Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 58

Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 58
58 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 É g er ánægðust með hvernig við höfum tekist á við okkar erfið - asta rekstrarár til þessa. Þegar álverð er lágt og það kemur til raforkuskerðingar á sama tíma þar sem við töpum framleiðslu upp á 11.000 tonn af áli þá er mikilvægt að finna fyrir meðbyr innan fyrirtækisins. Starfsfólk áttar sig á því að þetta er ekki bara mál sem stjórnendur þurfa að leysa úr heldur verða allir að leggja sitt á vogarskálarnar við að leita lausna og finna tækifæri til sparnaðar eða aukins hagnaðar. Ég er afar ánægð með að sjá hvernig okkur hefur tekist að standa saman í þessu erfiða en tímabundna ástandi.“ Janne segir að atvinnulífið á Íslandi sé á góðri leið með að komast upp úr hjólför - un um. „Þessar breytingar mættu vissulega ganga hraðar fyrir sig svo við náum sem fyrst stöðugu rekstrarumhverfi fyrir at - vinnu lífið en þar með munum við tryggja fé fyrir fjárfestingar hér á landi. Þær eru nauðsynlegar til að hjól atvinnulífsins geti snúist af fullum krafti.“ Janne er bjartsýnni á uppgang atvinnu - lífsins en á sama tíma í fyrra og bendir á að hún kjósi alltaf að vera bjartsýn. „Hér fyrir austan er margt í deiglunni sem bendir til þess að atvinnulífið sé að taka við sér, til dæmis ný jarðgöng, nýbyggingar og efling ferðaþjónustu. Þá hlakka ég til að sjá hvernig framvindan verður með að byggja hér upp þjónustu við olíuleit á Drekasvæðinu og hvað það mun þýða fyrir samfélagið. Ég verð þó að viðurkenna að ég myndi vilja sjá aðeins meiri gang í þessum málum svona almennt og að fjár - fest ingar hér á landi ykjust.“ Hvert finnst henni vera brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar? „Ég tel að brýnast sé að tryggja stöðug - leika og trúverðugt rekstrarumhverfi fyrir atvinnulífið. Þegar fyrirtæki fjárfesta hér á landi þarf að vera ljóst hvaða starfs um - hverfi þeim er boðið upp á og svo þarf að standa við það. Skattalegt umhverfi atvinnulífsins þarf að vera stöðugt. Við erum til dæmis enn að greiða raforkuskatt sem var lagður á okkur tímabundið á árunum 2009 til 2012.“ Janne segir að sér þyki auðvelt að stofna fyrirtæki á Íslandi en mun flóknara sé að tryggja tilskilin leyfi og rekstrargrundvöll og mætti gera betur í að einfalda reglu - verkið. Hver eru að hennar mati þrenn algeng ustu mistök stjórnenda í starfi? „Í fyrsta lagi er of oft ráðið inn í stjórn - endastöður út frá bestu tæknilegu kunn - áttunni en ekki út frá bestu stjórnenda - eigin leikunum. Þetta getur valdið því að viðkomandi fer í þann gír að taka ábyrgð frá starfsmönnum þar sem stjórn andinn telur sig hæfastan til að sinna öllum verkum. Í öðru lagi gleymist oft mikil - væg asta stjórntækið að mínu mati, sem er þátttaka starfsmanna. Í þriðja lagi sitja stjórn endur oft of mikið á eigin skrifstofu og verja því ekki nægum tíma þar sem kjarnastarfsemin í fyrirtækinu á sér stað.“ Hvert er besta veganestið sem Janne hefur fengið í stjórnun? „Eins og kom fram hér að ofan þá finnst mér þátttaka starfsmanna mikilvægasta stjórnendatólið en þrátt fyrir það eigum við öll til að detta í þann gír að tala um hvernig aðrir eiga að sinna sínu starfi. Góður vinur minn kenndi mér mikið þegar við vorum að koma verksmiðjunni á fót hér eystra en þá var mikið um fundi þar sem slík umræða átti sér stað. Þá sagði þessi mæti maður alltaf: „Stopp! Hvern vantar hér við borðið?“ Þannig vísaði hann til þess að á fundinn vantaði fulltrúa fólksins sem í raun vann störfin sem við vorum að fjalla um. Annað sem mig langar að nefna og er afar mikil vægt í stjórnun er að horfa stöðugt fram í tímann. Það er ekkert til sem heitir „að lifa í núinu“ hjá stjórnendum. Við er - um alltaf að skipuleggja næstu vikur, mán - uði og ár.“ janne situr í stjórn ams (samvinna álfyrirtækja á norðurlöndunum vegna umhverfis­, heilsu­ og öryggismála) og í nefndinni samráðsvettvangur fyrir hagsæld íslands. brýnast að tryggja stöðugleika Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa­Fjarðaáls: Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls. 2014 áhrifamestu konurnar 100 F A S TU S _F _2 1. 06 .1 4 Hyggur þú á hótelrekstur? Þarf að endurnýja það sem fyrir er? Við erum með gott úrval birgja sem tryggja alltaf það nýjasta í húsgagnahönnun, vandaðan frágang og sérsniðnar lausnir. Allt frá hnífapörum og uppí svefnherbergishúsgögn - ásamt miklu úrvali af borðbúnaði og alhliða lausnum fyrir eldhús. Fáðu nánari upplýsingar - leitaðu tilboða og kynntu þér úrvalið hjá sölumönnum Fastus. Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Fastus býður uppá heildstæðar lausnir í húsbúnaði þegar kemur að veitingastöðum, hótelum o.þ.h.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.