Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Qupperneq 145
MENNTAMENN
Gramsci virðist hafa þurft að haga skrifum sínum og tungutaki á þann
hátt að þeir sem sáu um ritskoðun í fangelsinu veittu þeim ekki of mikla
athygli - og fyrir vikið verður textinn sjálfur á köflum afar margslunginn.
Gramsci hefur þurft að forðast of sterkar vísanir í marxíska kenningu og
þess vegna notar hann oftar en ekld ólík hugtök um sama hlutinn, til
dæmis classe (stétt), ceto (lag) og strata (millilög) í textanum um mennta-
menn, hugtök sem eru þó meira eða minna samheiti og vfsa til félagslegs
hóps (ít. gnippo sociale) sem býr við sömu efhislegu gæði, þjóðfélagsstöðu
og menntun. Gramsci talar jafhffamt um grundvallandi þjóðfélagshóp
þegar hann vísar beint til annarrar hvorrar af tveimur stærstu stéttunum,
borgarastéttar eða öreigastéttar, en þær stéttir sem ekki leika þetta
grundvallandi hlutverk í samfélaginu eru oft nefndar casta (erfðastétt) og
vísar það tdl hástéttarinnar. Þegar Gramsci notar hugtakið categoria
(flokkur) á hann við þá sem stunda ákveðna iðn eða starf.5
Mikilvægi hugsunar Gramscis og frumleiki hans kemur skýrast fram í
endurskoðun hans á hugtakalegum grunni marxismans. Gramsci er
gagnrýninn á hina opinberu kenningu um sögulega efhishyggju og lög-
gengishugmyndir hins „vísindalega“ marxisma, en hann leggur mikla
áherslu á gagnvirkni hins hlutlæga veruleika og mannlegrar hugsunar og
sköpunar í sögunni. Meginhugmynd hans um menningarlegt forræði (ít.
egemonia) felur í sér að ráðandi þjóðfélagshópur nái tökum á samfélaginu
í gegnum þær félags- og menningarlegu stofnanir sem hann skapar og
festi þannig sín eigin gildi í sessi sem almenn gildi pólitískrar og siðferði-
legrar hegðunar; þess vegna byggist forræði, eins ogjóhann Páll Arnason
segir í Þdttum afsögu sósíalismans, „á hæfileika ráðandi stéttar til að gegn-
sýra allt þjóðfélagið, bæði í hugsun og athöfnum, með venjum sínum og
viðhorfum."6 Slík félagsleg og hugmyndafræðileg eining leiðir til „sögu-
legrar samsteypu“ (ít. blocco storico) þar sem hagsmunir allra hópa þjóð-
félagsins fara saman í nafhi „almennrar skynsemi" og er afleiðing af
sáttinni um heimsmynd ráðandi stéttar.
Sjálfsvitund hinnar ráðandi stéttar er sköpuð af menntamönnum
hennar, en menntamenn (sem tengjast með náttúrulegum hætti ákveðn-
um þjóðfélagshópi) setja gildi hinnar ráðandi stéttar firam í gegnum þau
menningarlegu tæki sem eru í þeirra höndum. I textanum um mennta-
menn varpar Gramsci fram þeirri skoðun að menntamenn sem óháður
þjóðfélagshópur, sem tengist ekki neinni stétt, sé goðsögn. Gramsci hélt
5 Sbr. umræðu um hugtakanotkun Gramscis í neðanmálsgrein í Selections from the
prison notebooks of Antonio Gramsd, ritstj. og þýð. Quintin Hoare og Geoffrey
Nowell Smith, New York: Intemational Publishers, 1971, bls. 5.
6 Jóhann Páll Amason, Þættir lírsögu sósíalismans, Reykjavík: Mál og menning, 1970,
bls. 98-99.
z43