Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 144
ANTONIO GRAMSCI
stofnaði Gramsci, ásamt Angelo Tasca, Umberto 'Ierraci og Palmiro
Tbgliatti, hið áhrifamikla tímarit JJOrdine Nuovo (Ný skipari) árið 1919.
Hann tók þátt í stoíhun Italska kormministaflokksins í janúar 1921 og
var sendur sem fulltrúi flokksins á Heimsráðstdhu kommúnista í
Moskvu árið efdr. A þeim átján mánuðum sem Gramsci dvaldi í Moskvu
kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, Julcu Schucht. Skömmu áður en
Gramsci sneri til Italíu hafði hann verið kosinn á þing sem fulltrúi
kommúnista. Sem kjörinn þingfulltrúi átti Gramsci rétt á friðhelgi en
það breytti þ\i ekki að hann var handtekinn og fangelsaður af ítölsku
fasistastjóminni árið 1926.1 réttarhöldunumyfir Gramsci lét sækjandinn
þau fleygu orð falla að „í tuttugu ár verðum við að hindra að þessi heili
geti starfað.“2 Þannig fór að Gramsci var dæmdur til tuttugu ára fangels-
isvistar. Dómurinn batt enda á stjórnmálaferil hans en gerði það að
verkum að Gramsci gat snúið sér að rannsókn á „sérkennum ítalskrar
sögu“ með það fyrir augum „að skilja hana til að þróa byltingarkenndar
aðferðir."3 En þrátt fyrir að fasistastjóminni hafi ekki tekist að draga úr
Gramsci andlegan þrótt gerði fangelsisvistin út af \áð hann líkamlega.
Gramsci lést á Quisisana-sjúkrahúsinu í Róm 27. apríl 1937, nokkrum
dögum efár að hafa verið formlega leystur úr haldi.
I fangelsinu fyllá Gramsci fjöldann allan af minnisbókmn um ýmis
málefoi, sem síðar vom gefhar út xrndir heitinu Quaderni del carcere
(Minnisbækur úrfangelsinu). Þær vom ekki skrifaðar með útgáfu í huga -
þær em líkt og Karl Marx segh í formálanum að Drögum að gagnrýni á
þjóðhagfræði ekki ætlaðar ál prentunar, heldur ál að skýra máhð fyrir
honum sjálfum - og endurspegla breitt áhugasvið Gramscis. I minn-
isbókunum er meðal annars að finna hugleiðingar um sögu og söguspeki,
stjómmálafræði, heimspelá, bókmennár og hlutværk menntamanna í
samfélaginu.4 Minnisbækumar em 33 talsins (þar á meðal em reyndar
bréf), en hafa ber í huga að sumar þeirra em ekki fullskrifaðar - auk þess
sem þær vom ekki skrifaðar í tímaröð og Gramsci vann jafnvel með tvvcr
til þrjár minnisbækur á sama tíma. Eitt einkemh mhuúsbókanna er að
ákveðin hugtök og efnisatriði fléttast saman í gegnum allar bækurnar og
2 Tilvimunin er fengin úr inngangsorðum Sigfusar Daðasonar að þýðingu hans á
texta Gramscis „Um bókmenntir og gagnrýni“ sem birtist í Tímariti Mák og
menningar árið 1961. Sigfus hefur þar að aulá þýtt „Inngangsifæði heimspeki og
sögulegrar efnishyggju. Nokkur byrjunaratriði“ efrir Gramsci sem er að finna í
Tímariti Máls og menningar árið 1975.
3 James Martin, ,Antonio Gramsci", Continental Political Thought, ritstj. Terrell
Carver og James Martin, Hampshire: Palgrave Macmillan, 2006, bls. 140.
4 Um tilurð, efni og efnistök Miimishókaima sjá „Prefazione", Quaderni del carcere,
Volume primo, Quadei'iii 1-5, ritstj. Valentino Gerratana, TDrino: Einaudi, 1975,
bls. XI-XLII.
I42