Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 26

Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 26
26 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Vikurnar í maí og fyrri hluta júní 2014 voru rólegar á alþjóðlegum hlutabréfa­ markaði. Verð hefur hækkað lítið eitt víða í kauphöllum þessar vikur í dræmri veltu og liggur að jafnaði um 5% ofan við upphafsgildi ársins. Sterkustu kauphallir eru áfram á Wall Street, í Frankfurt, London og á Indlandi en verð á hrávörum og málmum er áfram veikt. Á gjaldeyrismarkaði er verð á Bandaríkjadollara og evru um 1% frá gildum sínum fyrir sex mánuðum.“ Sigurður B. Stefánsson segir að fáeinar vikur á fjármálamarkaði án stórviðburða eða mikilla verð ­ breyt inga séu ekki saga til næsta bæjar. „Ríkari ástæða er til að hafa áhyggjur af undirliggjandi efnahagsástandi sem miklu ræður um hækkun á verði hluta­ bréfa til langs tíma. Um miðjan júní varaði Alþjóðabankinn við því að hagvaxtarhorfur væru lakari nú en álitið var. Slæmt veður í Bandaríkjunum í vetur og vor, ástandið í Úkraínu, skuldavandi á vissum sviðum í þjóðarbúskap Kínverja og hækkandi vextir á alþjóðlegum markaði eru á meðal helstu ástæðna og hefur bankinn lækkað spá sína um vöxt heimsframleiðslu í 2,8% árið 2014 úr 3,2% frá janúar sl. Horfur í nýmarkaðsríkjum eru lækkaðar úr 5,3% í 4,8% þrátt fyrir að 7,6% vöxtur í Kína sé óbreyttur. Í júnískýrslu Alþjóðabankans segir að til að bæta kjör 40% jarðarbúa sem við lökust lífskjör búa þurfi meiri hagvöxt. Tónninn í maí­ og júnískrifum Alþjóðabankans og Alþjóðagjald­ eyrissjóðsins hefur breyst frá janúar 2014. Þá var þess vænst að vöxtur heimsframleiðslu ykist úr 2,4% árið 2013 í 3,2% í ár og síðan 3,4% og 3,6% árin 2015 og 2016. Framlag til aukningar kæmi einkum frá sterkum iðnríkjum sem væru að rétta úr kútnum. Nýjustu tölur frá Bandaríkjunum standa naumast undir slíkum væntingum. Hægagang á hlutabréfamarkaði er að rekja til þeirra blika sem á lofti eru í heimsbúskapnum um mitt ár 2014. Sumarið er ekki auðveldur tími í hlutabréfum. Skort söluhlutfall í kauphöllinni í New York – hlutfall hlutabréfa sem fengin eru að láni og síðan seld í von um endurkaup á lægra verði – náði hæsta gildi í fimm ár í fyrri hluta júní 2014. Sú mælistika er ekki áreiðanleg en vísar til að gott er að fara að öllu með gát næstu vikurnar.“ Gott er að fara að öllu með gát SiGuRðuR B. StEFánSSon – hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans ERLEND HLUTABRÉF Dow Jones síðustu tólf mánuðina. FYRIRTÆKJA- REKSTUR Það fór ekki með hávaða í gegnum þingið árið 1989 frumvarpið um breyt­ ingu á lögum nr. 63 frá 31. maí 1979 um skipan gjaldeyris­ og viðskiptamála flutt af Guðmundi G. Þórarinssyni og Inga Birni Albertssyni. Það hefur furðað mig hvað þetta hefur fengið litla umræðu eða rannsóknir þar sem ég tel þetta einn mesta áhrifavald varðandi nútímaverslunarhætti á Íslandi. Fyrir þessi lög var öll fjármögnun innflutnings háð víxlakvótum í viðskiptabönkum og þar var ekki rétt gefið og SÍS, sem hafði einn bankastjóra af þremur í Landsbankanum, naut verulegra forréttinda. Forstjórar heildverslana sátu á biðstofu bankastjóra einn til tvo morgna í viku til að ýta á eftir víxlakaupum, verðmætustu starfsmenn fyrirtækjanna. Í Seðlabankanum var tíu manna deild sem tók afrit af öllum gjaldeyrisumsóknum sem voru í fjórriti með kalkipappír, jafnvel kaupum á tímaritum, og þessu var öllu haldið til haga. Þegar pöntuð var vara að utan var ekki hægt að tollafgreiða hana nema borga fyrst erlendu upphæðina í banka og þar var flöskuhálsinn. Hverjir höfðu aðgang að fjármagni? Þá voru vörusendingar litlar og óhagkvæmar. Heildverslanir voru gjarnan með lítinn lager í kjallaranum þar sem þær voru staðsettar. Vörulagerinn var að mestu í geymslum skipafélag­ anna sem voru gjarnan í gríni kallaðar Hótel Saga vegna hás geymslukostnaðar. Allt í einu var ekki lengur spurning um víxlakvóta, pólítísk sambönd í bankakerfinu eða aðra fyrirgreiðslu heldur hvort hægt væri að selja það sem flutt var inn. Magnvörukaup í gámum urðu algeng, nútímavöru­ geymslur risu við heildverslanir og víxladeildir viðskiptabank­ anna skruppu sam an. Þetta stórlækkaði vöruverð til neyt ­ enda og samkeppnin jókst og auðveldara var með nýliðun í greininni. Samkeppnisaðstaða fortíðar­ innar gjörbreyttist og SÍS átti ekki lengur neina framtíð, enda hrundi fyrirtækið upp úr þessu. Væri þetta ekki fróðlegt rannsóknarefni fyrir viðskipta­ deildir háskólanna?“ Afnám bankastimplunar áRni ÞÓR áRnASon – stjórnarformaður oxymap ehf. Álitsgjafar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.