvers kyns úrgang. Þannig er hagkerfið eins og
gríðarmikil skepna, sem þarf ríkulega næringu til að þrífast en skilur hka
eftír sig úxgang, misvel þeþandi. Vöxmr hagkerfisins er að hluta ril knúinn
áfram af aukinni sókn í náttúrulegar auðlindir og að hluta til með auknu
framboði á margvíslegri þjónusm og tækni sem reiðir sig ekki endilega á
utanaðkomandi hráefhi.
Sú kreppa sem hófst á Islandi haustið 2008 með víðtæku hruni í fjár-
málakerfi þjóðarinnar er að mesm leyti afarð sjálfs hagkerfisins. Hringrásin
í hagkerfinu hafði verið keyrð áfram af peningamöndli og gat einfaldlega
ekki gengið lengur á sífellt meiri hraða. Sagt er að kreppan hafi byrjað í
Bandaríkjunum þar sem heimilin gátu ekki staðið í skilum, og þar með
urðu bankarnir uppiskroppa með peninga ril að lána fyrirtækjum og heim-
ilum, og þar með urðu fyrirtækin að draga saman seglin og segja upp fólki,
og þar með hafði fólkið lægri laun og gat ekki keypt vörur og þjónusm eins
og áður, og allt þetta þýddi að fyrirtækin gám ekki selt þá vöru eða þjón-
ustu sem þau annars þurftu að selja til að halda sér gangandi, og þannig
koll af kolli, hring eftír hring, uns í óefhi var komið. Þetta er vitanlega afar
98