Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 125
KJARNMESTA FOLKIÐ I HEIMI
hafa fundið leiðina þangað.55 Landkönnuðimir, sem eru karlkyns, snúa
hjólum sögunnar áffam af hugrekki og kjarki og víðsvegar í bókunum má
finna tilvísanir í mikilvægi afreka þeirra fyrir þróun Evrópu.
I bók Þorleifs Bjamasonar frá 1913 má sjá á spássíu útdregin lykilatriði,
trúlega til að auðvelda nemendum lesturinn og námið. Þar má sjá eftirfar-
andi atriði talin upp, í þessari röð: „Viðskipti við Indland“, en þar er átt við
evrópsk viðskipti við Lndland, „Fundin sjóleiðin til Indlands“, „Fundin
Ameríka 1492“, „Gullöldin“, „Fyrsta sigling umhverfis jörðina“.56 Þegar
lesandinn rennir augunum yfir þessi atriði lætur nærri að hann heyri
hvemig sagan brunar áíram eins og eimreið sem ekkert fær stöðvað.
Gildishlaðin nálgun tál sögunnar endurspeglast einnig vel í einni landa-
íræðibók þar sem segir að þótt „Evrópa sé minnst af hinum fimm heims-
álfum, er hún þeirra langmerkust“.5/
I flestum lýsingunum er fólki utan Evrópu sýndur lítill áhugi. Sumstaðar
má þó sjá samúð með frumbyggjum Ameríku. Sú staðreynd er áhugaverð í
samanburði við texta sem tengjast Afríku þar sem oft er vandséð að þar
hafi nokkum tímann búið fólk. Umfjöllun um þrælasölu Evrópubúa í
Afríku endurspeglar þetta áhugaleysi, sérstaklega ef áhrif hennar á ein-
staklinga í Afríku em höfð í huga, eins og sjá má á bók Þorleifs H.
Bjamasonar, Mannkynssögu. Þar er sagt án mikillar hluttekningar: „Þá tóku
Spánverjar það til bragðs að kaupa svertingja eða ræna þeim í Afríku og
flytja til Ameríku. Þeir vora sterkari en Indíánar og þoldu betur vinnu. Það
var upphaf þrælahaldsins í Ameríku, sem hjelzt síðan um nokkrar aldir“.58
I sama riti er talað á nokkuð neikvæðan hátt um nýlendutímabilið en sú
umfjöllun leggur áherslu á möguleg neikvæð áhrif fyrir Evrópu sjálfa. Því
55 Sama rit, bls. 10. - Þessa skoðun má eirmig sjá í bók Bjöms Jónssonar, Agrip af
landafrœði (1893); „Islendingar fundu fyrstir manna Ameríku; en hún týndist þá
aptur“ (Bjöm Jónsson, Agrip af landafræði, Reykjavík: Isafoldarprentsmiðja, 1893,
bls. 138). Sami texti er svo einnig í bók Páls Melsted, Agrip af mannkynssögunni,
Reykjavík: Isafoldarprentsmiðja, 1878 - enda kemur fram á forsíðu beggja bók-
anna að þær vom samdar efrir danskri bók efrir Ed Erslev. I þeirri bók er þó ein-
göngu talað um að uppgötvun Ameríku sé Norðurlandabúum, „Nordboeme", að
þakka og tilgreinir böfundur þar Leif Eiríksson (Ed Erslev, Lærebog i den alminde-
lige Geografi til Bntg for vore Latinskoler og Seminarier, Kaupmannahöfn: Jacob
Erslevs Forlag, 1865, bls. 226).
56 Þorleifur H. Bjamason, Mannkynssaga handa unglingum, Reykjavík: Bókaverzlun
Guðm. Gamalíelssonar, 1913, bls. 73-75.
57 Jón Sigurðsson á Oddeyri, Agrip af landafrœði handa bamaskólum, þýtt að mestu eftir
Ed Erslevs Geografi med billeder, Reykjavík: Bjöm Jónsson, 1884, bls. 10.
58 Þorleifur H. Bjamason, Mannkynssaga, bls. 75-76.
I23