Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 147
M ENNTAMENN
amnnurekenda, í það minnsta, en ekki hver og einn þeirra, þarf að búa yfir
getunni til að skipuleggja samfélagið almennt, hina margslungnu þjón-
ustuheild eins og hún leggur sig, og þá er ríkisheildin meðtalin, vegna
þeirrar þarfar að skapa sem ákjósanlegastar aðstæður fyrir vöxt eigin stéttar
[classe\, að minnsta kosti þurfa þeir að búa yfir möguleikanum á að velja sér
„fulltrúa“ (sérhæfða verkamenn) sem treysta má fyrir því að skipuleggja
almeimt tengslakerfi utan fyrirtækisins sjálfs. Sjá má að „náttúrulegir“
menntamenn, sem sérhver ný stétt skapar og heldur áfram að móta eftir
því sem hún þróast, eru fyrst og fremst „sérhæfingar“ ákveðinna hluta
frumlægrar starfsemi hinnar nýju þjóðfélagsgerðar sem nýja stéttin heldur
á lofti. (Meira að segja lénsherrar bjuggu yfir ákveðinni tæknilegri getu,
þ.e. hernaðarlegri, og það er einmitt frá þeirri stundu er aðalsstéttin tapar
yfirráðum yfir tækni- og hemaðarlegri getu sem lénsveldið lendir í kreppu.
En tilurð menntamanna í lénsheiminum og klassíska heiminum sem kom
á undan er spurning sem þarf að skoða út af fyrir sig: þessi mótun og þróun
fylgir leiðum og háttum sem taka verður til nákvæmrar rannsóknar. Hafa
verður í huga að þrátt fyrir að bændalýðurinn stundi nauðsynlega starfsemi
í heimi framleiðslunnar býr hann ekki til sína eigin „náttúmlegu“ mennta-
menn né heldur „samlagast“ hann nokkurri stétt „hefðbundinna“ mennta-
manna, þrátt fyrir að aðrir þjóðfélagshópar sæki marga menntamenn sína
til bændalýðsins og mikill hluti hefðbundinna menntamanna sé þar að auki
kominn af bændum.)
2) En sérhver „grundvallandi“ þjóðfélagshópur sem verður til í sögunni
úr fyrra framleiðslukerfi, og sprettur fram sem tjáning á þróun kerfisins,
hefur fundið sér, í það minnsta eins og sagan hefur þróast hingað til,
félagslega flokka [categorie sociali] sem þegar vom til staðar og birtust þaðan
í ffá sem fulltrúar fyrir samfellda sögulega framvindu sem meira að segja
flóknustu og róttækustu breytingar á félagslegum og pólitískum formum
fengu ekki rofið. Dæmigerðasti flokkur menntamanna er klerkastéttin,
sem hafði lengi vel yfirráð (á löngu sögulegu skeiði sem einkenndist að
mörgu leyti af þessum yfirráðum) yfir nokkmm mikilvægum þjónustusvið-
um: trúarlegri hugmyndafræði, þ.e. heimspeki og vísindum þeirra tíma,
skóltmum, menntun, siðferði, réttlæti, ölmusum, góðverkum o.s.frv. Flokk
klerkanna má sjá fyrir sér sem flokk menntamanna sem stóð í gagnvirkum
tengslum við landeigendaaðalinn: þeir höfðu sömu lagalegu stöðu og
aðallinn og deildu með honum lénseign yfir landi ásamt ávöxtunum af
ríkisbundnum forréttindum tengdum eigninni. En yfirráð klerkastétt-
arinnar á sviði yfirbyggingarinnar (af þessum yfirráðum spratt notkun
H5