Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 95

Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 95
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 95 „Ég lofaði sjálfri mér því þegar ég settist á þing að segja alltaf sannleikann og verða ekki meðvirkninni að bráð eins og margir urðu í að draganda hrunsins.“ bera upp fyrirspurnir á þingi varðandi þau mál og mér hafa verið gerðar upp skoðanir, þótt eini tilgangur minn hafi verið að opna umræðuna í formi fyrirspurna, koma með tillögur – eiginlega bara viðra hugmyndir um mögulegar lausnir,“ segir Vigdís og nefnir dæmi: „Í kjölfar þess að Eimskip var komið á svartan lista í Banda ríkjunum vegna laumu - farþega um borð í fragtskipum bar ég fram þá sakleysislegu fyrirspurn hvort ekki mætti athuga að setja ökklabönd á hælisleitendur svo hægt yrði að vakta ef þeir nálguðust hafnarsvæðið. Síðan fékk ég svar frá ráðuneytinu – þetta var náttúrlega ekki tekið upp, en málinu lyktaði farsællega þegar Eimskip lagði 300 milljónir í varnir á hafnarsvæðinu og þurfti ekki lengur að stóla á lögregluna. Þá ætlaði líka allt um koll að keyra þegar ég, sem formaður fjárlaganefndar, lýsti þeirri skoðun að Ísland ætti ekki að auka framlag sitt til þróunarmála. Sumir túlkuðu þetta á þann veg að ég ætlaði að taka peninga frá sveltandi börnum í Afríku og færa þá útgerðinni. Auðvitað er ég ekkert á móti þróunaraðstoð, mér finnst einfaldlega ekki rétt að auka hana á meðan samfélagið hér er að rísa og sárlega vantar fé í heilbrigðismál og annað slíkt. Önnur sprengja varð þegar ég lagði til að tekjuhátt fólk nyti ekki barnabóta, mér fannst fráleitt að það fengi fjárhagsaðstoð frá ríkinu og vildi nota féð til brýnni verka, til dæmis stuðnings við efnalitlar fjölskyldur. Um ræðunni var allri snúið á hvolf, málið endaði með því að meðvirknin tók völdin og tekjuháir fengu sínar bætur. Stundum er bara ekki hægt að leiðrétta þegar umræðan tekur svona stefnu.“ Vigdís telur að fjölmiðlafárið sem oft blossar upp í kringum hana eigi rætur í því að hún sé órög að taka slaginn og fari stundum út á jaðarinn; hugsi út fyrir kassann. „Ég kem með nýja vinkla, kannski má kalla það frumkvöðlahugsun, fyrst og fremst til að skapa umræður, fá svör og skoða hvað betur mætti fara í ýmsum málaflokkum. Þannig held ég að starfskraftar mínir nýtist best á þinginu, þótt augljóslega séu ekki allir sammála. “ Sigrar og ósigrar Spurð hvaða þingverkum sín - um hún sé stoltust af svarar hún umhugsunarlaust: „Þegar samþykkt var með öllum greidd - um atkvæðum frumvarp sem ég flutti um ógildingu laga um fyrsta Icesave-samninginn. Lög - in voru enn í gildi þrátt fyrir að Icesave hefði farið í gegnum tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og EFTA-dómstólinn. Samþykkt frumvarpsins afstýrði því að Bretar og Hollendingar gætu hvenær sem væri í framtí ðinni gert kröfur á hendur Íslend - ingum.“ Óánægðust er Vigdís með að hugmynd hennar um stofnun lagaskrifstofu Alþing is náði ekki fram að ganga. „Hennar hlutverk væri að lesa yfir öll frumvörp og þings á lyktunartillögur og úr skurða hvort þau stæðust stjórnarskrána og alþjóða - samn inga. Mér blöskrar oft hvílík ólög fara gegnum þingið með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðarbúið og þar með almenning. Ef lögin eru óljós er hægt að fara í mál við ríkið, slíkt færist í vöxt, enda taka dómstólarnir til sín stöðugt meira fjármagn.“ Hún er sér þess vel með vit - andi að þingmanns starfið er tímabundið en segist þó frekar myndu reyna fyrir sér í lögfræði en blómaskreytingum þegar því lýkur. Og – nei, hún stefnir ekki markvisst á ráðherraembætti, er ánægð sem þingmaður og formaður fjárlaganefndar. Hvort tveggja segir hún bæði krefjandi og skemmtilegt. „Ef formaður flokksins færi þess hins vegar á leit við mig að taka sæti í ríkisstjórninni myndi ég að sjálfsögðu skoða það mjög vel,“ segir Vigdís og bætir við að hún sé ósköp róleg og sátt við sitt. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.