Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Side 127
KJARNMESTA FOLKIÐ I HEIMI
inga. Mörg þessara verka nota niðrandi og fordómafull orð. Það sem er
samt mest sláandi fyrir lesendur í samtímanum er léttúðin í framsetning-
unni sem ber þess merki að skiptdngin þykir sjálfsögð og eðlileg. I text-
unum er ekki reynt að sannfæra lesandann um að kynþættir séu til, slíkt
virðist svo augljóst að ekki þarf vitnanna við. Slíkir textar eiga sér skýra
samsvörun erlendis.
Kjmþáttaflokkanir voru fyrst og fremst viðfangsefni landafræðibóka, þó
að stundum sé minnst á þær í mannkynssögubókum. Hér ber að hafa í
huga að bækumar eru oft ritaðar eftir erlendum bókum og bendir Heimir
Pálsson á hvað varðar Landafræði Karls Finnbogasonar að oft sé um að
ræða beina þýðingu.62 Afimörkun kynþátta sem landfræðilegt viðfangsefni
endurspeglar í sjálfu sér ákveðna sýn á skiptingu jarðarinnar í landfræðileg
rými og þannig tengingu Kkama við áktæðin umhverfissldlyrði. Um langa
hríð lögðu heimspekingar, ljóðskáld og vísindamenn áherslu á hvernig
umhverfið mótaði ólíkar þjóðir og hópa. Heimspekingurinn Montesquieu
hafði mikil áhrif í þá veru að festa umhverfislega nauðhyggju í sessi en í
bók sinni Andi lagana (.L’esprit des lois) sem var gefin út árið 1748 fjallar
hann um hvemig umhverfið ákvarðaði eiginleika þjóðfélaga. Veðurfar
taldi hann móta skapgerð fólks og þróun þjóðfélaga.6j I landafræðibók-
unum sem ég hef skoðað í rannsóknum mínum (frá tímabilinu 1862 til
1953) er kynþáttum í flestum tilfellum skipt í fimm meginhópa og tekið
ffam að þeir kvíshst svo innbyrðis. Utlistanir á ólíkum kynþáttum fela oft í
sér lifandi lýsingar á líkamslagi og lundarfari eins og um ólíkar dýrateg-
undir sé að ræða. Eftirfarandi tilvitnanir bera vott um þetta og tengingu
eiginleika hópa við ákveðið loftslag:
Blámenn (Negrar) búa í suðurálfu. Þeir eru mjög dökkir á
hörund. Hárið er stutt, svart og hrokkið. Þeir eru ffammynntir
með lágt enni. Þeir þykja ffamtakslitlir eins og flestar þjóðir
hitabeltisins.64
Hinn hvíti kynþáttur er í þessum verkum almennt talinn skara fram úr
á flestum sviðum. Flest ritin leggja mesta áherslu á hátt menningarstig
62 Heimir Pálsson, „„Ovini sína jeta þeir með góðri lyst““, Heimtnr: Ritgerðir til
heiðars Gimnar Karlssyni sjötugum, ritstj. Vesteinn Olason, Reykjavík: Mál og
menning, 2009, bls. 188-200, hér bls. 193.
63 David Amold, The Prohlem ofNature: Environment, Culture and European Expansion,
Oxford: Blackwell, 1996, bls. 20-25.
64 Steingrímur Arason, Landafræði (meðmyndum), Reykjavík: Prentsmiðja Gutenberg,
1924, bls. 14.
I25