Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Qupperneq 164
HILDIGUNNUR ÓLAFSDÓTTIR OG UNNUR M. BERGSVEINSDÓTTIR
í fyrsta lagi var um að ræða tilefni til að fagna ákveðnmn áföngum á borð
við afmæli eða próflok. I öðru lagi voru rakin tilvik þar sem markmiðið var
að efla vináttu og félagslega tryggð, þegar vinir eða vinkonur ákváðu að
hittast eða þölskylda eða par fór út saman. Slíkar skemmtanir voru stmid-
um einnig tengdar starfsvettvangi, til dæmis þegar vinnu- og skólafélagar
fóru saman á einhvern stað. I þriðja lagi var um að ræða venjubmrdnar
helgarskemmtanir þar sem markmiðið var einfaldlega að fara á einhvern
skemmtistað, fá sér í glas og vita hvort maður rækist ekki á kunningja. Að
lokum má nefna að þeir þátttakendm sem voru einhleypir voru í skrifum
sínum meðvitaðir um skemmtistaði sem vettvang til þess að hitta einstakl-
inga af hinu kyninu.
Reglubundin samvera með vinum og kunningjum, oft á sama barnum
sömu kvöld vikunnar, var meginstef í lýsingum nær allra þátttakendanna.
Séu skemmtistaðir skoðaðir í ljósi hugmynda Foucaults um heterótópíuna
sem heterókróníu er ljóst að endurteknar samverustundir á barnum falla
vel þar að. Törrönen og Maunu hafa greint slíka samveru sem tilraun til
þess að skapa andsvar við því hvernig tími fólks í daglegu lífi er drifinn
áfram af markaðslögmálum. Með því að skapa sér hefð sem endurtekin er
aftur og aftur skapa þátttakendurnir rými sem líta má á sem eyju í stríðtun
straumi tímans. Samkvæmt Törrönen og Maunu er áfengisneysla sem fer
ffam undir þessum formerkjum ekki tilraun til að ögra hefðbundnum
gildum né heldur er drykkjan markmið í sjálfu sér. Hún er þvert á móti
aðferð til þess að styrkja tengsl og félagslyndi innan hóps.20 „Það er orðin
hefð fyrir því að fara út í bjór á fimmtudögum,“ sagði ein konan.21
Þegar ákveðið hefur verið að fara út hefst undirbúningurinn. Velja þarf
dag, tíma og stað og stundum líka félagsskapinn. Vinahópur þarf oft lang-
an tíma til að finna tíma sem hentar öllum í hópnum. Því fleiri sem fara út
saman, því líklegra er að undirbúningurinn sé tfmafrekur. Smndum er
undirbúningurinn þó lítill og með almennri notkun farsíma og sms-skila-
boða á fólk auðveldara með að sammælast. Val á stað ræðst yfirleitt af ein-
hverskonar málamiðlunum innan hópsins.
Undirbúningur hvers og eins er líka mismunandi. I ffásögnum
kvennanna var að finna lýsingar á því hvernig þær puntuðu sig en enginn
20 Törrönen og Maunu, „Krogliv, socialitet och kulturella distinktioner“; Jukka
Törrönen og Antti Maunu, „Lattsamma samkvám, intensiv samvaro“, NAT -
Nordisk alkohol- ir narkotikatidskrift 22(6), 2005, bls. 429^146; Törrönen og
Maunu, „Going out, sociability, and cultural distinctions".
21 Kona 6—f3.
162