Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 49
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 49
Ingibjörg Pálmadóttir,
eigandi 101 hótels og
365fjölmiðlasamsteypunnar.
æðruleysið besta veganestið
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins:
Þ
að sem gleður mig mest er hve
um fjöllunin um Tryggingastofnun
er almennt miklu jákvæðari
en hún hefur verið um langt
skeið,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir
þegar hún er spurð hvaða árangur hún er
ánægðust með hjá TR það sem af er árinu.
„Við höfum á undanförnum árum fengið
margvíslegar viður kenningar og verðlaun
fyrir frábæran árangur á ýmsum sviðum
starfseminnar en það hlýtur þó alltaf að
vera mikilvægast að við skipta vinurinn sé
ánægður með þjónustuna. Jákvætt umtal
og þakklæti viðskiptavinanna er besti
vitnisburðurinn um að vel hafi tekist til í
upp byggingu starfseminnar á undanförnum
árum. Það rignir yfir okkur hrósi frá
ánægðum viðskiptavinum og við gleðjumst
yfir hverju og einu.“
Sigríður Lillý segir að margt bendi til
blóm l egra atvinnulífs ár frá ári. „Við sjá -
um bullandi nýsköpun hvert sem litið er.
Hugvit og hand verk hafa verið virkjuð á
margvíslegan og áhugaverðan hátt. Dugn -
aður og úthald okkar menntaða unga fólks
er nokkuð sem ástæða er til að nefna.
Það þarf að hlúa vel að þessum þætti
atvinnulífsins því hann er framtíðin. Þá
hefur ferðamannaiðnaðurinn með sínum
kostum og göllum haft mikil áhrif um allt
land. Það á þó eftir að beisla það afl sem
í aukinni ferðamennsku er þannig að það
verði okkur til sóma. Gömlu rótgrónu
atvinnuvegirnir, þeir sem okkur var kennt
að allt okkar mannlíf hér byggðist á, njóta
enn margvíslegrar umbunar í regluverki
efnahagslífsins sem mér finnst ástæða til
að ríkisstjórnin skoði gaumgæfilega. Því
enn og aftur finnst mér það vera brýnasta
verkefni ríkisstjórnarinnar að tryggja
heil brigt efnahagslíf og stuðla þannig að
almennri velferð borgaranna. Það verður
að nýta auð lindirnar þannig að allir lands -
menn njóti arðsins. Það er meira en nóg til
skiptanna.“
Sigríður Lillý segir að hún hafi áhugasöm
fylgst með nokkrum fyrirtækjum taka sín
fyrstu skref og viti að það sé mikið verk og
mikil yfirlega fylgi því að koma fyrirtæki
yfir fyrsta hjallann og afurðunum inn á
markaði. „Stuðningur við sprotafyrirtæki
var aukinn til muna fyrir nokkrum árum.
Það þarf þó jafnvel að gera þar enn betur,
bæði í formi styrkja og lána en einnig
með faglegri aðstoð í fyrirtækjastofnun og
markaðsmálum.“
Hvað segir forstjóri TR um þrenn
algengustu mistök stjórnenda í starfi?
„Alvar legustu mistökin eru að gleyma að
hlusta; á samstarfsfólkið og viðskiptavinina.
Algengustu mistökin eru líklega þau að
muna ekki eftir því að gleðjast yfir góðum
árangri.“
Hvert er besta veganestið sem Sigríður
Lillý hefur fengið í stjórnun? „Æðruleysið
sem ég hef þroskað með mér með
aldrinum.“
2014
áhrifamestu
konurnar
100
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri tryggingastofnunar ríkisins.