Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 75
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 75
2014
áhrifamestu
konurnar
100
Öll þessi verk eiga það sammerkt að eiga
erindi við okkur, hér og nú, hvert með
sínum hætti.
Við sækjum efnivið í hugmyndaheim
og heimspeki norrænnar goðafræði sem
verður tekin til kostanna, opnum inn í heim
Sturl ungaaldar, samsömum okkur heimi
útilegumannsins þar sem reynir á mátt
ástarinnar, sækjum í heim stórkostlegra
sagnameistara og skoðum nútímann með
aug um leikskáldanna.“
Tinna segir að aðsókn í Þjóðleikhúsið hafi
verið með allra besta móti á undanförnum
árum. „Við fögnum því sérstaklega, ekki
síst í ljósi efnahagsástandsins og þess vanda
sem steðjað hefur að mörgum heimilum í
landinu og gerir enn. Leikhúsaðsókn hefur
lengst af verið góð á Íslandi og stór hópur
fólks sækir sýningar leikhúsanna í landinu
reglulega. Þessi aukna leikhúsaðsókn á
síðari árum segir okkur ef til vill það að
fólk hafi talið það sérstaklega mikilvægt
að næra andann og sálina og sett það í
forgang meðan ýmis efnisleg gæði voru
látin bíða eða skorin niður. Það segir okkur
kannski líka að leikhúsið og listirnar skipti
fólk það miklu máli að þær flokkist undir
lífsnauðsynjar. Í þeim eigum við sjóð sem
við getum sótt í og verið stolt af, ekki síst
þegar önnur verðmæti bregðast.“
Tinna segir að vísbendingar séu um að
við sem þjóð séum komin upp úr dýpsta
öldudalnum í efnahagslegu tilliti og að
vonandi sé það rétt. „Væntingastuðullinn
er vissulega að hækka en sú staðreynd
felur einnig í sér váboða. Okkur hefur
svo oft áður orðið hált á því svelli að ætla
að byggja tilveru okkar á væntingum og
vonum. Kjark og þor má auðvitað ekki
vanmeta en ef okkur á að miða áfram veg -
inn til aukins þroska verðum við líka að
kunna þá list að horfast í augu við okkur
sjálf.
Ég hef sem leikhússtjóri undanfarinn
áratug fengið að sjá ótrúlegustu ævintýri
taka á sig mynd og verða að stórkostlegum
veruleika. Ég hef líka þurft að sættast á
að stundum virkar galdurinn ekki þótt
ásetningurinn hafi verið góður. Það er
hluti af áhættunni. Öllu góðu leikhúsfólki
er sammerkt að það er knúið áfram af
brenn andi ástríðu og það er kannski mesta
ögrunin í starfi yfirmanns í leikhúsi að leita
leiða til að greina kjarnann frá hisminu og
veðja á réttu aðilana til að standa í stafni í
hverri leiksýningu.“
Friðrika Hjördís Geirsdóttir,
sjónvarpskokkur, bókahöfundur
og fjölmiðlakona.