Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 94

Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 94
94 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar: Brennandi áhugi á þjóðmálum varð til þess að vigdís hauksdóttir skráði sig í fram­ sóknarflokkinn og fór að taka þátt í innra starfi flokksins. H ún var rúm lega tvítug, nýút skrifuð úr Garðyrkju skól - anum og fannst aðrir flokkar ekki koma til greina og ekki heldur að vera óflokksbundin, enda komin af gallhörðu framsóknarfólki í báðar ættir – og líka á ská. „Guðni [Ágústsson], mágur minn, var í framboði, og það hafði áhrif, en þó fyrst og fremst málstaðurinn og stefna flokksins,“ segir hún. Síðan eru liðin allmörg ár, eitt leiddi af öðru og blóma - skreytingakonan af Suðurlandi var allt í einu komin á þing, fyrst sem varaþingmaður 1991 og síðan í þrígang til ársins 2003. Lögfræðingurinn Vigdís Hauksdóttir hefur hins vegar setið á Alþingi frá 2009, situr þar enn, einnig í hagræðingarhópi ríkisstjórn - ar innar auk þess sem hún er for maður fjárlaganefndar Alþingis. Hún segir að kaflaskil hafi orðið í lífi sínu 2003 og þá hafi sér gefist tækifæri til að fara í nám. Lögfræði við Háskólann á Bifröst varð fyrir valinu og útskrifaðist Vigdís þaðan með BS í viðskiptalögfræði 2006, meistaragráðu í lögfræði 2008 og hafði þá jafnframt tekið alla kúrsa sem boðið var upp á í skattarétti. „Nei, ég var ekki að læra til þingmanns eins og svo margir hafa spurt mig að,“ segir hún brosandi. „Lögfræði er samt afskaplega hagnýt fyrir þá sem starfa við að setja lög og lesa yfir frumvörp,“ bætir hún við. Engu að tapa, allt að vinna Spurningunni hvort hún telji að blómaskreytirinn hefði náð jafnmiklum stjórnmálaframa og lögfræðingurinn svarar hún játandi. „Flokkarnir raða á lista eftir manneskjum, ekki menntun. Markmið Alþingis er að allar starfsstéttir eigi að rúmast innan þingsins. Nefndarsviði þingsins er ætlað að koma til liðs við þá sem ekki hafa innsýn í lögfræði og lagasetningar. Hins vegar var meiningin hjá mér að vinna sem lögfræðingur eftir útskrift og fékk ég reyndar starf sem slíkur hjá ASÍ þar sem ég starfaði í nokkra mánuði eða þar til ég var kosin á þing vorið 2009. Framsóknarflokkurinn hafði ekki fengið mann úr Reykjavík í kosningunum 2007 og skorað var á mig að bjóða mig fram. Ég tók áskoruninni, enda fannst mér ég engu hafa að tapa, en allt að vinna.“ Vigdís segir lífsskoðanir sínar og lífsgildi samrýmast stefnu Fram sóknarflokksins, sem leggi áherslu á að standa vörð um auðlindir landsins, sé á móti aðild Íslands að ESB og hafi samvinnu, fjölskylduna og mannréttindi í fyrirrúmi. „Um fram það sem tíðkast hjá öðrum flokkum,“ fullyrðir hún og tiltekur m.a. að í stjórnartíð Framsóknar hafi fæðingarorlof karla orðið að veruleika. Út af sporinu Þótt hún hafi alltaf verið trú og trygg framsóknarmanneskja er henni engin launung á að á tímabili hafi hún efast um stefnu flokksins. „Árin 2003-2007 voru að mínu mati erfiðustu ár Framsóknar - flokks ins, hann fór út af þeirri leið sem ég vildi fylgja og hef sannfæringu fyrir. Flokk urinn var orðinn mjög Evrópu sinn - aður og margar umdeildar ákvarðanir voru teknar,“ segir Vigdís og nefnir til dæmis stuðninginn við Íraksstríðið. Sjálf tók hún lítinn þátt í flokks - starfinu á þessum árum, enda á kafi í námi á Bifröst. Eftir þetta umbrotatímabil segir hún flokkinn hafa „komið til baka“ þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjör - inn formaður 2009. „Flokkar eru ekkert annað en fólkið sem í þeim starfar og eðlilegt að upp komi róstur annað slagið og ýmiss konar breytingar verði. Þegar ég kom fyrst inn sem varaþingmaður voru fáar konur á þingi og þingflokkur Framsóknar að mestu skipaður gömlum kempum, sem höfðu verið lengi á þingi. Mér var tekið mjög vel, en ég var fyrst og fremst stressuð, hrædd um að gera mistök og við ræðu - stólinn – og fann fyrir mik - illi virðingu gagnvart þessu virðulega húsi og sögu þess,“ rifjar Vigdís upp og upplýsir að núna geri hún sér far um að taka varaþingmenn flokksins í fóstur, eins og hún orðar það. Hræðslan við mistök og ræðu - stólinn hefur rjátlast af henni eins og frægt er því hún vílar ekki fyrir sér að segja sína skoð un og bera fram umdeildar fyrirspurnir. „Ég lofaði sjálfri mér því þegar ég settist á þing að segja alltaf sannleikann og verða ekki meðvirkninni að bráð eins og margir urðu í að draganda hrunsins. Ég læt ekki kúga mig til að skipta um skoðun. Sannleikurinn er mitt bensín í þingmennskunni og ég stend af mér orrahríðina þegar fjölmiðlar og kommentakerfi fara hamförum vegna ein - hverra ummæla minna – eða mis mæla,“ segir Vigdís og kveðst í raun og sann ekki taka slíkt inn á sig. Bætir svo við að hér sé ákveðinn hópur sem sé búinn að búa til bannorð. Efst á blaði eru þróunaraðstoð og hælisleitendur. Bannorðin „Það er eins og ekki sé hægt að taka þá nauðsynlegu umræðu án upphrópana og gífuryrða. Ég hef fengið bágt fyrir að ætla ekki að verða meðvirkninni að bráð 2014 áhrifamestu konurnar 100 TexTi: valGerður Þ. jónsdóTTir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.