Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 183
REYKJAVÍKURNÆTUR
undanfarinna ára um afgreiðslutíma vínveitángastaða hefur samt lítið verið
fjallað um lotudiykkju og ölvun sem vandamál einstaklinga eins og gert
hefur verið t.d. á Bretlandi." Olvrmardrykkja ungs fólks, á þeim aldri sem
þessi rannsókn nær tdl, hefur fremur verið skilgreind sem vandamál sem
varðar lög og reglu eða frið á almannafæri en sem heilbrigðisvandamál.
Timburmenn voru taldir vera fórnarkosmaður við fjörugt kvöld og voru
eina heilsutengda atriðið sem þátttakendur nefndu. Almennt séð voru
þátttakendur mjög einstaklingsmiðaðir í viðhorfum sínum og fjölluðu t.d.
ekki um að ölvunarástand þeirra gæti skaðað aðra.
Flakkið á milli staða, sem var svo áberandi í skemmtanamynstrinu,
kemur í veg fyrir að setið sé að sleitulausri drykkju. Þannig mætti búast við
að það letji áfengisneyslu og dragi úr óhóflegri ölvun gesta á veitingastöð-
um. Aftur á móti er líklegt að ölvunin verði mest á þeim skemmtistöðum
sem síðast er farið á. Þeir veitingastaðir sem hafa opið lengst á nóttunni
ættu því að hafa skýr þolmörk gagnvart ölvun gestanna. Slíkur rammi um
tillitssemi og góð samskipti gæti gert Reykjavíkumætur enn skemmti-
legri.100
ABSTRACT
Reykjavík Nightlife Narratives
For many young adufts, going out is an important activity. In the urban culture of
today the bar is a venue for socialising, for asserting one’s self image and for stat-
ing one’s place within a certain group or within a certain scene. The aim of the
Reykjavík Nightlife Narratives smdy is to shed Hght on the role played by alcohol
and licensed premises in the Hfe of young adufts. Questions in this study include:
what motivates people to go to bars and what are their expectations? What kind of
control did the participants exercise over their drinking and why? Did getting
intoxicated serve a purpose? Data was gathered ffom eight women and five men in
the form of 5 6 written descriptions of a night out or social circumstances where
afcohol was consumed. In interpreting the data material, the authors make use of
thematic analysis and draw on Simmel’s and Partanen’s theories on sociability as
an end in itself, MaffesoH’s theories on urban tribes and the construction of iden-
tity through the expression of taste and Foucault’s notion of heterotopias. The
99 Martin Plant og Moira Plant, Binge Britain. Alcohol and the National Response,
Oxford: Oxford University Press, 2006.
100 Höfundar þakka þeim sem héldu dagbækur fyrir rannsóknina fyrir þeirra ffamlag
og Rannís og Forvamasjóði fyrir styrki.
l8l