Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.04.2014, Qupperneq 40
40 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 „Það skiptir máli hvernig fyrir tæki haga sér og koma fram, og það hefur áhrif bæði á þeirra samtíma en einnig á komandi kynslóðir, við hvað börn alast upp og hverju þau eiga að venjast. Mér finnst því ábyrgð þeirra sem sjá um rekstur, hvort sem það eru fyrirtæki eða sveitarfélög eða annað slíkt, að líta til þessara hluta í dálítið víðu samhengi, skoða hvernig þau eigi að koma fram og haga sér þannig að það sé í sátt og til framdráttar bæði fyrir samfélagið sem þau búa í og fyrir framtíðina. Við tókum þess vegna þátt í Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja bæði til að vinna að þessum málum og til að læra, því að þó að við höfum mik - inn áhuga á þessum málum og viljum standa okkur vel, þá þurfum við líka að læra og heyra hvað aðrir eru að gera, fá aðrar hugmyndir og heyra hvað er að gerast í þessu í kringum okkur. Hugsunin er að víkka sjóndeildarhringinn.“ Rannveig er spurð um afstöðu sína til oft mjög harðskeyttrar andstöðu kynsystra hennar gagn vart öllu sem varðar stór iðju vegna mengunar og virkj ana og vegna stórfellds inn grips í náttúruna sem einatt er fylgifiskur þeirra. „Mér finnst það svo sem ekkert óeðlilegt. Konur eru oft í nokkurri fjar lægð frá þessu og það er auðvelt að vera andsnúinn ein hverju sem er fjarlægt manni. En mér finnst það líka eðlilegt vegna þess að þær eru oft meðvitaðri um hvað er að gerast í náttúruspjöllum og um hverfismengun. Þannig að mér finnst það ekkert skrít - ið eða óeðlilegt að þær séu sumar hverjar harðskeyttar í þessu tilliti. Umhverfismál eru ofarlega í huga kvenna almennt og það gildir um mig eins og aðrar konur. Ég skil því alveg þetta sjónarmið – við konur erum öðru vísi, göngum með börnin og fæðum þau, hugsum öðru vísi um lífið – það er óhjá kvæmilegt að við skynjum þessa hluti öðru vísi. Konur eru í meirihluta þeirra sem eru í umönnunarstörfum, annast um börnin, gamalt fólk og veikt og það er ekkert óeðlilegt að þær hafi næmari tilfinningu fyrir þessum hlutum. Mér finnst því full ástæða til að virða það og skilja, og gefa því nánari gaum.“ Talið berst að áliðnaðinum sjálfum. Rannveig er sem stend- ur formaður Samáls, samtaka áliðnaðarins á Íslands, sem hefur unnið að því að byggja svokallaðan álklasa, ekki ósvip að sjávarútvegsklasanum og um margt svipað því sem er að gerast í öðrum löndum að þau fyrirtæki sem eru að þjónusta álfyrirtækin hafi ein - hvers konar samvinnu og að - gang að rannsóknum á þessu sviði segir Rannveig. „Áfangi að þessu var að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli Háskóla Íslands og Háskól ans í Reykjavík, Nýsköpunar mið - stöðvar, iðnaðarráðu neyt is - ins og okkar í Samáli um að vinna að því að koma á fót rannsóknarsetri og efla mennt- un á þessu sviði. Við erum þannig að stíga okkar fyrstu skref í þessu. Við verðum auð - vitað að líta til þess að hér eru komin þrjú álver og þetta er orðinn talsvert stór atvinnu - veg ur á Íslandi, að því fylgi menntun á þessu sviði og að við eig um kost á öflugum starfs- mönnum.