Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 163
REYKJAVIKURNÆTUR
Leiðbeiningar til þátttakenda voru þær að skrifa eins og verið sé að
segja sögu. Mikilvægt væri að lýsa heimsóknum í vínveitingahús, eða þeim
skiptum sem fólk var að drekka áfengi, út ffá tveimur sjónarhornum: und-
irbúningi og framvindu. Lagt var til að í þeim hluta sem fjallaði um und-
irbúning væri skrifað um tildrög: hvert væri tilefhið, hvert átti að fara og
með hverjum. I ffamvinduhlutanum var farið ffam á ítarlega ffásögn af
atburðarás. Þátttakendur voru beðnir að lýsa aðalatburðum kvöldsins,
hvað þeir gerðu, hvert þeir fóru, með hverjum og hvemig tíminn leið.
Einnig skyldu þeir beina athyglinni að vendipunktum; var skipt um stað,
kom eitthvað á óvart? Enn fremur voru þátttakendur beðnir að segja ffá
samferðafólki; hver gerði hvað, hvað gerðist fýrst og hvað gerðist næst? Þá
voru þeir hvattir til að lýsa viðbrögðum sínum, hugsunum, tilfinningum,
skapbreytingum og ölvunarstigi. Sömuleiðis voru þeir beðnir um að skýra
ffá viðbrögðum vina, og hvemig hinir gestirnir birtust þátttakendum efrir
því sem atvik þróuðust.
Loks vom þátttakendur beðnir að leggja mat á kvöldið og tiltaka hvort
það hefði orðið eins og þeir væntu. Ef svo var, hvað hjálpaði þá til og ef svo
var ekki, hvað kom í veg fýrir að kvöldið yrði í samræmi við væntingar?
Markmiðið var að fá fram lýsandi ffásagnir þar sem þátttakendur tjáðu
með eigin orðum hvemig þeir upplifðu kvöldið.
Frásagnimar em mislangar en þrátt fýrir að vera skrifaðar af fáum ein-
staklingum em þær mjög fjölbreyttar. Alisjafht er hversu vel þátttakendur
fýlgdu leiðbeiningunum sem gefnar vom í upphafi. Gögnin virðast þó vel
til þess fallin að svara rannsóknarspurningunum um þátt áfengis í félagslífi,
væntingar til áfengisneyslu og hvemig neyslunni er stjómað. I gögnunum
er að finna fjölda efnisatriða sem vom skráð og greind. Samkvæmt sam-
ræmdu vinnulagi norræna rannsóknarhópsins vom ffásagnirnar skráðar í
gagnasafh og greindar með tölvuforritinu Nvivo.
Undirbiiningurfyrir kvöldið
Þegar ákveðið er að fara á vínveiringastað blasir við að þar verða tækifæri
til þess að drekka áfengi og allar líkur á því að það verði gert. Afengisneyslan
er reyndar svo sjálfgefin að þegar ekkert áfengi er með í spilinu er það
tekið sérstaklega ffam: „Nasa, ekkert áfengi. Gaukurinn, ekkert áfengi.“19
Þrjár ástæður vom einkum nefndar fyrir því að farið var á vínveitingastað.
19 Kona9-B.
iór