Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 84

Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 84
84 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands: henni óx hvorki í augum né var kvíðin að taka við æðsta embætti þjóðkirkjunnar sumarið 2012. enda hefur agnes m. sigurðardóttir ætíð gengið á Guðs vegum. hún er alin upp á sannkristnu heimili, hafði verið sóknarprestur í tveimur presta­ köllum og prófastur í vestfjarðaprófastsdæmi áður en hún fyrst kvenna settist í biskupsstólinn á íslandi. Þvert á móti fannst henni sér vaxa ásmegin með degi hverjum í aðdragandanum. É g fann að ég var bor- in á bænar örm um,“ segir hún ein fald - lega. Fyrsta árið segist hún einkum hafa verið að læra; að fá yfirsýn og kynna sér ótrúlega marga þætti sem fylgja embættinu. Annað árið hafi svo farið í að prófa sig áfram. „Skoða það sem vel hafði verið gert og kapp - kosta að halda því óbreyttu, en beina fremur sjón um að því sem ekki hafði gengið eins vel eða verið fyrir hendi. Mér kom kannski mest á óvart hversu stjórnsýslan er flókin. Kirkjan verður að fara eftir landslögum sem og eigin regluverki. Flækjustigið kemur sérstak lega vel fram í vali á prestum og rökstuðningi fyrir valinu, en um ráðningu presta gilda mjög strangar reglur og ráðningarnar fara ekki alltaf saman við vilja þeirra sem eru í valnefndinni.“ Með tvö augu og einn munn Sem fyrsta konan í embætti biskups á Íslandi telur Agnes sig ekki hafa mætt öðru viðmóti en karl hefði fengið nema í undantekningartilfellum. „Ég er með tvö augu og einn munn,“ segir hún brosandi. Hins vegar er hún á því að konur nálgist hlutina oft öðru - vísi en karlar þegar þær ganga inn í hefðbundin karla störf í karllægu umhverfi. „Að því leytinu var gott fyrir kirkjuna að fá konu í embættið. Mér finnst ég ekki notfæra mér kyn mitt að neinu leyti, menn sitja bara uppi með mig eins og ég er. Ég kann að hlusta og þegar taka þarf stórar ákvarðanir er ábyrgðin mín, en ég verð að vera sátt í hjarta mínu við niðurstöðuna, þótt hún sé kannski ekki alltaf að allra skapi. Á Biskupsstofu starfar úrvals fólk, sem styður við bakið á mér og ég get rætt við um hugmyndir og verkefni. Þannig meðal annars heyri ég fleiri sjónarmið og á ekki á hættu að lokast inni í fílabeinsturni, enda nauðsynlegt að finna hjart slátt - inn, bæði innan kirkj unnar og úti í þjóð félag inu.“ Spurð um helstu mál sem ratað hafa á borð biskups í embættistíðinni koma fyrrnefnd skip unarmál og allt það flókna ferli fyrst upp í huga Agn- esar. Annars segir hún verk- efnin afar fjölbreytileg. „Allur skalinn, allt frá málum varðandi fasteignir kirkjunnar til alls kyns viðfangsefna sem lúta að hinu mannlega, til dæmis starfsmannamál. Sum mál fara strax í tiltekinn farveg samkvæmt lögum og reglum, önnur eru erfiðari úrlausnar. Kannski er ekki hægt að segja að þau séu erfið, en öll mál sem snerta manneskjur eru í eðli sínu viðkvæm og verður að vinna af virðingu og tillitssemi, en innan laga og reglna. Strax í fyrra byrjaði ég að undirbúa prestastefnuna, sem haldin er einu sinni á ári, núna eftir hvítasunnuhelgina. Í ljósi þess hversu kirkjan hefur átt erfitt uppdráttar, eða svo ég orði það bara þannig að það hafi svolítið verið barið á henni, var mér efst í huga að á prestastefnunni yrði horft inn á við og lögð áhersla á að styrkja innviðina, sem eru bæði þjónar safnaðanna og yfirstjórnin. Stofnun verður hvorki betri né verri en þeir sem hjá henni starfa, grunnurinn verður að vera traustur,“ segir Agnes og viðurkennir að sér og öðru kirkjunnar fólki sárni vitaskuld þegar barið sé á því sem þeim sé kært, þeir taki illt umtal nærri sér og verði óöruggir og leiðir. „Þegar ég tók við embætti hafði kirkjan gert fjölmargt til að takast á við það sem gerðist í fortíðinni, til dæmis var stofnað fagráð 1998 um kynferðisafbrot innan kirkjunnar, greiddar sanngirnisbætur og ýmislegt fleira. Verkferlar eru í góðu lagi og sífellt í mótun. Við höfum lært gríðarlega mikið á þeim átján árum sem liðin eru frá því nokkrar konur ásökuðu þáverandi biskup um forréttindi að fá að vera kirkjunnar þjónn 2014 áhrifamestu konurnar 100 TexTi: valGerður Þ. jónsdóTTir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.