Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Qupperneq 38

Frjáls verslun - 01.04.2014, Qupperneq 38
38 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan í Straumsvík: skiptir máli hvernig fyrirtæki haga sér og koma fram rannveig er á 18. ári sem forstjóri álvers rio tinto alcan í straumsvík. hún hefur sjaldnast farið troðnar slóðir í námi og starfsvali. hún nam vélvirkjun, varð síðan vélstjóri og var til sjós um skeið. hún var meðal fyrstu kvenna til að ljúka véla ­ verkfræði en hún réðst til álversins í straumsvík fyrir um 24 árum. H ún vann þá fyrst á rann - sóknar stof - unni, var yfir öryggis mál um og efnarannsóknum, en smám saman breyttist starfs vett - vang urinn og hún varð steypu - skálastjóri og kerskála stjóri, tals maður fyrirtækisins ásamt öðru allt til 1997 þegar hún varð forstjóri. „Ég hafði þannig ágætis tíma til að átta mig á þessu starfi,“ segir hún núna. „Þá var mjög formfastur stíll hér ríkj andi, karllægur mjög eins og þessi iðnaður er nú frekar, skipu - lags strúktúrinn var mjög stífur – níu lög frá forstjóra niður til verkamannsins á gólfinu. Kannski var það einkanlega það sem sló mig fyrst; hvað þetta var allt formfast og boð - leiðirnar langar. Mórallinn og stemningin var eftir því, ekki mikil samvinna og menn kannski ekkert sérstaklega boðn ir velkomnir sem voru að koma nýir til starfa. Ekki til neitt kerfi eða net sem hélt sér - staklega utan um slíkt. Það var svona meiri harka í öllu og átti kannski ekkert sérstaklega við Straumsvík heldur voru þetta einfaldlega aðrir tímar, þar sem ríkti meiri harka og formlegheit á vinnumarkaðnum og ekkert sérstaklega verið að huga að því hvernig fólk hefði það og liði í vinnunni.“ Þetta hefur mikið breyst, segir hún. „Við höfum þróast með samfélaginu sem hefur auðvitað líka breyst og unnið með okkur í því. Við erum búin að jafna kynjahlutföllin hér í fram kvæmdastjórn, breyta líka andanum og stemningunni. Ég fór úr því að vera með skipu - rit sem var eins og jólatré yfir í skipurit sem líktist meira hár greiðu; er kannski helst til flatt þegar eru svona fá lög frá stjórnanda að gólfinu. En fyrir bragðið þekkjum við starfs - menn okkar betur, tölum meira saman, höldum fleiri fundi og það er einfaldlega meira samtal sem á sér stað hér innan dyra. Það breytti líka mög miklu í menningu fyrirtækisins að inn - leiða skólann. Ég setti á lagg - irnar á mínu fyrsta ári hér sem forstjóri Stóriðjuskólann. Ég áttaði mig snemma á því að það var mjög brýnt verkefni. Ég hafði komist að því að hér voru mjög margir eldklárir menn við vinnu en höfðu ótrúlega litla vitneskju um það hvað skipti máli við störf þeirra. Ég sá að á þennan hátt væri möguleiki bæði að nýta mannskapinn betur en um leið gera fólkið ánægðara því að þá réði það meiru og skildi betur hvað um væri að vera. Þetta breytti mjög miklu og gaf mörgum ný tækifæri, og við höfum haldið þessum skóla gangandi síðan og það hefur haft mjög mikið að segja fyrir menninguna í fyrirtækinu – að hafa menntað starfsfólkið í faginu.“ Hefur þetta haft áhrif á starfs - mannaveltuna, að fyrir tækinu haldist betur á fólki? „Starfs - mannavelta hefur alltaf verið mjög lítil hérna í Straumsvík, það er eins og héðan fari eng- inn af frjálsum og fúsum vilja, svo að hún hefur kannski verið fulllítil á stundum,“ svarar Rannveig. „En það hefur líka kosti í rekstri af þessu tagi þar sem þarf að þjálfa fólk upp og í iðnaði þar sem unnið er mjög jafnt en ekki í þessum skorpum sem við Íslendingar eigum að venjast, á vertíðum og í akkorði. Þá er það mikils virði að halda í sama fólkið og okkur hefur tekist það vel. Við erum þannig með mjög góðan hóp starfsmanna, í því felst styrkur okkar. Og þótt við séum í grunninn með gamla verk - smiðju og höfum farið í miklar fjárfestingar til að endur nýja hana liggur styrkur okkar í starfsfólkinu, menntun þess og menningu.“ Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér Í álverinu í Straumsvík hef ur verið rekin fastmótuð jafn - réttis stefna og átak gert í að fjölga konum í þessu karllæga fyrirtæki svo að eftir hefur verið tekið og fyrirtækið verð - launað fyrir. „Þetta átak á nú rætur að rekja alveg til síðustu aldar en fyrir mína tíð og mína veru hér var mjög mikill hugur í mönnum að ná fram meira jafnrétti hér í verksmiðjunni. Allt síðan hefur verið unnið jafnt og þétt að þessu verkefni 2014 áhrifamestu konurnar 100 TexTi: Björn viGnir siGurpálsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.