Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 111
KREPPA, NÁTTÚRA OG SÁLARLÍF
mylsnuna sem hrynur af annarra borðum, jafnvel þótt hún sé ríkuleg á sína
vísu. Það er þó ekki þessi staðreynd sem olli því félagslega umróti sem átti
sér stað eftdr hrunið heldur sjálf afhjúpunin. Afhjúpunin var með þeim
hætti að fólk gat ekki vikið sér undan því að taka afstöðu til spurningarinn-
ar: Hvað vil ég með þetta samfélag? Þetta er samfélagsleg tilvistarspurning
og búsáhaldabyltingin var til marks um að fólk hafði frumkvæði og þor til
að takast á við hana. Það er svo önnur spurning hvort íslenskt samfélag
hafi einhver ráð til að takast á við þessa spurningu með uppbyggilegum
hætti.19
Það sem fólk vill með samfélagið er fyrst og fremst eitt: Að það verði
ákjósanlegur vettvangur til að lifa góðu lífi, vettvangur þar sem fólk geti
fundið sínu eigin persónulega lífi tilgang. Hver svo sem tilgangur ólíkra
einstaklinga er, og hvernig svo sem ólíkir einstaklingar leita tilgangs í líf-
inu, þá blasir sú staðreynd við að samfélagið er sá vettvangur þar sem þessi
leit fer fram. Og af þeirri ástæðu hlýtur fólk að gera tilkall til þess að eiga
hlutdeild í lífi samfélagsins. Ekki er nóg að fólk lítd svo á að það hafi getu
til að taka þátt í samfélaginu heldur verður fólk líka að hafa sanngjörn
tækifæri til að vera virkt sem þátttakendur í samfélaginu - það verður að
eiga þess kost að líta á líf sitt ekki einungis sem líf í samfélagi heldur einn-
ig sem líf með samfélagi. En hverjar eru forsendur þess að fólk geti í senn
litið á líf sitt sem líf í samfélagi og líf með samfélagi? Annars vegar krefst
þessi sýn á hlutverk samfélagsins þess að einstaklingunum sé gert kleift að
vera virkir þátttakendur í mótun samfélagsins, þ.e. þessi sýn krefst lýðræð-
is sem gegnsýrir alla starfsemi samfélagsins sem varðar almannaheill. Hins
vegar krefst þessi samfélagssýn þess að borgurunum séu búnar fullnægj-
andi forsendur sjálfsvirðingar. Um þetta seinna atriði segir heimspeking-
urinn John Rawls meðal annars:
Oftsinnis hef ég sagt að líklega sé sjálfsvirðing mikilvægustu
frumgæðin. [...] Við getum greint tvo þætti sjálfsvirðingar [...]
I fyrra lagi felur sjálfsvirðing í sér tdlfinningu manneskju fyrir
eigin virði, vissu hennar fyrir því að hugmynd hennar um hið
góða, um lífsáform hennar, sé þess verð að eftir því sé sótt.
I seinna lagi felur sjálfsvirðing í sér tdltrú á eigin getu til að
19 Borgarafundur sem haldinn var í Laugardalshöll þann 14. nóvember 2009 var
dæmi um viðleitni tdl að takast á við kreppuna sem afhjúpun bjagaðs gildismats. Sjá
http://thjodfundur2009.is/thjodfundur/ (skoðað 14.12.2009).