Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 79

Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 79
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 79 sem kom mér mest á óvart í uppgjörinu við bankahrunið á sínum tíma var hvað djúpt var á siðferðilegri hugsun í við skiptalífinu. Það er ekkert sjálfgefið að fólk hugsi um sið - ferðilega ábyrgð sína nema það hafi tamið sér það eða það sé hluti af starfi þess og menntun. Fólk þarf að gefa sér tíma til yfirvegunar um siðferði leg atriði og ég er sann færð um að þegar fólk tekur sér slíkan tíma verða ákvarðanir vandaðri til lengri tíma litið.“ Hvar hafa Íslendingar raðast á lista þegar siðferði og heiðar­ legt viðskiptaumhverfi er borið saman á milli þjóða? „Mér finnst varasamt að vera með stórar yfirlýsingar um siðferði fólks og þjóða og þeg - ar kemur að samanburði er spurningin sú hvaða þjóðir við höfum í huga. Á lista um spillingu voru Íslendingar lengi vel í hópi þjóða þar sem spillingin er minnst en svo kom hrunið og þá fóru menn að velta fyrir sér þeim mælikvarða sem lagður var til grundvallar því mati. Hann miðast fyrst og fremst við reynslu fólks af mútum og við vitum að þær tíðkast ekki hér á landi, en við glímum kannski við ann ars konar vandamál sem tengist frekar fámenninu og hvernig fólki er hyglað vegna fjölskyldu- og vinatengsla eða stjórnmálaskoðana. Við slíkar aðstæður getur verið erfitt að komast inn í ráðandi hóp á eigin verðleikum. Í samanburði við okkar helstu nágrannalönd eigum við örugglega margt ólært þótt ég sé viss um að víða um heim sé viðskiptasiðferðið lakara en hér. Mestu skiptir þó að við svörum því sjálf hvernig við viljum vera og hvernig viðskiptasiðferði við viljum að hér sé við lýði. Þetta er eins í persónulegu lífi. Þá er spurningin ekki hvort við erum skárri en næsti maður eða hvort við getum bent á einhvern sem hegðar sér verr en við, heldur skiptir mestu hvernig við viljum vera, hvernig við viljum vera metin.“ Hvaða áhrif hefur tækni bylt ­ ingin í fjarskiptum, í tölv ­ um, símum og á samfélags ­ miðlum haft á siðferði ungs fólks og fjölmiðlaumræðuna? „Tæknin hefur haft mikil áhrif á samskipti okkar og samfélag. Eins og gjarnan er um tækni - framfarir eru áhrifin bæði góð og slæm. Við getum haft meiri samskipti og við miklu fleira fólk bæði heima og í öðrum löndum. Tæknin styrkir okkur því og gerir okkur betur kleift að byggja upp tengslanet. Nei kvæðu áhrifin eru þau að samskiptin verða í auknum mæli í gegnum tæki í staðinn fyrir að fólk hittist augliti til aug litis sem aftur getur haft þau siðferðilegu áhrif að fólki hættir til að missa tengsl við afleið ingar orða sinna. Það virðist vera auðveldara að segja særandi hluti við fólk í tölvupósti eða á netinu, nokk - „Mér finnst varasamt að vera með stórar yfirlýsingar um siðferði fólks og þjóða og þeg ar kemur að samanburði er spurn ingin sú hvaða þjóðir við höfum í huga.“ Salvör nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.