Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 107
KREPPA, NÁTTÚRA OG SÁLARLÍF
4. Ríkidæmi ogfátækt
Til að fá botn í það hvað sé slæmt við kreppuna, verðum við að komast frá
einföldum staðreyndadómum eins og „þjóðarframleiðsla hefur dregist
saman“ að gildisdómum eins og „lífsgæði fólks eru skert“. Einhverjum
kann að virðast þessi leið afar stutt. Við gefum okkur einfaldlega efdrfar-
andi forsendu:
(1) Lífsgæði haldast í hendur við tekjur11
Að þessari forsendu gefinni þarf ekki annað en að setja niður á blað þá
afleiðingu kreppunnar að tekjur fólks dragist saman og þar með lífsgæðin.
Spumingin er þá hversu sennileg forsenda (1) er. Meinið er að þessi for-
senda er ekki sérlega sennileg. Reyndar er hún sérlega ósennileg. Við
sjáum þetta berlega ef við hugum að því hve möguleikar fólks á að breyta
tekjum í raunveruleg lífsgæði eru mismunandi. Manneskja í hjólastól þarf
t.a.m. að kosta mun meiru til vilji hún njóta útivistar í óspilltri náttúru eða
fara á pöbbarölt en manneskja sem hefur óskerta hreyfigetu.
Ef leggja á einhvern mælikvarða á lífsgæði er nær að miða við mögu-
leika eða getu fólks til að afla og njóta margvíslegra gæða, bæði efnahags-
legra, menningarlegra, félagslegra og náttúrulegra.12 Setjum þetta fram
sem forsendu:
(2) Lífsgæði haldast í hendur við getu fólks til að afla og njóta
ófikra gæða
Það getur verið kreppa í hagfræðilegum skilningi þess orðs án þess að
möguleikar fólks á að afla sér og njóta ýmissa gæða séu skertir að ráði.
Vissulega eru möguleikar fólks á að afla sér og njóta efnahagslegra gæða
skertir, en efnahagsleg gæði eru bara brot af þeim gæðum sem fólk byggir
11 Algengustu mælikvarðar á velferð ganga raunar að þessari forsendu gefinni.
Hagfræðingurinn og heimspekingurinn Amartya Sen fjallar ágætlega um þetta í
Inequality reexamined, Cambridge, Ma.: Harvard University Press, 1992, einkum í
kafla 6, „Welfare economics and inequality", og kafla 7, „Poverty and affluence“.
Sjá einnig bók hans Choice, Welfare and Measurement, Cambridge, Ma.: MIT Press,
1982, einkum hluta IH, „Welfare comparisons and social choice", og hluta V,
„Social measurement“.
12 Meðal þeirra sem hafa rökstutt þessa hugmynd um lífsgæði eru hagffæðingurinn
og heimspekingurinn Amartya Sen, sjá t.d. Inequality Reexamined og Development
as Freedom, Oxford: Oxford University Press, 1999, og heimspekingurinn Martha
Nussbaum, sjá t.d. Frontiers ofjastice, Cambridge, Ma.: Harvard University Press,
2006.
105