Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 92

Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 92
92 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Eygló Harðardóttir, félags­ og húsnæðismálaráðherra: viðtalið við eygló harðardóttur, ráðherra félags­ og húsnæðismála, fer fram á mánudagsmorgni, fyrsta vinnudegi eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2014, og það liggur því beinast við að biðja hana að meta niðurstöður þeirra. L íklega hafa niður - stöður kosning anna komið ýms um á óvart. Ríkis stjórnar - flokkarnir komu mun betur út úr þessum kosningum en margir höfðu gert ráð fyrir,“ svarar hún. „Við framsóknarmenn erum nokkuð sáttir, við bættum talsvert við okkur árið 2010 og erum að gera það aftur núna. Ef við yfirfærum þessi úrslit á landsmálapólitíkina má álykta sem svo að við séum á réttri leið með stjórnarsamstarfið.“ Betra samtal innan stjórnmálanna Eygló segist þó gjarnan hefðu viljað sjá í þessari kosn inga- baráttu efnisríkari um ræðu, ekki jafnheiftúðuga og jafn vel hatursfulla og vísar þar greinilega til harkalegra viðbragða í moskumálinu svo nefnda. „Lítil kjörsókn er áhyggju efni og ég held að öllum hafi brugðið að sjá hversu lítil hún var. Kannski telur fólk það einfaldlega ekki breyta miklu hvort það mætir á kjörstað eða ekki. Hefur ekki áhuga. Ég fór víða í þessari kosningabaráttu og fann þetta áhugaleysi hjá ungum sem öldnum. Þetta er áhyggjuefni fyrir okkur stjórn - málamenn og maður spyr sig þegar svona margir mæta ekki á kjörstað hvort þeir sem þó eru kosnir endurspegli raunverulega vilja og skoðanir fólksins. Kosningakerfið á að endurspegla vilja þjóðarinnar en þegar 20-40% kjósenda mæta ekki eru stjórnmálamenn greinilega ekki að gefa fólki ástæðu til að mæta á kjörstað.“ Hún nefnir að annars staðar á Norðurlöndunum þar sem hún þekki til sem samstarfsráðherra Norðurlanda sé einatt efnt til árlegra funda þar sem stjórn málamenn hitta fulltrúa annarra frjálsra félagasamtaka í landinu. „Stjórnmálaflokkarnir sjálfir eru frjáls félagasamtök, lýðræðisleg félög með hundruð eða þúsundir sjálfboðaliða. Á slíkum vettvangi gæti farið fram milliliðalaust samtal á milli okkar stjórnmálamannanna og félaga í öðrum frjálsum félaga samtökum og við geætum hlustað á hvoert á annað, öfugt við það sem gerist í hita leiks í kosningabaráttu þegar við hættum að tala saman og förum að garga hvert á annað. Við höfum verið að skoða það að koma á slíkum samráðsvettvangi og það væri mjög í anda stjórnarsáttmálans þar sem kemur fram að við viljum styðja betur við frjáls félaga samtök, jafnframt því að reyna að koma á betra samtali innan stjórnmálanna.“ Eygló segist þá ekki geta annað en verið mjög sátt við að ríkisstjórnin skuli á sínu fyrsta starfsári hafa fengið Alþingi til að samþykkja skulda leiðréttinguna. „Við fram sóknarmenn höfðum setið undir því í fimm ár að þetta væri ekki hægt og við sýndum það á einu ári að allt sem þurfti til var viljinn,“ segir hún. „Ég er líka sátt við það hvernig stjórnarflokkarnar náðu saman um sínar áherslur í því hvernig komið skyldi til móts við heimilin; annars vegar með höfuðstólslækkuninni og hins vegar séreigna sparnaðar - leiðinni. Þessar tvær leiðir vinna mjög vel saman og ég hef talið mikil vægt að menn horfi á þetta sem eina heild - stæða tillögu. Ég vona að skulda leið réttingin verði til þess að breyta hugsunarhætti okkar Íslendinga; að við sem þjóð förum að spara frekar en eyða um efni fram. Það mun myndast svigrúm hjá mörgum við höfuð stólslækkunina og ég tel mikilvægt að við nýtum svig rúmið til að borga ennþá hraðar niður þær skuldir sem hvíla á heimilunum. Við sem þjóð höfum verið að drukkna í skuldum. Við erum með mjög skuldsettan ríkissjóð, mjög skuldsett sveitarfélög, fyrir - tækin eru mörg hver mjög skuld sett og heimilin okkar hafa verið mjög skuldsett. Þetta er víta hringur og til að brjótast út úr honum verðum við að létta á skuldum heimilanna til að atvinnulífið taki við sér og til að ríki og sveitarfélög geti farið í öll þau mikilvægu verkefni sem bíða.“ Eygló rifjar upp að fram - sóknarmenn hafi lofað þrennu í aðdraganda kosninganna. „Þetta voru vissulega stór loforð hjá okkur: Að fara í skuldaleiðréttinguna, sem er í höfn; að skapa nýtt hús - næðiskerfi, en tillögur þess efnis liggja fyrir; og að koma atvinnulífinu af stað. Ef við horfum yfir sviðið núna, þá erum við á réttri leið. Mörg góð teikn eru á lofti í atvinnulífinu og við erum að heyra frá erlendum fjárfestum að þeir finni fyrir meiri jákvæðni frá vinna er forsenda velferðar 2014 áhrifamestu konurnar 100 TexTi: Björn viGnir siGurpálsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.