Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Qupperneq 37

Frjáls verslun - 01.04.2014, Qupperneq 37
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 37 „Við vorum með milli 50 og 60% af lánabókinni okkar „none performing” eins og það er kallað á bankamáli og við þurft um að vinna með það.” gert ítarlega úttekt á þeim mark aði þannig að við áttum okkur á heildarmyndinni, t.d. hvar gistirýmum er að fjölga, hvernig ferðamannaþróunin er, og höfum það á hreinu hvar við viljum staðsetja okkur í þessu.“ Við hugsum vel um fólkið okkar Birna var kjörin viðskiptafræð - ingur ársins í vor, m.a. vegna frammistöðu bankans í fyrr - nefndri endurskipulagningu fyrirtækja, og jafnhliða að takast að byggja upp góðan starfsanda innan bankans. „Já, kannski er ég stoltust af hvað okkur hefur tekist að ná upp góðri samstöðu og góðum starfsanda meðal starfs manna okkar. Við erum þar að uppskera eftir að hafa lagt í mikla vinnu í því efni og við þurftum þess eftir hrunið. Ég hef lýst því þannig að við vorum með hundrað þúsund reiða viðskiptavini og þúsund starfsmenn sem vissu ekkert hvað myndi gerast næst, sjálf - straustið brotið og við vor um ekki einu sinni með efna hags - reikning til að byrja með. Það er óhætt að segja að þetta var nú frekar ögrandi viðfangs - efni.“ Hún segist hafa ákveðið að taka alla starfsmenn með í stefnumótun fyrir framtíðina. „Það var lykillinn. Fólk vissi að það var þátttakandi í því að byggja upp þennan banka. Ég segi oft frá því að hér eru allar ákvarðanir teknar í hópum. Það tekur oft lengri tíma en þegar þú ert búinn að ná niður - stöðunni er innleiðingin svo miklu þægilegri. Hér fáum við niðurstöður úr könnunum um að um 95% starfsmanna okkar finnist þeir eiga eitthvað í stefnunni okkar og innleið - ing unni á henni. Ekkert gleður mig meira en að sjá svoleiðis niðurstöður. Svo held ég að Íslandsbanki sé rosalega góður vinnustaður. Við hugsum vel um fólkið okkar.“ Í vefritinu Kjarnanum ný - verið var því haldið fram að íslenski fjármálaheimurinn væri að 93% leyti karlaheimur. „Kynjahlutföllin í þessum banka eru hins vegar ágæt. Konur eru 44% í stjórn bank - ans og konur sem stjórn endur innan bankans eru 50%, konur í framkvæmda stjórn 38% og 33% útibússtjóra eru konur.”“ Yfirburðir Íslandsbanka En er íslenska bankakerfið of dýrt? „Það eru nokkur atriði sem gera það að verkum að bankakerfið hér er búið að vera dýrt undanfarin ár,“ svarar Birna. „Bara endur skipu lagn - ingin sem við nefndum áðan – það þurfti bara margar hendur til að vinna það verk. Við erum búin að endurreikna tugi þús - unda lána og þurftum að vera með tuttugu manna teymi í slíku. Við erum búin að vera að bæta innviði bankans, fjárfesta í innviðum og kerfum, sem hefur líka kallað á mannskap. Síðan hefur regluverkið verið stórlega aukið, miklar viðbótarkröfur frá eftirlitsaðilum sem gert hafa það að verkum að eftirlits ein - ingun um fjölgar mjög mikið. Það mátti gerast í mörgum til - fellum en við verðum líka að gæta þess að finna rétta jafn - vægið í þessu. Það eru örugg - l ega tækifæri til lækkunar og bankarnir hafa verið að lækka hjá sér kostnaðinn. Ef við berum bankana hér saman við banka annars staðar á Norður löndum þá hafa íslensku bankarnir verið að skera miklu meira niður úti - búanet sitt en þar hefur verið gert. En íslensku bankarnir verða alltaf með tiltölulega hátt kostn aðarhlutfall miðað við stærstu alþjóðlegu bank - ana því þarna kemur líka til stærðarhagkvæmnin – við þurfum að sinna sama regluverki og banki sem er risastór. En við berum okkur líka saman við banka sem eru af svipaðri stærð og erum þar algjörlega á pari við þá.“ Skömmu eftir að íslensku viðskiptabankarnir þrír birtu þriggja mánaða uppgjör sín fyrir þetta ár birtist á Eyjunni blogg eftir verkfræðinginn Andra Geir Arinbjarnarson þar sem hann ber saman uppgjörin. Hann hælir Íslandsbanka sér - staklega fyrir uppsetningu rekstrar reikningsins sem miðist við íslenskar aðstæður eftir hrun þar sem lykilstærðin sé hagnaður fyrir virðisrýrnun og virðisbreytingu útlána. Þar með reyni bankinn að greina venjulegan rekstur frá hagnaði sem myndaðist vegna hrunsins. Þetta sé mikilvægt vegna þess að stór hluti hagnaðar bank anna frá hruni sé vegna umsýslu með hruneignir og þessi uppsetning sýni hvernig bönkunum miði á leið sinni frá hruninu. Á þennan mæli - kvarða, segir Andri, var hagnaður Íslandsbanka fyrstu þrjá mánuðina 4,4 milljarðar, Arion banka 2,1 milljarður og Landsbankans 1,1 milljarður. – Þessi uppsetning sýnir vel yfirburði Íslandsbanka. Það er sá banki sem virðist kominn lengst í að endurskipuleggja starfsemi sína frá hruni. Hvað segir bankastjórinn um þetta? „Já, ég var búin að sjá þetta og þetta gladdi mig,“ segir Birna Einarsdóttir – og brosir blíðlega. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.