Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 97

Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 97
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 97 Hanna Birna segist afar stolt af því sem áunnist hefur á fyrsta starfsári ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki einungis ríkis - stjórn inni að þakka heldur er það fyrst og fremst því að þakka að almenningur vildi breyt ingar og var reiðubúinn að taka þau skref fyrr en við stjórnmála menn áttuðum okkur á. Þess vegna finnst mér að okkur hafi tekist að gera meira en ég hefði talið að væri hægt á einu ári. Og við erum farin að sjá ýmsar breytingar á hagtölum og öðrum þáttum sem skipta máli þegar menn eru að greina lífsgæði og stöðu í samfélaginu. Ég veit ekki hvort almenningur er enn farinn að finna fyrir því við eldhúsborðið heima um hver mánaðamót en vonandi fer það þá að gerast. Hér í þessu ráðuneyti er ég afar stolt yfir þeim mörgu framfaramálum sem við höfum klárað. Að fækka stofnunum verulega með því að fækka sýslumönnum og lögreglustjórum í góðri sátt við sveitarstjórnarmenn um allt land var sérstakt ánægjuefni og gefur okkur ný tækifæri. Allir á Alþingi réttu upp hönd þegar þetta tuttugu ára gamla deilumál var afgreitt núna síð - asta vor. Það hafa verið stigin mörg og mikilvæg skref og stærri en ég hélt að væri hægt að stíga á einu ári.“ Breytingar í mál efn- um innflytjenda Innan innanríkisráðuneytisins eru margir stórir og mikilvægir málaflokkar en segja má að þó hafi einn málaflokkur á ýmsan hátt yfirskyggt alla aðra, það er að segja málefni hælisleitenda. „Já, þetta eru fyrirferðarmikil og oft afar erfið mál,“ segir hún. „En innanríkisráðuneytið heldur utan um marga aðra stóra málaflokka; öll sveitar - stjórnarmál, dómsmál, sam- göngumál, löggæslumál, mann réttindamál, kirkjumál og þann ig má lengi telja. Verkefni hér eru gífurlega víðfeðm en ekkert alltaf í fjölmiðlunum vegna þess að þetta eru mál sem snúast um innviði sam - félags ins sem eiga að vera í lagi og tryggja það öryggi sem almenningur á að geta treyst. Þannig vil ég hafa það.“ Hælis- og innflytjendamálin almennt eru nokkuð hátt stillt á rásum landsmanna þessa dagana, segir hún. „Og það er eðlilegt því að á þeim hefur orðið umtalsverð breyting. Fyrir fáeinum árum vorum við kannski með á milli fimmtán og tuttugu umsóknir á hverju ári, nú eru þær orðnar um tvö hundruð. Þetta var mikil breyting fyrir íslenskt samfélag og fyrir kerfið að taka við því. Þetta eru flókin, persónuleg og erfið mál, og þess vegna er mjög eðlilegt að um þau sé umræða. Við erum að ráðast í miklar breytingar í þessum málaflokki og við gerum það með mikilli þverpólitískri vinnu vegna þess að ég er þeirrar skoðunar að þessi mál kalli á að tryggt sé að um þau náist sem víðtækust sátt til framtíðar. Ég er sannfærð um að það skiptir miklu máli. Við viljum taka vel á móti fólki, búa vel að því fólki sem vill setjast hér að og vinna í íslensku samfélagi. Við viljum vanda okkur, viljum gera það í samræmi við mannréttindi og alþjóðleg lög. Þannig á það að vera. Mér finnst vera góð samstaða á Íslandi um að vinna þetta á þeim grunni. Það sem er erfitt við þessi mál er þegar umræðan snýst um einstaka mál. Fjölmiðlar hafa oft mik inn áhuga á málum eins einstaklings þegar ég er þeirrar skoðunar að það verði að gilda almennar reglur um alla. Það eru ekki mannréttindi að taka bara á mannréttindum eins en ekki heildarinnar. Þess vegna koma þessi einstaklingsmál ekki inn á borð ráðherra nema til heildstæðrar ákvörðunar. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.