Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 137

Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 137
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 137 Heilindi og heiðarleiki í lykilhlutverki Markmið Hagvangs: Hagvangur leitast við að vera vel rekið, lifandi, skemmtilegt, forvitið, samheldið og þjónustudrifið þekkingarfyrirtæki sem veitir viðskiptavinum sínum fyrsta flokks virðisaukandi þjónustu og er vinnustaður sem afburðastarfsfólk neitar að yfirgefa. „Við vitum líka að ýmis gögn um fram­ leiðni og virkni starfs­ fólks á Íslandi benda til þess að hægt sé að gera betur á þeim vettvangi. Við ætlum því að leggja okkar lóð á vogarskálarnar með markvissri og virðis­ aukandi ráðgjöf og fyrsta flokks ráðning­ arþjónustu.“ Mannfagnaður: Hagvangur stækkar við sig í húsnæði. og aðlaga okkur að nýjum efna hagslegum veruleika. Ég held að flest fyrirtæki sem á annað borð lifðu þessi ósköp af séu tilbúin til að fara að sækja fram á ný. Þau eru kannski ekki byrjuð, en þau eru í startholunum. Mér finnst eins og það sé farið að krauma verulega undir tiltölulega rólegu yfirborði og það þurfi bara smáræðis herslumun til að hjólin fari að snúast fyrir alvöru. Pínulítinn neista sem myndi kveikja í púðurtunnunni. Mikið hlakka ég til!“ Það er líklega óhætt að treysta því að þið hjá Hagvangi verðið í startholunum þegar allt fer af stað aftur? „Já, svo sannarlega! Síðustu mánuðir hafa verið gríðarlega spennandi fyrir okkur. Við höfum annars vegar stækkað húsnæði okkar og gert á því frábærlega heppnaðar endur bætur þannig að vinnu - aðstaða er orðin fyrsta flokks. Hins vegar höfum við stóreflt stjórnunar- og mann auðsráðgjöf okkar með ráðn ingu Hinriks Sigurðar Jó- hannes sonar, dr. Leifs Geirs Haf steins sonar og Sigurjóns Þórðarsonar, sem allir eru þrautreyndir og í fremstu röð á sínum sviðum. Þannig að við erum nú þegar byrjuð að sækja fram af krafti.“ Virkjun þekkingar og orku Hvar munu áherslur Hagvangs liggja á næstu árum? „Við vitum að samkeppnis- hæfni framtíðar innar mun að miklu leyti snúast um að virkja þá miklu þekkingu og orku sem býr í okkar vel menntuðu og hæfu þjóð. Við vitum líka að ýmis gögn um framleiðni og virkni starfs fólks á Íslandi benda til þess að hægt sé að gera betur á þeim vettvangi. Við ætlum því að leggja okkar lóð á vogarskálarnar með mark vissri og virðisaukandi ráðgjöf og fyrsta flokks ráðningarþjónustu. Þannig mun stjórnunar- og mannauðsráðgjöf okkar hjálpa fyrirtækjum og stofn - unum að fá meira út úr starfs fólki sínu með því að styrkja stjórnendur í sínum störfum, innleiða markvissa frammistöðustjórnun, efla liðsheild, auka framleiðni og velferð starfsfólks með vinnu - stofum í orkustjórnun og mörgu fleira. Í ráðningunum gætum við þess að þróa stöðugt aðferða fræði okkar og þjónustu til að standa undir því að mæta þörfum markaðarins á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna að mikilvægi per - sónu legra eiginleika eins og drifkrafts, frumkvæðis, aga, grein ingarhæfni og vilja til að tileinka sér nýjungar hefur aukist stöðugt eftir því sem fyrirtækjaumhverfið verður hraðara, flóknara og kröfu - harðara.“ Velgengnin byggist á heilindum Nú er Hagvangur gamalgróið fyrirtæki, stofnað 1971 og sem slíkt eitt allra elsta ráð ­ gjafarfyrirtæki landsins. Hvernig skýrir þú þessa velgengni? „Ég vona að hún komi til vegna þess að við höfum alltaf leitast við að koma fram af heilindum og heiðarleika, hvort sem við eigum í samskiptum við viðskiptavini, umsækjendur eða samstarfsfólk. Við gefum ráð með gagnkvæma langtíma - hagsmuni í huga og höfum gætt vel að því að vera fagleg og óháð í okkar vinnu. Nái maður að vera trúr slíkum áherslum byggist smám saman upp gott orðspor. Þegar upp er staðið er traust og trúverðugleiki markaðarins það dýrmætasta sem nokkurt fyrirtæki getur öðlast.“ frábær starfsmaður er fjárfesting Að lokum, Katrín, ef þú mætt ir gauka einum góðum fróðleiksmola sem tengist ráðningum að íslenskum stjórnendum, hver væri hann? „Munið að ákvörðunin um að hver nýr starfsmaður sem vinnur hjá fyrirtækinu í nokkur ár felur í sér fjárfestingu upp á 30-100 milljónir þegar allt er talið! Gott og faglegt valferli hjá fyrsta flokks ráðningar- þjón ustu ræður mestu um það hversu mikla ávöxtun þú færð á þessa fjárfestingu, því mun - urinn á framleiðni frábærs starfs manns og starfsmanns sem rétt svo „skilar sínu“ er met inn á bilinu 40-100%. Það munar um minna!“ Inga Steinunn Arnardóttir, ráðgjafi Hagvangi og Dagmar Viðarsdóttir, mannauðsstjóri ÍAV. Þórður H. Hilmarsson, forstöðu­ maður Íslandsstofu og Viðar Þorkels­ son, forstjóri Valitors. Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmda­ stjóri hjá Símanum og Jensína Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum. Elín Hjálmsdóttir starfsmannastjóri Eimskips og Ólafur Hand forstöðu­ maður hjá Eimskip. Leifur Geir Hafsteinsson, aðstoðar­ framkvæmdastjóri Hagvangs og Davíð O. Arnar, yfirlæknir LSP Erla María Árnadóttir og Helga Björnsdóttir, starfsmannasviði Eimskips.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.