Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 85

Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 85
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 85 kynferðisafbrot. Okkur er ljóst að sumum þótti kirkjan reyna að þagga málið niður á sínum tíma. Samt held ég að hvar sem slík mál hefðu komið upp hefðu allir átt í vandræðum með að takast á við þau, menn bara kunnu það ekki.“ Skyldur gagnvart þjóðinni Í heild metur Agnes stöðu þjóðkirkjunnar býsna sterka og nefnir að í þjóðaratkvæða- greiðslu til stjórnlagaráðs 2012 hafi meirihluti fólks samþykkt ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni. „Almenningi líkar það fyrirkomulag að eitt trúfélag hafi sérstöðu – ekki forréttindi – og skyldur gagnvart þjóðinni umfram önnur trúfélög,“ segir hún. Henni finnst þó merkilegt að þegar spurt er í könnunum um traust á stofnunum þjóðfélagsins kemur oftar en ekki í ljós að fólk vantreystir þeim, þar með talið þjóð kirkj - unni, og einblínir þá á yfirstjórn hennar og Biskupsstofu. Hins vegar sýni sig í könnunum að fólk treystir kirkjunni í nærsamfélaginu mjög vel, þótt fréttir í fjölmiðlum snúist sjaldn ar um hana og það mikla og góða starf sem þar fari fram. „Við megum aldrei missa sjónar á því að koma boðskapnum á framfæri. Ef við efumst um að hann sé þess virði erum við komin út á hálan ís. Boðskapurinn er sameiginlegt verkefni okkar allra og á það lagði ég áherslu á prestastefnunni.“ Til marks um breytt viðhorf í nútímanum vísar Agnes í orðalag sem margir viðhafa í daglegu tali; þeir eru að fara að skíra barnið sitt, jarða mömmu sína og þar fram eftir götunum. „Vilji fólks til að gera allt sjálft er svo mikill að það er eins og því finnist veikleikamerki að þiggja þjónustuna. Flestir hafa ríka sjálfsbjargarviðleitni, en lífið er bara með þeim hætti að við þurfum hvert á öðru að halda. Þrátt fyrir van - traust á stofnunum held ég að flestir sem njóta þjónustu þjóðkirkjunnar séu ánægðir og vilji hafa þjónustuna áfram. Því er ekki að leyna að margir hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni, kannski af því að hún er eina stofnunin sem beinlínis er hægt að segja sig úr, fólk vill vera frjálst og óháð. Þeir eru þó færri en af er látið miðað við umræðuna, sem helst virðist borin uppi af fólki í lífsskoðunarfélögum eða utan trúfélaga. Að vísu eru álíka margir í þjóðkirkjunni núna og fyrir um tíu árum, pró sentu- talan er þó lægri, sem helgast af því að þjóðinni hefur fjölgað. Bak við tölurnar liggja engar rannsóknir, til dæmis hversu margir hafa flust úr landi og eru þar með sjálfkrafa afskráðir. Mér finnst áhyggjuefni hversu margir láta ekki skíra börn sín vegna þess að með skírninni lýsa foreldrar því yfir að þeir vilji hafa Guð með sér í uppeldinu og að barnið sé guðsbarn.“ Aðskilnaður ríkis og kirkju Agnes viðurkennir að fjár - hags vandinn sé mikill og kannski mesti vandi sem kirkjan eigi við að etja, en sama gildi reyndar um flestar stofnanir sem og marga í þjóðfélaginu. Við blasi að ekki sé hægt að halda úti eins öflugu kirkjustarfi og áður enda hafi sóknargjöldin verið skert 25% meira en niðurskurður stofnana ríkisins. „Einnig hefur samningur ríkisins við þjóðkirkjuna frá 1997 ekki haldið vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem sköpuðust í kjölfar hrunsins 2008. Samn ingurinn, svokallaður kirkjujarðasamningur, á rætur til ársins 1907 og gekk út á að þjóðkirkjan afhenti ríkinu 600 jarðir, sem ríkið greiddi síðan kirkjunni arð af og gerði fólki kleift að kaupa eða leigja. Níutíu árum síðar voru jarðirnar skráðar og gerður nýr samningur um að ríkið greiddi laun 138 presta, 18 stöður á Biskupsstofu og að ákveðin upphæð rynni í sjóði, sem tilgreindir voru í samningnum. Núna greiðir ríkið aðeins laun 106 presta. Þótt við leggjum mikla áherslu á að forðast uppsagnir höfum við þurft að fækka um 14 stöður, hinar 18 höfum við reynt að fjármagna með eignasölu og ýmiss konar hagræðingu,“ útskýrir Agnes. Hún telur líklegt að fáum sé kunnugt um tilvist kirkju - jarðasamningsins eða – ef út í það væri farið – að vegna hans sé þjóðkirkjan ekki á fjárframlögum frá ríkinu. Aukinheldur segir hún að með fyrrnefndum samningi hafi orðið aðskilnaður ríkis og kirkju, því þegar hann var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.