Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 125

Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 125
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 125 langar mig að flytja vörurnar okkar út til Mið­Austurlanda og standa nú yfir markaðsrann- sóknir til að athuga möguleika okkar þar.“ Hvernig eru aðstæður á Íslandi til að koma sprota á legg? „Við vorum svo heppin að fá verkefnastyrk Tækniþróunar­ sjóðs við upphaf verkefnisins, þannig að við lögðum lítið af eigin fé inn í fyrirtækið til að byrja með. Síðan þá höfum við verið að gefa hluta af laununum okkar til geoSilica. Svo þegar fyrirtækið fór að vaxa svona hratt og við þurftum meira fjár­ magn til að stækka við okkur lentum við á vegg! Við erum nú í leit að fjárfesti og erum búin að setja okkur í samband við sjóði sem eru að fjárfesta í sprotafyrirtækjum líkt og okkar, en ég geri mér grein fyrir því hversu mikil sam­ keppni er í þessa sjóði og mikill skortur á fjárfestingu almennt á Íslandi. En ég trúi á það sem við erum að gera hjá geoSilica og ef við fáum ekki fjárfestingu munum við finna aðrar leiðir til þess að koma verkefninu okkar á framfæri. Það er því miður mjög algengt að ákveðið sé að bíða með að fjárfesta í sprotafyrirtækjum þar til þau eru komin yfir versta hjallann, svo þegar þau eru loks komin yfir versta hjallann er það orðið of seint því þá þurfa þau ekki lengur á fjárfestingu að halda og tækifærið horfið. Það er því miður skortur á aðstoð hvað varðar skipulagn­ ingu á rekstri og fjármálum sprota fyrirtækja. Hvort sem verið er að sækjast eftir styrkjum eða annars konar fjármagni er ávallt beðið um viðskipta­ og fjármagns áætlun og frumkvöðl­ ana skortir oft menntun á þeim sviðum, auk þess sem þessar áætlanir verða oftast úreltar innan örfárra mánaða. Ég hef þó ávallt haft þá sýn að láta ekkert slíkt stoppa mig í lífinu, skellti mér í MBA-nám við Háskólann í Reykjavík og var að ljúka mínu fyrsta ári þar. Námið hefur hjálpað mér mjög mikið, sérstaklega hvað varðar rekstur geoSilica, stjórnun og þegar kemur að samningaviðræðum. Frumkvöðlaumhverfið á Íslandi er þó í mikilli uppsveiflu og hafa sterkir aðilar litið dagsins ljós síðastliðin ár, má þar nefna Klak­Innovit sem heldur árlega stærstu frumkvöðlakeppni lands ins, Gulleggið, en við tókum þátt í henni 2013 og hlut­ um viðurkenningu fyrir að vera með eina af topp­tíu­viðskipta­ hugmyndunum og öðluðumst ómetanlega reynslu í leiðinni. Finna má fleiri slíkar keppnir, s.s. nýsköpunarkeppnina „Þetta er eitthvað annað“ á vegum Landsbankans og Matís. Við tókum einnig þátt í henni og lentum í efstu fjórum sætunum og langar mig að nefna að fyrir utan vinninga eru viðurkenning­ arnar sjálfar á viðskiptahug­ myndinni mjög drífandi fyrir frumkvöðla eins og okkur og reka mann í að halda áfram og gefast ekki upp.“ Hvernig er fjármögnun háttað? „Fyrirtækið er rekið áfram á styrkjum eins og er og eins og ég nefndi hérna fyrir ofan fengum við verkefnastyrk hjá Tækniþróunarsjóði til að byrja með, en við höfum einnig sótt um styrki til minni frumkvöðla­ sjóða s.s. hjá Landsbankanum, Íslandsbanka, Atvinnumálum kvenna og Vaxtarsamningi Suðurnesja. Þessir styrkir eru forsendan fyrir því að sprota ­ fyrirtækið lifir enn, en við höf um að auki lagt sjálf inn í fyrirtækið.“ Eru fjármagnshöftin til vand- ræða fyrir nýtt fyrirtæki? „Það er erfitt fyrir sprotafyrir- tæki að finna innlenda fjárfesta og þeim mun erfiðara að finna erlenda fjárfesta því áhugi þeirra á að fjárfesta á Íslandi er ekki sérlega mikill vegna gjald­ eyrishaftanna. Þótt maður hafi sjálfur fulla trú á hugmynd sinni og sé tilbúinn til að leggja allt undir eru bankarnir sjaldnast jafnbjartsýnir á fjárfestingu í svona sprotafyrirtækjum. Á meðan gjaldeyrishöft eru enn við lýði legg ég til að fjárfesta­ og styrktarsjóðir hér­ Fida Abu Libdeh umhverfistæknifræðingur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.