“ Erfitt árferði Rekstrarumhverfið er erfitt um þessar mundir. „Við höf um ekki verið með lán frá móð - urfyrirtækinu nema í mjög litlum mæli og höfum safnað fyrir þeim fjárfestingum sem við höfum ráðist í. Við höfum greitt tekjuskatt hér á landi en erum reyndar komin í tap - rekstur núna enda álverð í sögulegu lágmarki. Raforkan sem við borgum er á sama tíma okkur mjög dýr vegna þess að við erum eina álverið hér sem ekki er með samning sem er álverðstengdur, líkt og er hjá hinum álverunum. Við erum því komin í alvarlegt tap. Miklar breytingar á álverði eru ekki sjáanlegar en álverðið er reyndar slíkt ólíkindatól að sjaldnast hefur tekist að spá rétt um þróunina. En ef ekkert breytist erum við í alvarlegum erfiðleikum, þrátt fyrir að hafa brugðist við með eins miklum kostnaðarsamdrætti og okkur hefur verið frekast unnt. Við erum reyndar nýkomin út úr mjög mikilli fjárfestingu, upp á sextíu milljarða, þar sem við uppfærðum mjög stóran hluta af verksmiðjunni til nú- tímalegs horfs og farin að fram- leiða virðismeiri vöru en við framleiddum áður.“ Áliðnaðurinn hefur löngum verið með mjög stóran hluta af vöruútflutningi þjóðarinnar. Nettóinnstreymi gjaldeyris inn í þjóðarbúið vegna umsvifa álveranna nemur um hundrað milljörðum. „Þetta er því mjög stór þáttur í þjóðarbúskapnum og við sáum það að einhverju sinni þegar við misstum hér út einn kerskála var reiknuð ný þjóðhagsspá tveimur dög - um seinna. Og erum við þó minnsta álverið. Og þótt við séum með um fjögur hundr uð manns í vinnu erum við líka með mikinn fjölda af afl eidd - um störfum annars staðar þannig að þessi iðnaður skiptir gífurlegu máli fyrir allt gang - verk í þjóðfélaginu. En það er líka annað sem við þurfum að staldra aðeins við,“ heldur Rannveig áfram. „Það varð hér hrun árið 2008 en áliðnaðurinn stóð sína plikt þá og árin á eftir. Við hér í Straumsvík borguðum okkar starfsfólki aukamánuð haustið 2008 eftir hrunið og fórum svo í miklar fjárfestingar næstu ár á eftir – langstærstu fjárfestingu sem hér hefur verið ráðist í frá hruni. Í heild sinni stóð áliðnaðurinn þetta hrun af sér og skilaði sínu betur en flestir aðrir atvinnuvegir. Ég held að það megi alveg horfa til þess að vera með eitthvað sem er dálítið þolið á erfiðum tímum. Við vorum hér með þúsund manns við störf á svæðinu árum saman og ég held að þjóðfélagið hefði munað um að missa það fólk úr landi eða á atvinnuleysisbætur. Þessi fjárfesting hér og að okkur tókst að vera í fullum rekstri í öllum verksmiðjunum skipti verulegu máli á svona tím - um. Þar fyrir utan vorum við skattlögð í bak og fyrir og erum enn – við hér ein og sér borgum milljón á sólarhring í svokallaðan orkuskatt, sem átti að vera til þriggja ára en er nú á fjórða ári og er skattlagning umfram það sem við höfum áður undirgengist. En svona er þetta – það er alltaf dálítið erfitt þegar tveir aðilar eru í samstarfi en annar hefur valdið og stendur ekki við sitt.“ Rannveig segir samt horf urnar til lengri tíma mjög bjartar því að ál sé mjög nota drjúgur málmur og um hverfi s vænn og notkun hans aukist hratt. „Og það er gam an að geta stundað þessa fram leiðslu við þær aðstæður sem hér eru; almennilegar meng unar - varnir og almennilega að um - hverfis málunum staðið til að framleiða þennan græna málm sem er endurvinnanlegur út í hið óendanlega, léttir bíla og farartæki sem aftur sparar eldneytið. Til langs tíma litið eru horfurnar því góðar fyrir iðnaðinn í heild þrátt fyrir þetta lága álverð, því það verður þá til þess að farið er að nota ál í alls konar aðra hluti en gert hefur verið og það er auðvitað þessum iðnaði hagfellt.“ „Við verðum auð vitað að líta til þess að hér eru komin þrjú álver og þetta er orðinn talsvert stór atvinnu ­ veg ur á Íslandi, að því fylgi menntun á þessu sviði og að við eig um kost á öflugum starfs­ mönnum.“ 2014 áhrifamestu konurnar 100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.