Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 17
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 17
Mary Barra
varð fyrst
kvenna til
að taka við
stjórn einnar
af stóru
bílasmiðj un
um í Banda
ríkj unum.
Þar féll
loks gamalt
karla veldi.
„Þetta varð til þess að
Barra skaut skyndilega
upp í efri sætin á listum
yfir valdamestu konur
heims.“
Mary Barra á því að gera það sem
forveri hennar í starfi, Dan Akerson,
tókst ekki. Af hverju halda menn að
hún ráði við þetta verkefni?
fyrirtækið á fjölskylduna
Barra er rafmagnsverkfæðingur og
MBA í stjórnun. Hún er því bæði með
tæknina og stjórnunina á hreinu. Og
hún hefur alltaf unnið fyrir GM og
gekk í tækniskóla fyrirtækisins. Hún
kom fyrst til GM átján ára gömul sem
lærlingur og hefur unnið sig upp,
þrep af þrepi, frá árinu 1979. Þetta
ætti að tryggja hollustu við vinnu
veitandann.
Við þetta bætist svo að faðir henn
ar, Ray Makela, var tækjasmiður hjá
GM í þrjátíu og níu ár. Fyrirtækið á
þessa fjölskyldu. Foreldrarnir eru
finnskir innflytjendur og það er sagt
að finnskur dugnaður og kraftur fylgi
Mary Berra.
Dan Akerson var reyndar hálf
sænskur þannig að Norðurlandabúar
hafa síðustu ár stýrt GM. Barra er þó
bara hálfdrættingur á við Akerson í
launum – hvort sem þar ræður hefðin
að borga konum minna en körlum
eða bara krafa um sparnað við yfir -
stjórnina.
Mary Barra er fædd Mary Teresa
Makela en tók upp nafnið Barra
þegar hún giftist Tony Barra, sem
hún kynntist í tækniskólanum hjá
GM. Þau hafa verið gift í tuttugu og
sjö ár og eiga tvö börn á unglings
aldri.
ekki fleiri druslur
Skólafélagar Mary Barra segja að
hún sé „alveg rosalega gáfuð“ en þó
um leið lítillát og alþýðleg. Undan
farin tuttugu ár hefur hún gegnt
stjórnunarstöðum hjá GM en vann
áður að tækniþróun. Hún var starfs
mannastjóri og svo eftir það einn af
varaforsetum félagsins með ábyrgð
á innkaupum og alþjóðlegu starfi.
Í stjórnun aðhyllist hún hugmyndir
um sjálfstæði og frumkvæði starfs
fólksins. Hún vill ekki vasast í öllu
sjálf. Í viðtali sagðist hún ekki vilja
heyra starfsfólk sitt segja: Ég geri
þetta af því að Mary sagði mér að
gera það!
Hún þykir lagin við að velja fólk
sam an í starfshópa og sjá til þess að
verkin séu unnin. En hún telur ekki
að hún viti allt best.
Hún á það þó líka til að vera ströng.
Eitt sinn sagði hún: Ég vil að við
hætt um að framleiða druslur! Þar
vísaði hún til þess að bílar frá GM
hafa oft reynst gallaðir og gæði
framleiðslunnar eru ekki þau sömu
og í gamla daga. Því eiga starfs
menn GM von á auknum kröfum um
árangur í starfi og að að búa til bíla
sem eru draumabílar allra.
Mary Barra, forstjóri GM, hefur orðið að svara fyrir þingnefnd í Washington
vegna galla í framleiðslunni. Hún hefur erft mörg vandamál heima í Detroit.