Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 137
KJARNMESTA FÓLKIÐ í HEIMI
ingar eru ekki álitnir hafa styrkt vöxt íslensks samfélags og þeirra framlag
sem t'innandi fólk virðist ekki skipta máli. Um leið dregur útrásarorðræð-
an fram útvalinn hóp einstaklinga og leggur þá að jöfhu við þjóðina. Eins
og gjarnan vill verða þegar þjóðemislegar orðræður eru annars vegar eru
það karlmenn sem eru í forsvari og þá karlmenn og r/grókonur þeirra sem
tilheyra stétt nýríkra Islendinga eða eldri valdablokkum. íslenska þjóðin
sem sHk var þannig ekki bara rjómi norrænna manna í þeirri merkingu sem
Jónas Jónsson lagði í það orð, heldur var brugðið upp mynd af ákveðnum
einstaklingum sem rjóma íslensku þjóðarinnar. Einkenni útrásarvíking-
anna endurköstuðust á aðra Islendinga. Þeir voru spegill íslensku þjóð-
arinnar. Orð viðskiptaráðherra um útrásina sem eldgos fá nýja og dýpri
merkingu í þessu breytta samhengi. Otrásin var vissulega eldgos, en af
mannavöldum, og þeir sem hrundu því af stað nutu vel útsýnisins og ljóm-
ans af því úr öruggum sætum einkaþotna og glæsibifreiða. Einhverjir aðrir
þurfa að takast á við afleiðingamar af útrásinni. Eins og í öðmm eldgosum
má kannski segja að reykjarmökkurinn varni sýn á eðh og orsakir þess, og
að sama skapi þurfa margir að búa við lægri framfærslu og skerðingu á
hfsgæðum.
Að vissu leyti byggja kreppuorðræður á svipuðu þema og útrásarorð-
ræðan þar sem þær leita einxng til þjóðveldisaldarinnar og eðlislægra ein-
kenna til þess að skapa ákveðna ffamtíðarsýn. A tímum sem þessum veitir
vísun í þjóðemi og eðlislægar þjóðemishugmyndir ákveðna leiðsögn og
útskýringu á framtíð og fortíð. Ahersla á samstöðu er sérlega mikilvæg og
umræða um víkingaeðlið felur í sér ákveðinn vettvang samstöðu, eitthvað
sem svífur ofar pólitískum þrætum og flestir geta sammælst um. Eg sé til-
tekinn samhljóm milli þessara þjóðemislegu orðræðna samtímans og
þjóðemishyggju WoDaaBe-fólksins - lítils minnihlutahóps í Níger sem ég
hef rannsakað - því að á tímum erfiðleika leggur WoDaaBe-fólkið mikla
áherslu á eðlislæga þætti þess að vera WoDaaBe, þætti sem útskýra erfiða
stöðu þess í samtímanum og veita merkingarbæra framtíðarsýn. Stanslaus
umræða WoDaaBe sjálfra um eðli WoDaaBe hljómar kunnuglega núna í
krepputalinu. Eins og Alarianne Gullestad hefur bent á í útfærslu sinni á
hugmyndum Fredricks Barth um að það séu menningarleg landamæri sem
skipta máli - en ekki menningin innan þeirra - er menningin þó sá efnivið-
ur sem einstaklingar leita í.105 I þessu tilfelli er þessi efhiviður greinilega
leiðarljós sem notast er við til að komast út úr tilteknum aðstæðum, enda
105 M. Gullestad, „Invisible Fences: Egalitarianism, Nationalism and Racism“,
Jonmal of the Royal AnthropologicalInstitute 8(1), 2002, bls. 45-63.
13 5